Innlent

Berjast við sinueld í Hvalfirði

Samúel Karl Ólason skrifar
Slökkviliðsmenn að störfum í Hvalfirði.
Slökkviliðsmenn að störfum í Hvalfirði. Aðsend

Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar berjast nú við sinueld í norðanverðum Hvalfirðinum. Yfir tuttugu manns taka þátt í slökkvistarfinu en slökkviliðsstjórinn segir að stjórn hafi náðst á eldinum.

Jens Heiðar Ragnarsson, slökkviliðsstjóri Akraness og Hvalfjarðarsveitar, segir það hafa hjálpað til að lítill vindur sé á svæðinu þar sem eldurinn brennur.

Hann segist telja að sinueldurinn spanni um það bil tvo ferkílómetra og að svolítil stjórn hafi náðst á honum þegar þetta er skrifað, um 22:30. Ekki megi þó mikið út af bregða.

Jens segir nokkra sinuelda hafa kviknað í sínu umdæmi á undanförnum dögum. Yfirleitt hafi þó náðst að grípa inn í tiltölulega fljótt. Þetta sé fyrsti eldurinn af einhverri stærð.

Minnst tveir gróðureldar hafa kviknað á höfuðborgarsvæðinu í dag.

Í síðustu viku sagði Jens í samtali við fréttastofu að búast megi við stórum gróðureldum ef þeir kvikni í þeim þurrki sem sé þessa dagana.

Fleiri en tuttugu slökkviliðsmenn eru að vinna í Hvalfirðinum.Aðsend

Tengdar fréttir

Lítill gróðureldur á Laugarnesi

Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins barst um klukkan sjö í kvöld tilkynning um gróðureldur á Laugarnesi. Einn bíll var sendur á vettvang og tók það skamman tíma að ná tökum á gróðureldinum.

Gróður­eldar loga í Breið­holti

Tveir eldar hafa kviknað í skóginum á milli Breiðholtsbrautar og Seljabrautar. Útkall barst slökkviliði um klukkan 16:45 í dag og segir varðstjóri að slökkvistarf gangi ágætlega.

Eldur kviknaði við höfnina á Akureyri

Eldur kviknaði um eittleytið á útisvæði við höfnina á Akureyri. Slökkviliðið var fljótt á vettvang og segir varðstjóri að greiðlega hafi gengið að slökkva eldinn. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.