Innlent

Bein út­sending: Nýr vefur sýslu­manna

Atli Ísleifsson skrifar
Andri Heiðar Kristinsson, framkvæmdastjóri Stafræns Íslands og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra munu meðal annars halda tölu.
Andri Heiðar Kristinsson, framkvæmdastjóri Stafræns Íslands og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra munu meðal annars halda tölu. Vísir/Vilhelm

Ný þjónusta sýslumanna sem framvegis verður á Ísland.is verður kynntur í beinni útseningu á fundi fjármálaráðuneytisins og Stafræns Íslands sem hefst núna klukkan 11:30.

Í tilkynningu segir að á nýjum vef verði höfuðáhersla lögð á að veita almenningi skýrar og greinargóðar upplýsingar og spara tíma með aukinni sjálfsafgreiðslu erinda.

Á fundinum verða Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, sem opnar vefinn, Kristín Þórðardóttir formaður Sýslumannaráðs og sýslumaður á Suðurlandi, sem kynnir aukna stafræna þjónustu sýslumanna og Andri Heiðar Kristinsson framkvæmdastjóri Stafræns Íslands, sem fer yfir framtíðarstefnu Ísland.is.

Hægt er að fylgjast með útsendingunni í spilaranum að neðan. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×