Ron­aldo geymdur á bekknum er Juventus tryggði sér Meistara­deildar­sæti

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ronaldo myndaður fyrir leik kvöldsins.
Ronaldo myndaður fyrir leik kvöldsins. Sportinfoto/Getty

Juventus slapp með skrekkinn og tryggði sér Meistaradeildarsæti en lokaumferðin þetta tímabilið í ítalska boltanum fór fram í dag.

Juventus rúllaði yfir Bologna 4-1 á útivelli og á sama tíma gerði Napoli 1-1 jafntefli fyrir Verona. Því náði Juventus í fjórða sætið með 78 stig og Napoli í fimmta með 77 stig.

Cristiano Ronaldo var geymdur á bekknum í upphafi leiks og það var ekki vegna meiðsla heldur var það taktík ákvörðun hjá Andrea Pirlo, stjóra Juventus.

Juventus lék á als oddi í fyrri hálfleik. Federico Chiesa kom þeim yfir á sjöttu mínútu, Alvaro Morata tvöfaldaði forystuna á 29. mínútu og Adrien Rabiot skoraði þriðja markið fyrir hlé.

Alvaro Morata bætti við fjórða markinu í upphafi síðari hálfleiks en Bologna klóraði í bakkann undir lokin. Lokatölur 4-1 en Cristiano Ronaldo kom ekki einu sinni inn á.

Andri Fannar Baldursson spilaði síðustu tíu mínúturnar hjá Bologna en þeir enda í 12. sætinu.

Inter er ítalskur meistari en þeir unnu 5-1 sigur á Udinese fyrr í dag. AC Milan vann 1-0 sigur á Atalanta með vítaspyrnumarki Franck Kessie og endar AC því í öðru sætinu á meðan Atalanta endar í því þriðja.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira