23 dagar í EM: Níu mörk í fimm leikjum er met sem seint verður slegið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. maí 2021 12:01 Michel Platini var á hápunkti ferils síns sumarið 1984 þegar hann var besti og markahæsti maðurinn í besta liði Evrópu og setti met sem seint verður slegið. Getty/Mark Leech Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Nú ætlum við að skora frammistöðu Michel Platini á EM 1984. Sumarið 1984 setti franski knattspyrnumaðurinn Michel Platini markamet sem enginn hefur komist nálægt því að jafna síðan. Platini var án nokkurs vafa maðurinn á bak við Evrópumeistaratitil Frakka á heimavelli í júní 1984. #Platini: EURO 1984Captain Top scorer Best player Tournament winner Greatest of all time pic.twitter.com/hMS2Q4kBdj— Arjun Pradeep (@IndianRegista) November 30, 2016 Evrópukeppnin innihélt þá bara átta þjóðir sem er sextán færri en voru bæði á EM 2016 og verða aftur á EM í sumar. Michel Platini var þetta sumar 29 ára gamall og á hátindi ferils síns. Hann hafði spilað með Juventus í tvö tímabil og hafði fengið Gullboltann sem besti leikmaður Evrópu árið á undan. Það var því mikil pressa á Platini að standa sig á þessu móti á heimavelli. Frakkar höfðu aldrei unnið stórmót í knattspyrnu og héldu nú keppnina á eigin heimavelli. Platni stóðst þessa pressu og miklu meira en það. Hann skoraði alls níu mörk í fimm leikjum liðsins á mótinu þar af þrennu í tveimur leikjum í riðlakeppninni, sigurmarkið í bæði fyrsta leik mótsins sem og í framlengdum undanúrslitaleik og loks fyrsta markið í úrslitaleiknum á móti Spánverjum. Platini skoraði sigurmarkið á móti Dönum í fyrsta leik, hann var með þrennu í 5-0 sigri á Belgíu í leik tvö og skoraði öll þrjú mörkin í 3-2 sigri á Júgóslavíu í lokaleik riðilsins. Í undanúrslitaleiknum lentu Frakkar undir á móti Portúgal í framlengingu en Platini átti stoðsendinguna í jöfnunarmarki Jean-François Domergue og skoraði síðan sigurmarkið sjálfur. Í úrslitaleiknum kom Platini síðan Frökkum í 1-0 á móti Spánverjum með marki beint úr aukaspyrnu. Frakkar skoruðu síðan seinna markið sitt á 90. mínútu leiksins. On this date in 1984, host France won the UEFA European Championship for the 1st time, defeating Spain, 2-0, in the EURO 1984 Final in Paris.Michel Platini & Bruno Bellone scored 2nd half goals in the win for France. Platini was the tournament's leading goalscorer with 9. pic.twitter.com/X0l1vaNrvq— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) June 27, 2020 Franska landsliðið skoraði alls fjórtán mörk í mótinu og því var fyrirliðinn með 64 prósent marka liðsins. Platini skoraði líka þrefalt meira en næstmarkahæsti maður mótsins sem var Daninn Frank Arnesen með þrjú mörk. Alls voru skoruðu 41 mark á öllu mótinu og var Platini því með 22 prósent þeirra. Sá sem hefur komist næst því að jafna metið var Antoine Griezmann á EM 2016 en hann skoraði þá sex mörk í sjö leikjum. Marco van Basten skoraði 5 mörk í 5 leikjum á EM 1988 og það gerði líka Alan Shearer á EM 1996. Þeir Savo Milosevic frá Júgóslavíu og Patrick Kluivert frá Hollandi skoruðu líka fimm mörk á EM 2000 og Tékkinn Milan Baros var með fimm mörk á EM 2004. watch on YouTube Níu mörk Michel Platini á EM 1984 1) Með hægri fæti utan teigs á móti Danmörku 2) Með vinstri fæti af vítateigslínu á móti Belgíu 3) Með hægri fæti úr vítaspyrnu á móti Belgíu 4) Með skalla úr vítateig á móti Belgíu 5) Með vinstri fótar skoti úr vítateig á móti Júgóslavíu 6) Með hægri færi beint úr aukaspyrnu á móti Júgóslavíu 7) Með skutluskalla úr vítateig á móti Júgóslavíu 8) Með hægri fótar skoti rétt utan markteigs á móti Portúgal 9) Með hægri færi beint úr aukaspyrnu á móti Spáni Samantekt á mörkum Michel Platini: 2 mörk með vinstri fæti 5 mörk með hægri fæti 2 mörk með skalla 2 mörk beint úr aukaspyrnu 1 mark úr vítaspyrnu 3 mörk utan teigs EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir 24 dagar í EM: Fleiri skoruðu fyrir íslenska landsliðið á EM 2016 en fyrir bæði liðin sem fóru í úrslitaleikinn Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Sex leikmenn skoruðu fyrir íslenska landsliðið á síðasta Evrópumóti. 18. maí 2021 12:01 25 dagar í EM: Besta lið heims, frændur vorir og Finnar í fyrsta sinn á stærsta sviðinu Nú er innan við mánuður þar til að EM karla í fótbolta hefst. Vísir rýnir í dag í B-riðil þar sem Belgar eru líklegastir til afreka enda besta lið heims samkvæmt styrkleikalista FIFA. 17. maí 2021 12:01 26 dagar í EM: Finnar fimmta Norðurlandaþjóðin sem kemst á EM Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Tveir nýliðar eru með að þessu sinni, Finnland og Norður-Makedónía. 16. maí 2021 12:01 27 dagar í EM: EM-bikarinn hefur ekki farið af Íberíuskaganum í þrettán ár Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Nágrannaþjóðir hafa unnið þrjú síðustu Evrópumót. 15. maí 2021 12:00 28 dagar í EM: Sjóðheitir Ítalir, liðið sem skildi Ísland eftir og Giggslausir Walesverjar í A-riðli Nú er innan við mánuður þar til að EM karla í fótbolta hefst. Vísir rýnir í dag í A-riðil þar sem Ítalir spila á heimavelli og eru sigurstranglegir eftir frábært gengi síðustu misseri. 14. maí 2021 12:00 Mest lesið Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Enski boltinn Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Enski boltinn „Ég spila fyrir mömmu mína“ Fótbolti Fleiri fréttir Nottingham Forest - Chelsea | Starfið undir hjá Ange? Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi „Ég spila fyrir mömmu mína“ Strasbourg nálægt því að vinna Evrópumeistarana í toppslagnum Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Áhrifamaður innan fótboltans skotinn til bana Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Potter á að töfra Svía inn á HM Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Blikar mæta dönsku meisturunum í 16-liða úrslitum Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Mamardashvili í markinu gegn United Ronaldo þénar 150 milljónum meira en Messi Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Sjá meira
Sumarið 1984 setti franski knattspyrnumaðurinn Michel Platini markamet sem enginn hefur komist nálægt því að jafna síðan. Platini var án nokkurs vafa maðurinn á bak við Evrópumeistaratitil Frakka á heimavelli í júní 1984. #Platini: EURO 1984Captain Top scorer Best player Tournament winner Greatest of all time pic.twitter.com/hMS2Q4kBdj— Arjun Pradeep (@IndianRegista) November 30, 2016 Evrópukeppnin innihélt þá bara átta þjóðir sem er sextán færri en voru bæði á EM 2016 og verða aftur á EM í sumar. Michel Platini var þetta sumar 29 ára gamall og á hátindi ferils síns. Hann hafði spilað með Juventus í tvö tímabil og hafði fengið Gullboltann sem besti leikmaður Evrópu árið á undan. Það var því mikil pressa á Platini að standa sig á þessu móti á heimavelli. Frakkar höfðu aldrei unnið stórmót í knattspyrnu og héldu nú keppnina á eigin heimavelli. Platni stóðst þessa pressu og miklu meira en það. Hann skoraði alls níu mörk í fimm leikjum liðsins á mótinu þar af þrennu í tveimur leikjum í riðlakeppninni, sigurmarkið í bæði fyrsta leik mótsins sem og í framlengdum undanúrslitaleik og loks fyrsta markið í úrslitaleiknum á móti Spánverjum. Platini skoraði sigurmarkið á móti Dönum í fyrsta leik, hann var með þrennu í 5-0 sigri á Belgíu í leik tvö og skoraði öll þrjú mörkin í 3-2 sigri á Júgóslavíu í lokaleik riðilsins. Í undanúrslitaleiknum lentu Frakkar undir á móti Portúgal í framlengingu en Platini átti stoðsendinguna í jöfnunarmarki Jean-François Domergue og skoraði síðan sigurmarkið sjálfur. Í úrslitaleiknum kom Platini síðan Frökkum í 1-0 á móti Spánverjum með marki beint úr aukaspyrnu. Frakkar skoruðu síðan seinna markið sitt á 90. mínútu leiksins. On this date in 1984, host France won the UEFA European Championship for the 1st time, defeating Spain, 2-0, in the EURO 1984 Final in Paris.Michel Platini & Bruno Bellone scored 2nd half goals in the win for France. Platini was the tournament's leading goalscorer with 9. pic.twitter.com/X0l1vaNrvq— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) June 27, 2020 Franska landsliðið skoraði alls fjórtán mörk í mótinu og því var fyrirliðinn með 64 prósent marka liðsins. Platini skoraði líka þrefalt meira en næstmarkahæsti maður mótsins sem var Daninn Frank Arnesen með þrjú mörk. Alls voru skoruðu 41 mark á öllu mótinu og var Platini því með 22 prósent þeirra. Sá sem hefur komist næst því að jafna metið var Antoine Griezmann á EM 2016 en hann skoraði þá sex mörk í sjö leikjum. Marco van Basten skoraði 5 mörk í 5 leikjum á EM 1988 og það gerði líka Alan Shearer á EM 1996. Þeir Savo Milosevic frá Júgóslavíu og Patrick Kluivert frá Hollandi skoruðu líka fimm mörk á EM 2000 og Tékkinn Milan Baros var með fimm mörk á EM 2004. watch on YouTube Níu mörk Michel Platini á EM 1984 1) Með hægri fæti utan teigs á móti Danmörku 2) Með vinstri fæti af vítateigslínu á móti Belgíu 3) Með hægri fæti úr vítaspyrnu á móti Belgíu 4) Með skalla úr vítateig á móti Belgíu 5) Með vinstri fótar skoti úr vítateig á móti Júgóslavíu 6) Með hægri færi beint úr aukaspyrnu á móti Júgóslavíu 7) Með skutluskalla úr vítateig á móti Júgóslavíu 8) Með hægri fótar skoti rétt utan markteigs á móti Portúgal 9) Með hægri færi beint úr aukaspyrnu á móti Spáni Samantekt á mörkum Michel Platini: 2 mörk með vinstri fæti 5 mörk með hægri fæti 2 mörk með skalla 2 mörk beint úr aukaspyrnu 1 mark úr vítaspyrnu 3 mörk utan teigs
Níu mörk Michel Platini á EM 1984 1) Með hægri fæti utan teigs á móti Danmörku 2) Með vinstri fæti af vítateigslínu á móti Belgíu 3) Með hægri fæti úr vítaspyrnu á móti Belgíu 4) Með skalla úr vítateig á móti Belgíu 5) Með vinstri fótar skoti úr vítateig á móti Júgóslavíu 6) Með hægri færi beint úr aukaspyrnu á móti Júgóslavíu 7) Með skutluskalla úr vítateig á móti Júgóslavíu 8) Með hægri fótar skoti rétt utan markteigs á móti Portúgal 9) Með hægri færi beint úr aukaspyrnu á móti Spáni Samantekt á mörkum Michel Platini: 2 mörk með vinstri fæti 5 mörk með hægri fæti 2 mörk með skalla 2 mörk beint úr aukaspyrnu 1 mark úr vítaspyrnu 3 mörk utan teigs
