Innlent

Á­fram grímu­skylda í Strætó

Atli Ísleifsson skrifar
Farþegar í strætisvögnum og vagnstjórar munu áfram þurfa að bera grímu.
Farþegar í strætisvögnum og vagnstjórar munu áfram þurfa að bera grímu. Vísir/Vilhelm

Tilslakanir á sóttvarnaraðgerðum og grímuskyldu munu ekki hafa áhrif á starfsemi Strætó. Áfram þurfa bæði farþegar og vagnstjórar að bera grímu.

Þetta er áréttað í tilkynningu frá Strætó þar sem vísað er í reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar. 

„Það verður áfram grímuskylda fyrir alla viðskiptavini og vagnstjóra um borð í vögnum Strætó á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni.

Við vekjum sérstaka athygli á að grímuskyldan nær einnig til þeirra sem eru bólusettir eða með mótefni. Börn fædd 2005 og yngri eru áfram undanþegin grímuskyldu. 

Strætó minnir áfram á reglulegan handþvott, sprittnotkun og biður viðskiptavini um að nota ekki almenningssamgöngur ef þeir eru með flensueinkenni,“ segir í tilkynningunni frá Strætó. 


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.