Kórónuveirufaraldurinn hefur leikið River Plate grátt og frá því á föstudag hafa 20 leikmenn liðsins greinst með veiruna, þar á meðal allir fjórir markverðir liðsins.
Beiðni River Plate um að skrá nýjan markvörð í hópinn var hafnað og þá voru góð ráð dýr.
Miðjumaðurinn Enzo Pérez tók að sér að standa í markinu og stóð sig svo vel að hann var valinn maður leiksins í leikslok.
A COVID-19 outbreak ruled out 20 of River Plate s players for their Copa Libertadores match against Santa Fe, including all four of their goalkeepers.
— ESPN FC (@ESPNFC) May 20, 2021
They were told to play anyway with no subs and midfielder Enzo Perez in goal.
They won 2-1. Perez was named Man of the Match. pic.twitter.com/TZR17jsIUa
Fabrizio Angileri og Julian Álvarez komu River Plate í 2-0 á fyrstu sex mínútum leiksins. Það var ekki fyrr en á 73. mínútu sem að kólumbísku gestunum tókst að finna leið framhjá Perez með marki Kelvin Osorio.
Eftir sigurinn er River Plate efst í sínum riðli og öruggt um sæti í 16-liða úrslitum keppninnar. Liðið hefur unnið keppnina fjórum sinnum, síðast árið 2018.