Benzema í franska hópnum sem fer á EM Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. maí 2021 22:15 Karim Benzema er í franska hópnum sem fer á EM í sumar. AP/Bernat Armangue Franski landsliðshópurinn fyrir EM 2020 - sem fer þó fram í sumar - var tilkynntur í kvöld. Karim Benzema er í hópnum en hann hefur ekki leikið með franska landsliðinu síðan árið 2015. Benzema hefur verið hvergi sjáanlegur undanfarin ár er Frakkar nældu í silfur á EM í Frakklandi 2016 og svo gull á HM í Rússlandi tveimur árum síðar. Aðalástæða þess að hann hefur ekki verið valinn síðustu ár er þáttur hans í að fjárkúga Mathieu Valbuena, þáverandi félaga hans í landsliðinu, með hótunum um að birta kynlífsmyndband af Valbuena. Ekki hefur enn verið dæmt í málinu en franska landsliðið tók afstöðu með Valbuena. Það er þangað til nú. Didier Deschamps, þjálfari franska landsliðsins, vildi ekki gefa upp hvað fór milli hans og Benzema er þeir ræddu saman nýverið um mögulegt sæti hans í liðinu. Flest stærstu nöfn Frakklands eru í hópnum. Þar má nefna Hugo Lloris, Benjamin Pavard, Jules Kounde, Raphaël Varane, N‘Golo Kante, Paul Pogba, Kingsley Coman, Kylian Mbappé, Antoine Griezmann og Ousmane Dembélé. Hér að neðan má sjá mögulegt byrjunarlið Frakklands á EM í sumar og leikmannahópinn sem Didier Deschamps hefur úr að velja. OFFICIAL: France have announced their squad for the 2020 European Championship. #EURO2020 pic.twitter.com/qUHIeA9eWa— Squawka News (@SquawkaNews) May 18, 2021 Hinn 33 ára gamli Benzema hefur verið frábær í liði Real Madrid á leiktíðinni og er í raun eina ástæðan fyrir því að liðið á enn einhvern möguleika á að vinna La Liga, spænsku úrvalsdeildina. Hann hefur spilað 33 leiki og skorað 22 mörk ásamt því að leggja upp 8 til viðbótar í deildinni. Fótbolti EM 2020 í fótbolta Frakkland Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Fleiri fréttir Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Sjá meira
Benzema hefur verið hvergi sjáanlegur undanfarin ár er Frakkar nældu í silfur á EM í Frakklandi 2016 og svo gull á HM í Rússlandi tveimur árum síðar. Aðalástæða þess að hann hefur ekki verið valinn síðustu ár er þáttur hans í að fjárkúga Mathieu Valbuena, þáverandi félaga hans í landsliðinu, með hótunum um að birta kynlífsmyndband af Valbuena. Ekki hefur enn verið dæmt í málinu en franska landsliðið tók afstöðu með Valbuena. Það er þangað til nú. Didier Deschamps, þjálfari franska landsliðsins, vildi ekki gefa upp hvað fór milli hans og Benzema er þeir ræddu saman nýverið um mögulegt sæti hans í liðinu. Flest stærstu nöfn Frakklands eru í hópnum. Þar má nefna Hugo Lloris, Benjamin Pavard, Jules Kounde, Raphaël Varane, N‘Golo Kante, Paul Pogba, Kingsley Coman, Kylian Mbappé, Antoine Griezmann og Ousmane Dembélé. Hér að neðan má sjá mögulegt byrjunarlið Frakklands á EM í sumar og leikmannahópinn sem Didier Deschamps hefur úr að velja. OFFICIAL: France have announced their squad for the 2020 European Championship. #EURO2020 pic.twitter.com/qUHIeA9eWa— Squawka News (@SquawkaNews) May 18, 2021 Hinn 33 ára gamli Benzema hefur verið frábær í liði Real Madrid á leiktíðinni og er í raun eina ástæðan fyrir því að liðið á enn einhvern möguleika á að vinna La Liga, spænsku úrvalsdeildina. Hann hefur spilað 33 leiki og skorað 22 mörk ásamt því að leggja upp 8 til viðbótar í deildinni.
Fótbolti EM 2020 í fótbolta Frakkland Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Fleiri fréttir Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn