Hraun flæðir niður í Nátthaga Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 22. maí 2021 13:08 Hörn myndaði hraunið í morgun, skömmu áður en það fór að renna niður í Nátthaga. Hörn Hrafnsdóttir „Það er víst. Hraunið er farið að renna niður í Nátthaga,“ segir Bogi Adolfsson, formaður Björgunarsveitarinnar Þorbjörns þegar fréttastofa hafði samband við hann. Mbl.is greindi fyrst frá. Varnargarðar voru settir upp til að reyna að hindra það að hraun myndi flæða niður í Nátthaga og yfir Suðurstrandarveg. „Það er töluverð vegalengd frá Nátthaga og að Suðurstrandarvegi. En þetta streymir og heldur bara áfram leið sína,“ segir Bogi. Hörn Hrafnsdóttir, umhverfis- og byggingarverkfræðingur sagði í samtali við fréttastofu í morgun að líklegt væri að það tæki einhverjar vikur fyrir hraun að renna yfir Suðurstrandarveg. „Mér finnst líklegt að það séu einhverjar vikur. Þegar hraunið rennur þarna niður þá tekur kólnun við. Það er töluverð vegalengd og eldfjallafræðingar hafa sagt að hraunið renni ekki langt þegar það verður fyrir mikilli kólnun þannig að fyrst tekur örugglega við tími þar sem þetta rennur niður í Nátthaga, kólnar þar og byrjar að staflast upp. Svo verður kannski spurning um nýtt jafnvægi þar sem hraunið myndar einhverskonar hraunpolla sem það getur hoppað á milli til þess að komast áfram þannig það er erfitt að spá fyrir um þetta,“ sagði Hörn. Stíflugerð neðarlega í Nátthaga möguleiki Þá sagði hún einnig að mögulega væri hægt að setja upp varnargarða neðst í Nátthaga til að reyna að koma í veg fyrir að hraun flæði yfir Suðurstrandarveg. „Það væri mögulega hægt að skoða stíflugerð neðarlega í Nátthaga og það er heilmikið rými í Nátthaganum sjálfum en það á eftir að fara yfir þá stöðu og meta hvort menn vilji ráðast í það eða hvað, en það væri eitthvað sem hægt væri að skoða,“ sagði Hörn. Björgunarsveitarliðar eru á staðnum og fylgist með framvindu mála. „Það er lang best að vera hinum megin við varnargarðinn. Þar getur hraun auðvitað líka flætt yfir ef þetta byggist upp. Fólk þarf áfram að vera vakandi og fylgjast með, þetta er auðvitað hættusvæði.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Tengdar fréttir Ráðleggur fólki frá því að vera efst í Nátthaga Umhverfis- og byggingaverkfræðingur ráðleggur fólki frá því að vera efst í Nátthaga þar sem líkur eru á að hraun fari fljótlega að renna niður brekkuna og ofan í Nátthaga. 22. maí 2021 10:37 Hraunið komið yfir nýlagðan ljósleiðara Ljósleiðari var grafinn niður fyrir framan annan varnargarðinn á gosstöðvunum síðasta þriðjudag til að mæla áhrif hraunrennslis á ljósleiðara. Ljóst er að ef gosið heldur mikið lengur áfram mun hraun á endanum renna niður að Suðurstrandavegi en áður en það næði þangað myndi það renna yfir ljósleiðara Mílu sem hringtengir Reykjanesið. 21. maí 2021 18:01 Mest lesið Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Varnargarðar voru settir upp til að reyna að hindra það að hraun myndi flæða niður í Nátthaga og yfir Suðurstrandarveg. „Það er töluverð vegalengd frá Nátthaga og að Suðurstrandarvegi. En þetta streymir og heldur bara áfram leið sína,“ segir Bogi. Hörn Hrafnsdóttir, umhverfis- og byggingarverkfræðingur sagði í samtali við fréttastofu í morgun að líklegt væri að það tæki einhverjar vikur fyrir hraun að renna yfir Suðurstrandarveg. „Mér finnst líklegt að það séu einhverjar vikur. Þegar hraunið rennur þarna niður þá tekur kólnun við. Það er töluverð vegalengd og eldfjallafræðingar hafa sagt að hraunið renni ekki langt þegar það verður fyrir mikilli kólnun þannig að fyrst tekur örugglega við tími þar sem þetta rennur niður í Nátthaga, kólnar þar og byrjar að staflast upp. Svo verður kannski spurning um nýtt jafnvægi þar sem hraunið myndar einhverskonar hraunpolla sem það getur hoppað á milli til þess að komast áfram þannig það er erfitt að spá fyrir um þetta,“ sagði Hörn. Stíflugerð neðarlega í Nátthaga möguleiki Þá sagði hún einnig að mögulega væri hægt að setja upp varnargarða neðst í Nátthaga til að reyna að koma í veg fyrir að hraun flæði yfir Suðurstrandarveg. „Það væri mögulega hægt að skoða stíflugerð neðarlega í Nátthaga og það er heilmikið rými í Nátthaganum sjálfum en það á eftir að fara yfir þá stöðu og meta hvort menn vilji ráðast í það eða hvað, en það væri eitthvað sem hægt væri að skoða,“ sagði Hörn. Björgunarsveitarliðar eru á staðnum og fylgist með framvindu mála. „Það er lang best að vera hinum megin við varnargarðinn. Þar getur hraun auðvitað líka flætt yfir ef þetta byggist upp. Fólk þarf áfram að vera vakandi og fylgjast með, þetta er auðvitað hættusvæði.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Tengdar fréttir Ráðleggur fólki frá því að vera efst í Nátthaga Umhverfis- og byggingaverkfræðingur ráðleggur fólki frá því að vera efst í Nátthaga þar sem líkur eru á að hraun fari fljótlega að renna niður brekkuna og ofan í Nátthaga. 22. maí 2021 10:37 Hraunið komið yfir nýlagðan ljósleiðara Ljósleiðari var grafinn niður fyrir framan annan varnargarðinn á gosstöðvunum síðasta þriðjudag til að mæla áhrif hraunrennslis á ljósleiðara. Ljóst er að ef gosið heldur mikið lengur áfram mun hraun á endanum renna niður að Suðurstrandavegi en áður en það næði þangað myndi það renna yfir ljósleiðara Mílu sem hringtengir Reykjanesið. 21. maí 2021 18:01 Mest lesið Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Ráðleggur fólki frá því að vera efst í Nátthaga Umhverfis- og byggingaverkfræðingur ráðleggur fólki frá því að vera efst í Nátthaga þar sem líkur eru á að hraun fari fljótlega að renna niður brekkuna og ofan í Nátthaga. 22. maí 2021 10:37
Hraunið komið yfir nýlagðan ljósleiðara Ljósleiðari var grafinn niður fyrir framan annan varnargarðinn á gosstöðvunum síðasta þriðjudag til að mæla áhrif hraunrennslis á ljósleiðara. Ljóst er að ef gosið heldur mikið lengur áfram mun hraun á endanum renna niður að Suðurstrandavegi en áður en það næði þangað myndi það renna yfir ljósleiðara Mílu sem hringtengir Reykjanesið. 21. maí 2021 18:01