Eurovisionvaktin: Meira að segja Daði Freyr er sófakartafla í kvöld Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. maí 2021 17:31 Spennan er rafmögnuð fyrir kvöldinu. Komast Daði Freyr og Gagnamagnið áfram? Vísir/HjaltiFreyr Síðara undankvöld Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2021 verður haldið í Ahoy-höllinni í Rotterdam í kvöld og nú er komið að Íslandi. Daði og Gagnamagnið eru áttunda atriðið í kvöld sem reyndar verður spilað af upptöku, sem þó á að vera geggjuð. Smit í herbúðum íslenska teymisins gerir það að verkum að Daði og Gagnamagnið verða á hóteli sínu í kvöld og fylgjast með, í sófa og kannski með nasl eins og flestir landsmenn. Aðstöðu hefur þó verið komið fyrir á þaki hótelsins svo vonandi bregður okkar fólki fyrir í „Græna herberginu“ með einum eða öðrum hætti. Hér í Eurovisionvaktinni, sem finna má neðst í fréttinni, fylgist sérlegur Eurovision-sérfræðingur Vísis með atriðum kvöldsins; rýnir þau, dæmir og setur jafnvel í sögulegt samhengi. Ekkert er henni óviðkomandi - og engum verður hlíft. Ekki frekar en á fyrra undanúrslitakvöldinu. En þá að praktískum atriðum. Útsendingin hefst klukkan 19 að íslenskum tíma og á svið stíga fulltrúar sautján landa í eftirfarandi röð: San Marínó, Eistland, Tékkland, Grikkland, Austurríki, Pólland, Moldóva, Ísland, Serbía, Georgía, Albanía, Portúgal, Búlgaría, Finnland, Lettland, Sviss og Danmörk. Þau tíu lönd sem hljóta náð fyrir augum Evrópubúa og dómnefndar komast áfram á úrslitakvöld keppninnar, sem fram fer á laugardag. Þar keppa 26 þjóðir um sigurinn. Í vaktinni hér fyrir neðan svo má nálgast beina textalýsingu Vísis frá keppni kvöldsins, auk viðbótarfróðleiks og Eurovision-meinfýsni af Graham Norton-kalíberi. Lokið Twitter, rífið ykkur í gang og tjúnið inn á Eurovisionvaktina í kvöld. Ábendingar og vangaveltur sem átt gætu í vaktina sendist á kro@stod2.is.
Smit í herbúðum íslenska teymisins gerir það að verkum að Daði og Gagnamagnið verða á hóteli sínu í kvöld og fylgjast með, í sófa og kannski með nasl eins og flestir landsmenn. Aðstöðu hefur þó verið komið fyrir á þaki hótelsins svo vonandi bregður okkar fólki fyrir í „Græna herberginu“ með einum eða öðrum hætti. Hér í Eurovisionvaktinni, sem finna má neðst í fréttinni, fylgist sérlegur Eurovision-sérfræðingur Vísis með atriðum kvöldsins; rýnir þau, dæmir og setur jafnvel í sögulegt samhengi. Ekkert er henni óviðkomandi - og engum verður hlíft. Ekki frekar en á fyrra undanúrslitakvöldinu. En þá að praktískum atriðum. Útsendingin hefst klukkan 19 að íslenskum tíma og á svið stíga fulltrúar sautján landa í eftirfarandi röð: San Marínó, Eistland, Tékkland, Grikkland, Austurríki, Pólland, Moldóva, Ísland, Serbía, Georgía, Albanía, Portúgal, Búlgaría, Finnland, Lettland, Sviss og Danmörk. Þau tíu lönd sem hljóta náð fyrir augum Evrópubúa og dómnefndar komast áfram á úrslitakvöld keppninnar, sem fram fer á laugardag. Þar keppa 26 þjóðir um sigurinn. Í vaktinni hér fyrir neðan svo má nálgast beina textalýsingu Vísis frá keppni kvöldsins, auk viðbótarfróðleiks og Eurovision-meinfýsni af Graham Norton-kalíberi. Lokið Twitter, rífið ykkur í gang og tjúnið inn á Eurovisionvaktina í kvöld. Ábendingar og vangaveltur sem átt gætu í vaktina sendist á kro@stod2.is.
Eurovision Tengdar fréttir Eurovisionvaktin: Engum hlíft á fyrra undankvöldinu Fyrra undankvöld Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2021 verður haldið í Ahoy-höllinni í Rotterdam í kvöld. Hér í Eurovisionvaktinni, sem finna má neðst í fréttinni, fylgist sérlegur Eurovision-sérfræðingur Vísis með atriðum kvöldsins; rýnir þau, dæmir og setur jafnvel í sögulegt samhengi. Ekkert er henni óviðkomandi - og engum verður hlíft. 18. maí 2021 17:31 Mest lesið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Lífið Fleiri fréttir Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Sjá meira
Eurovisionvaktin: Engum hlíft á fyrra undankvöldinu Fyrra undankvöld Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2021 verður haldið í Ahoy-höllinni í Rotterdam í kvöld. Hér í Eurovisionvaktinni, sem finna má neðst í fréttinni, fylgist sérlegur Eurovision-sérfræðingur Vísis með atriðum kvöldsins; rýnir þau, dæmir og setur jafnvel í sögulegt samhengi. Ekkert er henni óviðkomandi - og engum verður hlíft. 18. maí 2021 17:31