Sunna Gunnlaugsdóttir valin bæjarlistamaður Kópavogs Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. maí 2021 11:41 Sunna stendur hér fyrir miðju ásamt Ármanni Kr. Ólafssyni, bæjarstjóra Kópavogs, og Karen Elísabetu Halldórsdóttur, formanni lista- og menningarráðs Kópavogs. Kópavogsbær Sunna Gunnlaugsdóttir, jazzpíanisti, hefur verið valin Bæjarlistamaður Kópavogs 2021. Þetta var tilkynnt í Salnum í gær en Sunna hefur verið áberandi í tónlistarsenunni um áratugaskeið. „Lista- og menningarráð Kópavogsbæjar er hreykið af þessari niðurstöðu. Sunna Gunnlaugsdóttir er frábær tónlistarkona sem á farsælan feril að baki erlendis og hér heima og hefur átt sinn þátt í að byggja upp blómlegt tónlistarlíf Kópavogsbæjar, meðal annars með tónlistarhátíðinni Jazz í Salnum. Við hlökkum til samstarfsins með henni næsta árið,“ segir Karen Elísabet Halldórsdóttir, formaður lista- og menningarráðs Kópavogsbæjar, um valið á bæjarlistamanni 2021 í tilkynningu. Sunna hefur gefið frá sér ellefu geisladiska sem hafa hlotið góðar viðtökur hér á landi og erlendis og hafa þeir náð inn í efstu sæti vinsældarlista á jazzútvarpstöðum bæði í Bandaríkjunum og Kanada. Fyrsta plata Sunnu, Mindful, var valin meðal 10 bestu diska ársins af blaðinu Virginian Pilot árið 2000. Sunna hefur hlotið fjölda tilnefninga til Íslensku tónlistarverðlaunanna og var valin flytjandi ársins árið 2015 og 2019. Tríó hennar, Þorgríms Jónssonar og Scott McLemore hefur notið mikillar hylli og var valið Tónlistarhópur Reykjavíkur árið 2013. Sunna tekur við keflinu sem bæjarlistamaður af Herra Hnetusmjöri. Kópavogur Tónlist Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Lista- og menningarráð Kópavogsbæjar er hreykið af þessari niðurstöðu. Sunna Gunnlaugsdóttir er frábær tónlistarkona sem á farsælan feril að baki erlendis og hér heima og hefur átt sinn þátt í að byggja upp blómlegt tónlistarlíf Kópavogsbæjar, meðal annars með tónlistarhátíðinni Jazz í Salnum. Við hlökkum til samstarfsins með henni næsta árið,“ segir Karen Elísabet Halldórsdóttir, formaður lista- og menningarráðs Kópavogsbæjar, um valið á bæjarlistamanni 2021 í tilkynningu. Sunna hefur gefið frá sér ellefu geisladiska sem hafa hlotið góðar viðtökur hér á landi og erlendis og hafa þeir náð inn í efstu sæti vinsældarlista á jazzútvarpstöðum bæði í Bandaríkjunum og Kanada. Fyrsta plata Sunnu, Mindful, var valin meðal 10 bestu diska ársins af blaðinu Virginian Pilot árið 2000. Sunna hefur hlotið fjölda tilnefninga til Íslensku tónlistarverðlaunanna og var valin flytjandi ársins árið 2015 og 2019. Tríó hennar, Þorgríms Jónssonar og Scott McLemore hefur notið mikillar hylli og var valið Tónlistarhópur Reykjavíkur árið 2013. Sunna tekur við keflinu sem bæjarlistamaður af Herra Hnetusmjöri.
Kópavogur Tónlist Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira