Svört kona þóttist hvít og virði húss hennar tvöfaldaðist Samúel Karl Ólason skrifar 19. maí 2021 13:53 Frá Indianapolis í Bandaríkjunum. Getty Svört kona í Indianapolis í Bandaríkjunum fannst verðmat sem tvö fyrirtæki gerðu fyrir sig í fyrra vera skringilega lág. Þá ákvað hún að fela litarhaft sitt, þykjast vera hvít á hörund og reyna aftur. Við það tvöfaldaðist verðmæti húss hennar og rúmlega það. Carlette Duffy fékk tvö fyrirtæki til að meta virði húss hennar í fyrra. Í fyrra skiptið var verðmæti hússins metið á 125 þúsund dali, sem samsvarar um fimmtán milljónum króna miðað við gengið í dag. Í seinna verðmatinu var húsið metið á 110 þúsund dali. Hún hafði keypt húsið fyrir hundrað þúsund dali um þremur árum fyrir fyrsta verðmatið í maí í fyrra. Hún sýndi starfsmönnum beggja fyrirtækjanna gögn um að á þeim tíma hefðu húsnæðisverð á svæðinu hækkað töluvert en það bar engan árangur. Duffy sem var að vinna að því að endurfjármagna húsnæðislán sitt, prófaði þá að ræða við þriðja fyrirtækið. Hún gerði það bara í gegnum tölvupóst og tók ekki fram litarhaft sitt eða kyn í umsókninni. Þegar matsmaður fór heim til hennar hafði hún tekið niður allar myndir af sér og fjölskyldu sinni og fékk hvíta vinkonu sína til að taka á móti honum. Þetta var í nóvember í fyrra og þá var hús hennar metið á 259 þúsund dali, eða tæpar 32 milljónir króna. Þetta kemur fram í frétt NBC News frá því í gær en þar kemur fram að Duffy hefur, með aðkomu neytendasamtaka, höfðað mál á grundvelli mismununar. Amy Nelson, framkvæmdastjóri neytendasamtakanna Fair Housing Center of Central Indiana, sagði í samtali við miðilinn að Duffy hefði fyrst orðið hæst ánægð með þriðja verðmatið. Hún hafi þó fljótt brotnað niður þegar hún áttaði sig fullkomlega á því hvernig í pottinn var búið. NBC ræddi einnig við Andre Perry, sem skrifaði bók árið 2018 sem fjallar um það hvernig hús í hverfum Bandaríkjanna þar sem þeldökkir eru í meirihluta, eru verðmetin um fjórðungi lægra en sambærileg hús í öðrum hverfum. Um kerfisbundna mismunun gegn svörtu fólki sé að ræða. Bandaríkin Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira
Carlette Duffy fékk tvö fyrirtæki til að meta virði húss hennar í fyrra. Í fyrra skiptið var verðmæti hússins metið á 125 þúsund dali, sem samsvarar um fimmtán milljónum króna miðað við gengið í dag. Í seinna verðmatinu var húsið metið á 110 þúsund dali. Hún hafði keypt húsið fyrir hundrað þúsund dali um þremur árum fyrir fyrsta verðmatið í maí í fyrra. Hún sýndi starfsmönnum beggja fyrirtækjanna gögn um að á þeim tíma hefðu húsnæðisverð á svæðinu hækkað töluvert en það bar engan árangur. Duffy sem var að vinna að því að endurfjármagna húsnæðislán sitt, prófaði þá að ræða við þriðja fyrirtækið. Hún gerði það bara í gegnum tölvupóst og tók ekki fram litarhaft sitt eða kyn í umsókninni. Þegar matsmaður fór heim til hennar hafði hún tekið niður allar myndir af sér og fjölskyldu sinni og fékk hvíta vinkonu sína til að taka á móti honum. Þetta var í nóvember í fyrra og þá var hús hennar metið á 259 þúsund dali, eða tæpar 32 milljónir króna. Þetta kemur fram í frétt NBC News frá því í gær en þar kemur fram að Duffy hefur, með aðkomu neytendasamtaka, höfðað mál á grundvelli mismununar. Amy Nelson, framkvæmdastjóri neytendasamtakanna Fair Housing Center of Central Indiana, sagði í samtali við miðilinn að Duffy hefði fyrst orðið hæst ánægð með þriðja verðmatið. Hún hafi þó fljótt brotnað niður þegar hún áttaði sig fullkomlega á því hvernig í pottinn var búið. NBC ræddi einnig við Andre Perry, sem skrifaði bók árið 2018 sem fjallar um það hvernig hús í hverfum Bandaríkjanna þar sem þeldökkir eru í meirihluta, eru verðmetin um fjórðungi lægra en sambærileg hús í öðrum hverfum. Um kerfisbundna mismunun gegn svörtu fólki sé að ræða.
Bandaríkin Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira