Innlent

Lands­menn héldu í sér á meðan Gagna­magnið steig á stokk

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Sjá má á þessu grafi hve mikið notkun á köldu vatni minnkaði á meðan Daði og Gagnamagnið stigu á stokk í Rotterdam.
Sjá má á þessu grafi hve mikið notkun á köldu vatni minnkaði á meðan Daði og Gagnamagnið stigu á stokk í Rotterdam. Veitur

Landsmenn virðast hafa verið mjög samtaka í klósettferðum á meðan á Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva stóð yfir í gær. Lang flestir slepptu því að létta á sér þegar Daði og Gagnamagnið stigu á stokk samkvæmt gögnum sem Veitur sendu um vatnsnotkun fyrir stuttu.

Veitur tóku saman tölur um rennsli á köldu vatni á meðan á útsendingu Eurovision stóð og minnkaði notkunin umtalsvert á meðan íslenska lagið var í loftinu.

Í tilkynningu frá Veitum segir að stórir viðburðir sem þessir gefi áhugaverðar upplýsingar um sameiginlegt hegðunarmynstur borgarbúa „og væntanlega landsmanna allra“.

„Leiða má líkum að því að skrifa megi sveiflur í notkun vatns, á meðan á söngvakeppninni stendur, á að fólk sé að létta á sér og sturta niður. Svo virðist sem nokkur fjöldi hafi séð ástæðu til að skreppa á klóið áður en myndbandið með framlagi Íslands, 10 Years, var sýnt og hið sama var uppi á teningnum þegar laginu lauk,“ segir í tilkynningunni.

Þá segir að vatnsnotkun Reykvíkinga sé yfirleitt töluvert minni þegar lokakeppni Eurovision stendur yfir en á hefðbundnu laugardagskvöldi. Notkunin minnki svo stöðugt þegar líði á kvöldið, sé með minnsta móti þegar íslenska lagið er flutt og svo aftur þegar úrslitin eru kynnt.

Að lokinni útsendingu aukist vatnsnotkun svo aftur og verði fljótt í samræmi við það sem gerist á venjulegum laugardagskvöldum.


Tengdar fréttir

Svona gáfu þjóðirnar okkur stig

Finnskir, ástralskir og danskir Eurovision-aðdáendur gáfu Íslandi tólf stig í símakosningu Eurovision í gær. Ísland hafnaði í fjórða sæti í keppninni, en þau Daði Freyr og Gagnamagnið „stigu á svið“ fyrir Íslands hönd og fluttu lagið 10 Years.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×