Heilu fjölskyldurnar sagðar hafa þurrkast út Samúel Karl Ólason skrifar 18. maí 2021 09:37 Heilt yfir hafa rúmlega 25 milljónir manna smitast af Covid-19 á Indlandi og nærri því 280 þúsund hafa dáið, svo vitað sé. AP/Anupam Nath Yfirvöld á Indlandi opinberuðu í morgun metfjölda látinna, þó nýsmituðum fari fækkandi. 4.329 ný dauðsföll voru tilkynnt og rúmlega 260 þúsund nýsmitaðir. Covid-19 herjar nú á dreifðari byggðir landsins þar sem aðgengi að heilbrigðisþjónustu getur verið takmarkað. Heilt yfir hafa rúmlega 25 milljónir manna smitast af Covid-19 á Indlandi og nærri því 280 þúsund hafa dáið, svo vitað sé. Sérfræðinga grunar að tölurnar séu í raun mun hærri. Sérfræðingur sem AP fréttaveitan ræddi við sagði að undanförnum mánuði hefðu tilfelli rúmlega þrefaldast og dauðsföll sexfaldast. Skimun við Covid-19 hefði þó einungis aukist um sextíu prósent. Eftir að hafa vakið gífurlegan usla í borgum Indlands er veiran nú sögð herja á dreifðari byggðir, þar sem aðgengi að heilbrigðisþjónustu getur verið mjög takmarkað. Meirihluti íbúa veikur Í þorpinu Basi, sem er skammt frá Nýju-Delí, höfuðborg Indlands, búa til að mynda um 5.400 manns. Times of India segir að um þrír fjórðu íbúa þorpsins séu veikir og minnst þrjátíu hafi dáið á undanförnum þremur vikum. Þá er þar engin heilbrigðisþjónusta og íbúar segja fólk vera að deyja vegna þess það hafi ekki aðgang að súrefni til að gefa alvarlega veikum. Reynt sé að flytja þá á sjúkrahús en það geti tekið allt að fjóra tíma og margir hafi ekki náð þangað í tæka tíð. TOI segir sambærilegt ástand í þorpum víðsvegar um landið, þar sem Covid-19 hafi þurrkað út heilu fjölskyldurnar. Miðillinn ræddi við embættismenn og íbúa víða um landið og margir sögðu umfang faraldursins á Indlandi enn meira en opinberar tölur segi til um. Þá hafi byggst upp reiði í garð yfirvalda á Indlandi, bæði í garð ríkisstjórnar Narendra Modi og í garð héraðsyfirvalda. Níutíu saknað Rúmlega níutíu manna er saknað eftir að fellibylurinn Tauktae gekk á land á Indlandi í gær og prammi sökk undan ströndum borgarinnar Mumbaí. Floti Indlands segir 177 hafa verið bjargað en um 270 manns hafi verið um borð í prammanum. Í frétt BBC segir að minnst tólf hafi látið lífið vegna óveðursins á Indlandi. Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tauktae gengur á land í miðjum kórónuveirufaraldri Íbúar í Gujarat héraði á Indlandi búa sig nú undir fellibylinn Tauktae en sérfræðingar telja að um sé að ræða mesta óveður sem gengið hefur yfir svæðið síðan 1998. 17. maí 2021 07:05 Bóluefni virki gegn indverska afbrigðinu Fyrstu niðurstöður rannsókna benda til þess að bóluefni virki gegn indverska afbrigði kórónuveirunnar. Þetta sagði Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands, þar sem indverska afbrigði veirunnar hefur verið að sækja í sig veðrið. 16. maí 2021 20:00 Gagnrýna Boris fyrir að hafa ekki lokað fyrr á Indland Stjórnarandstaðan í Bretlandi er reið Boris Johnson forsætisráðherra fyrir að hafa ekki lokað á ferðalög frá Indlandi til Bretlands fyrr. Afbrigði Covid-19 sem greindist fyrst á Indlandi hefur greinst í nokkru magni á Bretlandseyjum. Sérfræðingar óttast að slaka á á sóttvörnum á Bretlandi á morgun. 16. maí 2021 10:21 Tilfellum fækkar á Indlandi en fjöldi látinna enn hár Yfirvöld á Indlandi skráðu rúmlega fjögur þúsund dauðsföll vegna Covid-19 í morgun og höfðu 311.170 greinst smitaðir á undanförnum degi. Þetta er þriðji dagurinn í röð sem dauðsföllum fækkar samkvæmt opinberum tölum og fjöldi nýsmitaðra hefur ekki verið lægri í rúmar þrjár vikur. 16. maí 2021 08:38 Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Heilt yfir hafa rúmlega 25 milljónir manna smitast af Covid-19 á Indlandi og nærri því 280 þúsund hafa dáið, svo vitað sé. Sérfræðinga grunar að tölurnar séu í raun mun hærri. Sérfræðingur sem AP fréttaveitan ræddi við sagði að undanförnum mánuði hefðu tilfelli rúmlega þrefaldast og dauðsföll sexfaldast. Skimun við Covid-19 hefði þó einungis aukist um sextíu prósent. Eftir að hafa vakið gífurlegan usla í borgum Indlands er veiran nú sögð herja á dreifðari byggðir, þar sem aðgengi að heilbrigðisþjónustu getur verið mjög takmarkað. Meirihluti íbúa veikur Í þorpinu Basi, sem er skammt frá Nýju-Delí, höfuðborg Indlands, búa til að mynda um 5.400 manns. Times of India segir að um þrír fjórðu íbúa þorpsins séu veikir og minnst þrjátíu hafi dáið á undanförnum þremur vikum. Þá er þar engin heilbrigðisþjónusta og íbúar segja fólk vera að deyja vegna þess það hafi ekki aðgang að súrefni til að gefa alvarlega veikum. Reynt sé að flytja þá á sjúkrahús en það geti tekið allt að fjóra tíma og margir hafi ekki náð þangað í tæka tíð. TOI segir sambærilegt ástand í þorpum víðsvegar um landið, þar sem Covid-19 hafi þurrkað út heilu fjölskyldurnar. Miðillinn ræddi við embættismenn og íbúa víða um landið og margir sögðu umfang faraldursins á Indlandi enn meira en opinberar tölur segi til um. Þá hafi byggst upp reiði í garð yfirvalda á Indlandi, bæði í garð ríkisstjórnar Narendra Modi og í garð héraðsyfirvalda. Níutíu saknað Rúmlega níutíu manna er saknað eftir að fellibylurinn Tauktae gekk á land á Indlandi í gær og prammi sökk undan ströndum borgarinnar Mumbaí. Floti Indlands segir 177 hafa verið bjargað en um 270 manns hafi verið um borð í prammanum. Í frétt BBC segir að minnst tólf hafi látið lífið vegna óveðursins á Indlandi.
Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tauktae gengur á land í miðjum kórónuveirufaraldri Íbúar í Gujarat héraði á Indlandi búa sig nú undir fellibylinn Tauktae en sérfræðingar telja að um sé að ræða mesta óveður sem gengið hefur yfir svæðið síðan 1998. 17. maí 2021 07:05 Bóluefni virki gegn indverska afbrigðinu Fyrstu niðurstöður rannsókna benda til þess að bóluefni virki gegn indverska afbrigði kórónuveirunnar. Þetta sagði Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands, þar sem indverska afbrigði veirunnar hefur verið að sækja í sig veðrið. 16. maí 2021 20:00 Gagnrýna Boris fyrir að hafa ekki lokað fyrr á Indland Stjórnarandstaðan í Bretlandi er reið Boris Johnson forsætisráðherra fyrir að hafa ekki lokað á ferðalög frá Indlandi til Bretlands fyrr. Afbrigði Covid-19 sem greindist fyrst á Indlandi hefur greinst í nokkru magni á Bretlandseyjum. Sérfræðingar óttast að slaka á á sóttvörnum á Bretlandi á morgun. 16. maí 2021 10:21 Tilfellum fækkar á Indlandi en fjöldi látinna enn hár Yfirvöld á Indlandi skráðu rúmlega fjögur þúsund dauðsföll vegna Covid-19 í morgun og höfðu 311.170 greinst smitaðir á undanförnum degi. Þetta er þriðji dagurinn í röð sem dauðsföllum fækkar samkvæmt opinberum tölum og fjöldi nýsmitaðra hefur ekki verið lægri í rúmar þrjár vikur. 16. maí 2021 08:38 Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Tauktae gengur á land í miðjum kórónuveirufaraldri Íbúar í Gujarat héraði á Indlandi búa sig nú undir fellibylinn Tauktae en sérfræðingar telja að um sé að ræða mesta óveður sem gengið hefur yfir svæðið síðan 1998. 17. maí 2021 07:05
Bóluefni virki gegn indverska afbrigðinu Fyrstu niðurstöður rannsókna benda til þess að bóluefni virki gegn indverska afbrigði kórónuveirunnar. Þetta sagði Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands, þar sem indverska afbrigði veirunnar hefur verið að sækja í sig veðrið. 16. maí 2021 20:00
Gagnrýna Boris fyrir að hafa ekki lokað fyrr á Indland Stjórnarandstaðan í Bretlandi er reið Boris Johnson forsætisráðherra fyrir að hafa ekki lokað á ferðalög frá Indlandi til Bretlands fyrr. Afbrigði Covid-19 sem greindist fyrst á Indlandi hefur greinst í nokkru magni á Bretlandseyjum. Sérfræðingar óttast að slaka á á sóttvörnum á Bretlandi á morgun. 16. maí 2021 10:21
Tilfellum fækkar á Indlandi en fjöldi látinna enn hár Yfirvöld á Indlandi skráðu rúmlega fjögur þúsund dauðsföll vegna Covid-19 í morgun og höfðu 311.170 greinst smitaðir á undanförnum degi. Þetta er þriðji dagurinn í röð sem dauðsföllum fækkar samkvæmt opinberum tölum og fjöldi nýsmitaðra hefur ekki verið lægri í rúmar þrjár vikur. 16. maí 2021 08:38