Mótmæla stefnu stórveldanna á meðan ráðherrarnir funda Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 19. maí 2021 19:35 Mótmælendur stóðu fyrir utan Seðlabankann og sneru að Hörpunni. Ekki var hægt að komast nær byggingunni vegna varnargirðingar lögreglunnar. vísir/aðsend Á meðan utanríkisráðherrar Rússlands og Bandaríkjanna, Sergei Lavrov og Antony Blinken, funda í Hörpu munu mótmæli fara fram fyrir utan bygginguna á vegum Samtaka hernaðarandstæðinga. Ýmis félagasamtök hafa í dag sent frá sér áskorun til stórveldanna um að láta af andstöðu sinni við sáttmála Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum og undirrita hann sem fyrst. Mótmælafundurinn hefst klukkan 20 í kvöld og munu þau Drífa Snædal, forseti ASÍ, og Guttormur Þorsteinsson, formaður Samtaka hernaðarandstæðinga, flytja ávörp. Búið er að girða af svæðið fyrir utan Hörpu vestan Kalkofnsvegar og fer mótmælafundurinn því fram hinum megin götunnar, fyrir utan Seðlabankann. Drífa Snædal, forseti ASÍ, ávarpaði mótmælendurna.vísir/aðsend Þessi fyrsti fundur utanríkisráðherranna fer fram í Hörpunni en þeir eru báðir staddir á landinu vegna fundar Norðurskautsráðsins sem fer fram á morgun en þar munu Rússar taka við formennsku í ráðinu af Íslendingum. Ekki er vitað hver tilgangur fundarins er nákvæmlega en ljóst er að kollegarnir munu hafa um ýmislegt að ræða. Það hefur andað ansi köldu á milli stórveldanna undanfarið eftir aukinn hernað Rússa við landamæri Úkraínu og hafa Bandaríkjamenn meðal annars gripið til viðskiptaþvingana gegn þeim. Kjarnorkuvopn í kafbátum á norðurslóðum Í yfirlýsingu hinna ýmsu félagasamtaka er bent á að einn megintilgangur Norðurlandaráðs sé að stuðla að friðsamlegum samskiptum ríkja heims á norðurslóðum og að vinna gegn vígvæðingu og hernaðarumsvifum. Bandaríkin og Rússland eru þau tvö ríki sem eiga meginþorrann af kjarnorkuvopnum heimsins. Guttormur Þorsteinsson er formaður Samtaka hernaðarandstæðinga, sem stóðu fyrir fundinum.vísir/aðsend „Hluti þessa vopnabúrs er geymdur um borð í kafbátum sem sigla um heimsins höf, þar á meðal í viðkvæmri náttúru norðurslóða. Ljóst er að slys tengt slíkum kafbátum gæti haft skelfilegar afleiðingar fyrir umhverfi og líf íbúa svæðisins,“ segir í yfirlýsingunni. Félagasamtökin sem setja nafn sitt við áskorunina eru: Alda lýðræðisfélag Alþýðusamband Íslands Barnaheill Íslandsdeild Amnesty International Kvenréttindafélag Íslands Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna Náttúruverndarsamtök Íslands Samtök hernaðarandstæðinga Soka Gakkai International á Íslandi Öryrkjabandalagið Utanríkismál Bandaríkin Rússland Hernaður Kjarnorka Fundur Norðurskautsráðsins í Reykjavík Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina Sjá meira
Mótmælafundurinn hefst klukkan 20 í kvöld og munu þau Drífa Snædal, forseti ASÍ, og Guttormur Þorsteinsson, formaður Samtaka hernaðarandstæðinga, flytja ávörp. Búið er að girða af svæðið fyrir utan Hörpu vestan Kalkofnsvegar og fer mótmælafundurinn því fram hinum megin götunnar, fyrir utan Seðlabankann. Drífa Snædal, forseti ASÍ, ávarpaði mótmælendurna.vísir/aðsend Þessi fyrsti fundur utanríkisráðherranna fer fram í Hörpunni en þeir eru báðir staddir á landinu vegna fundar Norðurskautsráðsins sem fer fram á morgun en þar munu Rússar taka við formennsku í ráðinu af Íslendingum. Ekki er vitað hver tilgangur fundarins er nákvæmlega en ljóst er að kollegarnir munu hafa um ýmislegt að ræða. Það hefur andað ansi köldu á milli stórveldanna undanfarið eftir aukinn hernað Rússa við landamæri Úkraínu og hafa Bandaríkjamenn meðal annars gripið til viðskiptaþvingana gegn þeim. Kjarnorkuvopn í kafbátum á norðurslóðum Í yfirlýsingu hinna ýmsu félagasamtaka er bent á að einn megintilgangur Norðurlandaráðs sé að stuðla að friðsamlegum samskiptum ríkja heims á norðurslóðum og að vinna gegn vígvæðingu og hernaðarumsvifum. Bandaríkin og Rússland eru þau tvö ríki sem eiga meginþorrann af kjarnorkuvopnum heimsins. Guttormur Þorsteinsson er formaður Samtaka hernaðarandstæðinga, sem stóðu fyrir fundinum.vísir/aðsend „Hluti þessa vopnabúrs er geymdur um borð í kafbátum sem sigla um heimsins höf, þar á meðal í viðkvæmri náttúru norðurslóða. Ljóst er að slys tengt slíkum kafbátum gæti haft skelfilegar afleiðingar fyrir umhverfi og líf íbúa svæðisins,“ segir í yfirlýsingunni. Félagasamtökin sem setja nafn sitt við áskorunina eru: Alda lýðræðisfélag Alþýðusamband Íslands Barnaheill Íslandsdeild Amnesty International Kvenréttindafélag Íslands Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna Náttúruverndarsamtök Íslands Samtök hernaðarandstæðinga Soka Gakkai International á Íslandi Öryrkjabandalagið
Alda lýðræðisfélag Alþýðusamband Íslands Barnaheill Íslandsdeild Amnesty International Kvenréttindafélag Íslands Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna Náttúruverndarsamtök Íslands Samtök hernaðarandstæðinga Soka Gakkai International á Íslandi Öryrkjabandalagið
Utanríkismál Bandaríkin Rússland Hernaður Kjarnorka Fundur Norðurskautsráðsins í Reykjavík Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina Sjá meira