Innlent

Undirrituðu Reykjavíkuryfirlýsingu í Hörpu

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Sergei Lavrov og Guðlaugur Þór á blaðamannafundi.
Sergei Lavrov og Guðlaugur Þór á blaðamannafundi. Mynd/Utanríkisráðuneytið

Rússland tók við formennsku Norðurskautsráðsins á fundi þess sem hófst í Hörpu klukkan níu í morgun. Aðildarríkin átta gáfu út sameiginlega yfirlýsingu og samþykktu stefnu til tíu ára.

Með undirritun svokallaðrar Reykjavíkuryfirlýsingar skuldbinda ríkin sig til þess að viðhalda friði, stöðugleika og uppbyggilegu samstarfi á Norðurslóðum. Áhersla er lögð á mikilvægi sjálfbærni og baráttuna gegn loftslagsbreytingum.

Í yfirlýsingunni segir enn fremur að á meðal Ísland gegndi formennsku í ráðinu hafi það lagt áherslu á umhverfismál, menningarsamfélög á Norðurslóðum og að styrkja ráðið sjálft. Rússar, sem hafa nú tekið við formennsku, myndu halda áfram að styðja við verkefni á vegum ráðsins og hefja ný verkefni sömuleiðis.

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, stóðu fyrir sameiginlegum fréttamannafundi stuttu fyrir hádegi þar sem þeir lýstu ánægju sinni með undirritun yfirlýsingarinnar.

Guðlaugur Þór sagði yfirlýsinguna mikið ánægjuefni. Hún sendi skýr skilaboð um áherslu ráðsins á sjálfbærni og friðsamlega samvinnu á Norðurslóðum.

Lavrov tók í sama streng en lýsti sömuleiðis óánægju með aukna viðveru Bandaríkjamanna í Norður-Noregi og Póllandi þegar fréttamenn fengu færi á að spyrja hann spurninga. Kvartaði Lavrov sömuleiðis undan heræfingum nærri landamærum Rússlands.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.