Müller og Hummels snúa aftur í þýska landsliðið og fara á EM Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. maí 2021 11:35 Thomas Müller setti upp sparibrosið eftir að hann var valinn aftur í þýska landsliðið. twitter-síða thomas müller Thomas Müller og Mats Hummels snúa aftur í þýska landsliðshópinn sem tekur þátt á EM í sumar. Í mars 2019 tilkynnti Joachim Löw að Müller, Hummels og Jerome Boateng væru ekki lengur í plönum hans. Honum hefur nú snúist hugur með Müller og Hummels og þeir fara með á EM sem verður síðasta stórmót Löws með þýska liðið. Müller og Hummels voru báðir í þýska liðinu sem varð heimsmeistari í Brasilíu 2014. Müller hefur skorað 38 mörk í hundrað landsleikjum og Hummels hefur leikið sjötíu landsleiki og skorað fimm mörk. Back again @DFB_Team #DFB #esmuellert #EURO2020 #AufGehtsPackMasAn pic.twitter.com/msKDzGRY28— Thomas Müller (@esmuellert_) May 19, 2021 Ich bin sehr glücklich und stolz wieder dabei zu sein @DFB_Team I am really happy and proud to play for again https://t.co/cNt8vzkwb6— Mats Hummels (@matshummels) May 19, 2021 Hinn átján ára Jamal Musiala, leikmaður Bayern München, er í þýska hópnum. Hann lék með yngri landsliðum Englands en valdi að spila fyrir Þýskaland. Marc-André ter Stegen, markvörður Barcelona, er ekki í hópnum þar sem hann þarf að fara í aðgerð á hné. Þýskaland er í riðli með Portúgal, Frakklandi og Ungverjalandi á EM. Íslendingar hefðu verið í riðlinum ef þeir hefðu unnið Ungverja í umspili um sæti á Evrópumótinu. Þýskalandsmeistarar Bayern München eiga átta leikmenn í þýska EM-hópnum: Müller, Musiala, Manuel Neuer, Niklas Süle, Serge Gnabry, Leon Goretzka, Joshua Kimmich og Leroy Sané. EM-hópur Þýskalands Markverðir: Manuel Neuer, Bernd Leno, Kevin Trapp Varnarmenn: Antonio Rüdiger, Mats Hummels, Robin Gosens, Matthias Ginter, Marcel Halstenberg, Lukas Klostermann, Robin Koch, Niklas Süle Miðju- og sóknarmenn: Emre Can, Serge Gnabry, Leon Goretzka, Ilkay Gündogan, Kai Havertz, Jonas Hofmann, Joshua Kimmich, Toni Kroos, Thomas Müller, Jamal Musiala, Florian Neuhaus, Leroy Sané, Kevin Volland, Timo Werner EM 2020 í fótbolta Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Sjá meira
Í mars 2019 tilkynnti Joachim Löw að Müller, Hummels og Jerome Boateng væru ekki lengur í plönum hans. Honum hefur nú snúist hugur með Müller og Hummels og þeir fara með á EM sem verður síðasta stórmót Löws með þýska liðið. Müller og Hummels voru báðir í þýska liðinu sem varð heimsmeistari í Brasilíu 2014. Müller hefur skorað 38 mörk í hundrað landsleikjum og Hummels hefur leikið sjötíu landsleiki og skorað fimm mörk. Back again @DFB_Team #DFB #esmuellert #EURO2020 #AufGehtsPackMasAn pic.twitter.com/msKDzGRY28— Thomas Müller (@esmuellert_) May 19, 2021 Ich bin sehr glücklich und stolz wieder dabei zu sein @DFB_Team I am really happy and proud to play for again https://t.co/cNt8vzkwb6— Mats Hummels (@matshummels) May 19, 2021 Hinn átján ára Jamal Musiala, leikmaður Bayern München, er í þýska hópnum. Hann lék með yngri landsliðum Englands en valdi að spila fyrir Þýskaland. Marc-André ter Stegen, markvörður Barcelona, er ekki í hópnum þar sem hann þarf að fara í aðgerð á hné. Þýskaland er í riðli með Portúgal, Frakklandi og Ungverjalandi á EM. Íslendingar hefðu verið í riðlinum ef þeir hefðu unnið Ungverja í umspili um sæti á Evrópumótinu. Þýskalandsmeistarar Bayern München eiga átta leikmenn í þýska EM-hópnum: Müller, Musiala, Manuel Neuer, Niklas Süle, Serge Gnabry, Leon Goretzka, Joshua Kimmich og Leroy Sané. EM-hópur Þýskalands Markverðir: Manuel Neuer, Bernd Leno, Kevin Trapp Varnarmenn: Antonio Rüdiger, Mats Hummels, Robin Gosens, Matthias Ginter, Marcel Halstenberg, Lukas Klostermann, Robin Koch, Niklas Süle Miðju- og sóknarmenn: Emre Can, Serge Gnabry, Leon Goretzka, Ilkay Gündogan, Kai Havertz, Jonas Hofmann, Joshua Kimmich, Toni Kroos, Thomas Müller, Jamal Musiala, Florian Neuhaus, Leroy Sané, Kevin Volland, Timo Werner
Markverðir: Manuel Neuer, Bernd Leno, Kevin Trapp Varnarmenn: Antonio Rüdiger, Mats Hummels, Robin Gosens, Matthias Ginter, Marcel Halstenberg, Lukas Klostermann, Robin Koch, Niklas Süle Miðju- og sóknarmenn: Emre Can, Serge Gnabry, Leon Goretzka, Ilkay Gündogan, Kai Havertz, Jonas Hofmann, Joshua Kimmich, Toni Kroos, Thomas Müller, Jamal Musiala, Florian Neuhaus, Leroy Sané, Kevin Volland, Timo Werner
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Sjá meira