Erlent

Þrýstingur um vopnahlé fer vaxandi

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Mótmælendur hrópa slagorð gegn Ísrael í borginni Nablus á Vesturbakkanum.
Mótmælendur hrópa slagorð gegn Ísrael í borginni Nablus á Vesturbakkanum. epa/Alaa Badarneh

Þrýstingur alþjóðasamfélagsins um vopnahlé á Gasa-svæðinu fer nú vaxandi en Egyptar segjast nú vilja koma vopnahléi á strax á morgun.

Þá hafa Frakkar hvatt Bandaríkjamenn til að beita sér meira í málinu en hingað til hafa bandarísk stjórnvöld ekki viljað ganga svo langt að krefjast þess að átökunum skuli hætt þegar í stað, heldur hafa þau farið fram á það við Ísraela að þeir haldi aftur af sér. 

Bandaríkjamenn hafa ítrekað beitt neitunarvaldi sínu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna gegn ályktunum sem fordæma ofbeldið, síðast seint í gær. 

Árásir Ísraelshers hafa haldið áfram í nótt og Hamas-liðar hafa einnig svarað með eldflaugaskothríð. 

Þó er vonast til að tilraunir Egypta til að koma á vopnahléi fari senn að bera árangur og þá fullyrða ísraelskir fjölmiðlar að Netanjahú forsætisráðherra hafi sagt embættismönnum í suðurhluta Ísraels í gær að aðgerðir hersins gætu stöðvast á næstu dögum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×