Svört kona þóttist hvít og virði húss hennar tvöfaldaðist Samúel Karl Ólason skrifar 19. maí 2021 13:53 Frá Indianapolis í Bandaríkjunum. Getty Svört kona í Indianapolis í Bandaríkjunum fannst verðmat sem tvö fyrirtæki gerðu fyrir sig í fyrra vera skringilega lág. Þá ákvað hún að fela litarhaft sitt, þykjast vera hvít á hörund og reyna aftur. Við það tvöfaldaðist verðmæti húss hennar og rúmlega það. Carlette Duffy fékk tvö fyrirtæki til að meta virði húss hennar í fyrra. Í fyrra skiptið var verðmæti hússins metið á 125 þúsund dali, sem samsvarar um fimmtán milljónum króna miðað við gengið í dag. Í seinna verðmatinu var húsið metið á 110 þúsund dali. Hún hafði keypt húsið fyrir hundrað þúsund dali um þremur árum fyrir fyrsta verðmatið í maí í fyrra. Hún sýndi starfsmönnum beggja fyrirtækjanna gögn um að á þeim tíma hefðu húsnæðisverð á svæðinu hækkað töluvert en það bar engan árangur. Duffy sem var að vinna að því að endurfjármagna húsnæðislán sitt, prófaði þá að ræða við þriðja fyrirtækið. Hún gerði það bara í gegnum tölvupóst og tók ekki fram litarhaft sitt eða kyn í umsókninni. Þegar matsmaður fór heim til hennar hafði hún tekið niður allar myndir af sér og fjölskyldu sinni og fékk hvíta vinkonu sína til að taka á móti honum. Þetta var í nóvember í fyrra og þá var hús hennar metið á 259 þúsund dali, eða tæpar 32 milljónir króna. Þetta kemur fram í frétt NBC News frá því í gær en þar kemur fram að Duffy hefur, með aðkomu neytendasamtaka, höfðað mál á grundvelli mismununar. Amy Nelson, framkvæmdastjóri neytendasamtakanna Fair Housing Center of Central Indiana, sagði í samtali við miðilinn að Duffy hefði fyrst orðið hæst ánægð með þriðja verðmatið. Hún hafi þó fljótt brotnað niður þegar hún áttaði sig fullkomlega á því hvernig í pottinn var búið. NBC ræddi einnig við Andre Perry, sem skrifaði bók árið 2018 sem fjallar um það hvernig hús í hverfum Bandaríkjanna þar sem þeldökkir eru í meirihluta, eru verðmetin um fjórðungi lægra en sambærileg hús í öðrum hverfum. Um kerfisbundna mismunun gegn svörtu fólki sé að ræða. Bandaríkin Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Carlette Duffy fékk tvö fyrirtæki til að meta virði húss hennar í fyrra. Í fyrra skiptið var verðmæti hússins metið á 125 þúsund dali, sem samsvarar um fimmtán milljónum króna miðað við gengið í dag. Í seinna verðmatinu var húsið metið á 110 þúsund dali. Hún hafði keypt húsið fyrir hundrað þúsund dali um þremur árum fyrir fyrsta verðmatið í maí í fyrra. Hún sýndi starfsmönnum beggja fyrirtækjanna gögn um að á þeim tíma hefðu húsnæðisverð á svæðinu hækkað töluvert en það bar engan árangur. Duffy sem var að vinna að því að endurfjármagna húsnæðislán sitt, prófaði þá að ræða við þriðja fyrirtækið. Hún gerði það bara í gegnum tölvupóst og tók ekki fram litarhaft sitt eða kyn í umsókninni. Þegar matsmaður fór heim til hennar hafði hún tekið niður allar myndir af sér og fjölskyldu sinni og fékk hvíta vinkonu sína til að taka á móti honum. Þetta var í nóvember í fyrra og þá var hús hennar metið á 259 þúsund dali, eða tæpar 32 milljónir króna. Þetta kemur fram í frétt NBC News frá því í gær en þar kemur fram að Duffy hefur, með aðkomu neytendasamtaka, höfðað mál á grundvelli mismununar. Amy Nelson, framkvæmdastjóri neytendasamtakanna Fair Housing Center of Central Indiana, sagði í samtali við miðilinn að Duffy hefði fyrst orðið hæst ánægð með þriðja verðmatið. Hún hafi þó fljótt brotnað niður þegar hún áttaði sig fullkomlega á því hvernig í pottinn var búið. NBC ræddi einnig við Andre Perry, sem skrifaði bók árið 2018 sem fjallar um það hvernig hús í hverfum Bandaríkjanna þar sem þeldökkir eru í meirihluta, eru verðmetin um fjórðungi lægra en sambærileg hús í öðrum hverfum. Um kerfisbundna mismunun gegn svörtu fólki sé að ræða.
Bandaríkin Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira