Þjóðargersemar þurfi að skila sér heim Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. maí 2021 15:53 Antony Blinken og Guðni Th. Jóhannesson í Hörpu í dag. Vísir/Vilhelm Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands segir Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna hafa haft gaman af því að fara yfir sameiginlega sögu Íslands og Bandaríkjanna á fundi þeirra í Hörpu í dag. Sagnfræðingurinn Guðni færði ráðherranum bókagjöf; bók eftir sjálfan sig. Forsetinn var þriðji í röðinni til að funda með Blinken sem áður hafði rætt við Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra. Blinken kom til landsins í gær en tilefnið er fundur Norðurskautsráðsins sem hefst á morgun auk þess sem hann mun funda með Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands. „Ég færði honum að gjöf bók sem heitir History of Iceland, ég skrifaði hana sjálfur,“ sagði Guðni á léttum nótum í samtali við Heimi Már Pétursson. „Ég vona að hann finni stund til að lesa hana.“ Viðtalið við Guðna í heild má sjá að neðan. Leiðtogar megi vera gagnrýnir Guðni sagðist hafa komist að því að Blinken væri með bakgrunn í heimi stjórnmálafræði. Sjálfur er Guðni með doktorsgráðu í sagnfræði og starfaði sem prófessor við Háskóla Íslands áður en hann var kjörinn forseti. „Við gátum spjallað um þann mun að vinna í háskólasamfélaginu, þar sem er frumskylda að vera gagnrýninn á stjórnvöld og spyrja álitinna spurninga. Og svo er maður eins og ég kominn í þá stöðu að vera í hlutverki þjóðhöfðingja þar sem er nánast skrifað í starfslýsingu að vera jákvæður og finna það sem sameinar þjóðina.“ Fánanir flottir í bakgrunni forsetans og ráðherrans í Hörpu.Vísir/Vilhelm Guðni sagðist hafa rætt þá hugmynd að fundin yrði leið fyrir leiðtoga að vera gagnrýnir, benda á það sem miður hefði farið í sögu þjóða en um leið horft fram á við. Blinken hafi tekið undir þetta. „Blessunarlega er svo miklu meira með okkar þjóð sem sameinar en sundrar.“ Mikilvægi radda smáþjóða Hægt væri að nota reynslu Íslands sem dæmi sem aðrar þjóðir gætu stuðst við og lært af. „Ég nefndi sem dæmi ágætan árangur okkar á sviði kynjajafnréttis þó enn sé verk að vinna.“ Þá hafi þeir verið sammála um mikilvægi þess að rödd smáþjóða heyrist. „Við getum leyft okkur að tala máli siðferðislegra sjónarmiða og áherslna. Ég held að risaveldi á borð við Bandaríkin hafi gott af því að smáríki eins og Ísland láti rödd sína heyrast.“ Gersemar skilir sér heim Þá hafi Guðni rætt framlag Íslendinga til heimsmenningarinnar sem liggi í sagnastarfinu, Íslendingasögunum. Rifjaði hann upp fögnuðuinn fyrir um hálfri öld þegar handritin komu heim. „Ég nefndi við hann að það er svo mikilvægt fyrir þjóðir heims að geta haft á eigin grundu verðmæti, dýrgripi og gersemar sem tilheyra þeim.“ Mikil öryggisgæsla er í kringum komu ráðherrans og þátttakenda í fundi Norðurskautsráðsins.Vísir/Vilhelm Hann teldi framfaraskref ef fleiri þjóðir gætu farið að fordæmi Dana og Íslendinga og samið um sanngjarna og réttláta skiptingu verðmæta af þessu tagi. Grænlendingar ráði för „Auðvitað er það svo að handritin áttu heima hér, eiga heima hér, en við getum um leið fallist á að til þess að sem flestir njóti þeirra geti hluti þeirra verið á erlendri grundu.“ Íslensk handrit má meðal annars finna í Library of Congress í Bandaríkjunum. Aðspurður hvort Guðni hefði óskað eftir að fá slík handrit heim svaraði Guðni neitandi. Það væri ekki í hans verkahring. „En almennt hygg ég að þetta sjónarmið þurfi að heyrast víða. Að verðmæti, hlutir, dýrmætar gersemar eigi ekki heima á erlendu safni heldur á þeim stað þar sem svoleiðis minjar vekja stolt með þjóðum.“ Þá lagði Guðni áherslu á mikilvægi þess að Grænlendingar fái að ákveða framtíð landsins sjálfir, en Blinken er á leið í heimsókn til Grænlands. Forseti Íslands Fundur Norðurskautsráðsins í Reykjavík Bandaríkin Handritasafn Árna Magnússonar Utanríkismál Íslensk fræði Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum Sjá meira
Forsetinn var þriðji í röðinni til að funda með Blinken sem áður hafði rætt við Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra. Blinken kom til landsins í gær en tilefnið er fundur Norðurskautsráðsins sem hefst á morgun auk þess sem hann mun funda með Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands. „Ég færði honum að gjöf bók sem heitir History of Iceland, ég skrifaði hana sjálfur,“ sagði Guðni á léttum nótum í samtali við Heimi Már Pétursson. „Ég vona að hann finni stund til að lesa hana.“ Viðtalið við Guðna í heild má sjá að neðan. Leiðtogar megi vera gagnrýnir Guðni sagðist hafa komist að því að Blinken væri með bakgrunn í heimi stjórnmálafræði. Sjálfur er Guðni með doktorsgráðu í sagnfræði og starfaði sem prófessor við Háskóla Íslands áður en hann var kjörinn forseti. „Við gátum spjallað um þann mun að vinna í háskólasamfélaginu, þar sem er frumskylda að vera gagnrýninn á stjórnvöld og spyrja álitinna spurninga. Og svo er maður eins og ég kominn í þá stöðu að vera í hlutverki þjóðhöfðingja þar sem er nánast skrifað í starfslýsingu að vera jákvæður og finna það sem sameinar þjóðina.“ Fánanir flottir í bakgrunni forsetans og ráðherrans í Hörpu.Vísir/Vilhelm Guðni sagðist hafa rætt þá hugmynd að fundin yrði leið fyrir leiðtoga að vera gagnrýnir, benda á það sem miður hefði farið í sögu þjóða en um leið horft fram á við. Blinken hafi tekið undir þetta. „Blessunarlega er svo miklu meira með okkar þjóð sem sameinar en sundrar.“ Mikilvægi radda smáþjóða Hægt væri að nota reynslu Íslands sem dæmi sem aðrar þjóðir gætu stuðst við og lært af. „Ég nefndi sem dæmi ágætan árangur okkar á sviði kynjajafnréttis þó enn sé verk að vinna.“ Þá hafi þeir verið sammála um mikilvægi þess að rödd smáþjóða heyrist. „Við getum leyft okkur að tala máli siðferðislegra sjónarmiða og áherslna. Ég held að risaveldi á borð við Bandaríkin hafi gott af því að smáríki eins og Ísland láti rödd sína heyrast.“ Gersemar skilir sér heim Þá hafi Guðni rætt framlag Íslendinga til heimsmenningarinnar sem liggi í sagnastarfinu, Íslendingasögunum. Rifjaði hann upp fögnuðuinn fyrir um hálfri öld þegar handritin komu heim. „Ég nefndi við hann að það er svo mikilvægt fyrir þjóðir heims að geta haft á eigin grundu verðmæti, dýrgripi og gersemar sem tilheyra þeim.“ Mikil öryggisgæsla er í kringum komu ráðherrans og þátttakenda í fundi Norðurskautsráðsins.Vísir/Vilhelm Hann teldi framfaraskref ef fleiri þjóðir gætu farið að fordæmi Dana og Íslendinga og samið um sanngjarna og réttláta skiptingu verðmæta af þessu tagi. Grænlendingar ráði för „Auðvitað er það svo að handritin áttu heima hér, eiga heima hér, en við getum um leið fallist á að til þess að sem flestir njóti þeirra geti hluti þeirra verið á erlendri grundu.“ Íslensk handrit má meðal annars finna í Library of Congress í Bandaríkjunum. Aðspurður hvort Guðni hefði óskað eftir að fá slík handrit heim svaraði Guðni neitandi. Það væri ekki í hans verkahring. „En almennt hygg ég að þetta sjónarmið þurfi að heyrast víða. Að verðmæti, hlutir, dýrmætar gersemar eigi ekki heima á erlendu safni heldur á þeim stað þar sem svoleiðis minjar vekja stolt með þjóðum.“ Þá lagði Guðni áherslu á mikilvægi þess að Grænlendingar fái að ákveða framtíð landsins sjálfir, en Blinken er á leið í heimsókn til Grænlands.
Forseti Íslands Fundur Norðurskautsráðsins í Reykjavík Bandaríkin Handritasafn Árna Magnússonar Utanríkismál Íslensk fræði Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum Sjá meira