Innlent

Eldur kviknaði við höfnina á Akureyri

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Myndin var tekin um fimm mínútur yfir eitt.
Myndin var tekin um fimm mínútur yfir eitt. Aðsend

Eldur kviknaði um eittleytið á útisvæði við höfnina á Akureyri. Slökkviliðið var fljótt á vettvang og segir varðstjóri að greiðlega hafi gengið að slökkva eldinn. 

Óljóst er um eldsupptök en eldurinn kviknaði utan dyra á svæði þar sem báta, kör og fleira er að finna.

Mikill reykur var við höfnina á Akureyri og dreif fjölda fólks að til að sjá hvað um væri að vera.

Fréttin hefur verið uppfærð.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.