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir 24 dagar í EM: Fleiri skoruðu fyrir íslenska landsliðið á EM 2016 en fyrir bæði liðin sem fóru í úrslitaleikinn Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Sex leikmenn skoruðu fyrir íslenska landsliðið á síðasta Evrópumóti. 18. maí 2021 12:01 25 dagar í EM: Besta lið heims, frændur vorir og Finnar í fyrsta sinn á stærsta sviðinu Nú er innan við mánuður þar til að EM karla í fótbolta hefst. Vísir rýnir í dag í B-riðil þar sem Belgar eru líklegastir til afreka enda besta lið heims samkvæmt styrkleikalista FIFA. 17. maí 2021 12:01 26 dagar í EM: Finnar fimmta Norðurlandaþjóðin sem kemst á EM Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Tveir nýliðar eru með að þessu sinni, Finnland og Norður-Makedónía. 16. maí 2021 12:01 27 dagar í EM: EM-bikarinn hefur ekki farið af Íberíuskaganum í þrettán ár Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Nágrannaþjóðir hafa unnið þrjú síðustu Evrópumót. 15. maí 2021 12:00 28 dagar í EM: Sjóðheitir Ítalir, liðið sem skildi Ísland eftir og Giggslausir Walesverjar í A-riðli Nú er innan við mánuður þar til að EM karla í fótbolta hefst. Vísir rýnir í dag í A-riðil þar sem Ítalir spila á heimavelli og eru sigurstranglegir eftir frábært gengi síðustu misseri. 14. maí 2021 12:00 Mest lesið Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Enski boltinn Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Enski boltinn „Ég spila fyrir mömmu mína“ Fótbolti Fleiri fréttir Nottingham Forest - Chelsea | Starfið undir hjá Ange? Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi „Ég spila fyrir mömmu mína“ Strasbourg nálægt því að vinna Evrópumeistarana í toppslagnum Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Áhrifamaður innan fótboltans skotinn til bana Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Potter á að töfra Svía inn á HM Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Blikar mæta dönsku meisturunum í 16-liða úrslitum Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Mamardashvili í markinu gegn United Ronaldo þénar 150 milljónum meira en Messi Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Sjá meira
24 dagar í EM: Fleiri skoruðu fyrir íslenska landsliðið á EM 2016 en fyrir bæði liðin sem fóru í úrslitaleikinn Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Sex leikmenn skoruðu fyrir íslenska landsliðið á síðasta Evrópumóti. 18. maí 2021 12:01
25 dagar í EM: Besta lið heims, frændur vorir og Finnar í fyrsta sinn á stærsta sviðinu Nú er innan við mánuður þar til að EM karla í fótbolta hefst. Vísir rýnir í dag í B-riðil þar sem Belgar eru líklegastir til afreka enda besta lið heims samkvæmt styrkleikalista FIFA. 17. maí 2021 12:01
26 dagar í EM: Finnar fimmta Norðurlandaþjóðin sem kemst á EM Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Tveir nýliðar eru með að þessu sinni, Finnland og Norður-Makedónía. 16. maí 2021 12:01
27 dagar í EM: EM-bikarinn hefur ekki farið af Íberíuskaganum í þrettán ár Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Nágrannaþjóðir hafa unnið þrjú síðustu Evrópumót. 15. maí 2021 12:00
28 dagar í EM: Sjóðheitir Ítalir, liðið sem skildi Ísland eftir og Giggslausir Walesverjar í A-riðli Nú er innan við mánuður þar til að EM karla í fótbolta hefst. Vísir rýnir í dag í A-riðil þar sem Ítalir spila á heimavelli og eru sigurstranglegir eftir frábært gengi síðustu misseri. 14. maí 2021 12:00