Föngum gert að velja á milli aftökusveitar eða rafmagnsstóls Kjartan Kjartansson skrifar 17. maí 2021 15:52 Rafmagnsstóll Suður-Karólínu í Columbus. Hann gæti bráðlega verið tekinn í notkun eftir nokkuð hlé. AP/Kinard Lisbon/Fangelsismálastjórn Suður-Karólínu Ríkisstjóri Suður-Karólínu í Bandaríkjunum staðfesti lög sem gera föngum á dauðadeild að velja á milli þess að vera teknir af lífi fyrir aftökusveit eða í rafmagnsstól. Lögunum er ætlað að koma aftökum fanga aftur af stað en þær hafa stöðvast vegna skorts á lyfjum sem eru notaðar í banvænar sprautur. Lyfjagjöf verður áfram aðalaftökuaðferðin í Suður-Karólínu en séu lyfin ekki til verða fangelsisyfirvöld að notast við nýstofnaða aftökusveit ríkisins eða rafmagnsstólinn. Fyrri lög gerðu ráð fyrir að fangar væru teknir af lífi með banvænni sprautu vildu þeir ekki fara í rafmagnsstólinn. Þrír fangar sem voru dæmdir til dauða og kusu lyfin fram yfir rafmagnsstólinn íhuga nú að skjóta nýju lögunum til dómstóla. Suður-Karólína var áður eitt refsiglaðasta ríki Bandaríkjanna þegar kom að dauðarefsingum. Í seinni tíð hafa lyfjafyrirtæki þó verið treg til að selja ríkjum lyf til að nota við aftökur. Síðustu skammtarnir sem Suður-Karólína átt af aftökulyfjunum rann út árið 2013 og enginn hefur verið tekinn af lífi þar frá árinu 2010. Repúblikanar sem fara með meirihluta á ríkisþinginu samþykktu því að stofna aftökusveit og breyta lögum um aftökur til þess að geta byrja að taka fanga af lífi á ný. Henry McMaster, ríkisstjóri og repúblikani, skrifaði undir lögin á föstudag. AP-fréttastofan segir að af tæplega fimmtíu nýsamþykktum lögum sem bárust á borð McMaster hafi hann kosið að staðfesta þessi fyrst. Fangelsisyfirvöld eru sögð tilbúin með rafmagnsstólinn til notkunar en enn er verið að kanna hvernig önnur ríki útfæra aftökur með aftökusveit. Mississippi, Oklahoma og Utah leyfa öll að aftökusveit skjóti fanga til bana. Stuðningsmenn laganna segja að dauðarefsingar séu löglegar í Suður-Karólínu og yfirvöld skuldi aðstandendum fórnarlamba að fullnusta þær refsingar. Lögmenn þriggja fanga sem eiga dauðarefsingu yfir höfði sér benda aftur á móti á að aftökur með lyfjagjöf hafi verið teknar upp þar sem þær voru taldar mannúðlegri en rafmagnsstóllinn. Með lögunum taki Suður-Karólína skref aftur til fortíðar. Af þeim 37 föngum sem eru á dauðadeild í Suður-Karólínu eru nítján svartir. Mannréttindasamtök benda á að dauðarefsingum hafi verið beitt á rasískan og gerræðislegan hátt í ríkinu í gegnum tíðina. Benda þau á mál Georges Stinney, fjórtán ára gamals drengs, sem var tekinn af lífi rafmagnsstól fyrir að hafa drepið tvær hvítar stúlkur árið 1944. Stinney var yngsti fanginn sem var tekinn af lífi í Bandaríkjunum á 20. öldinni en réttarhöldin yfir honum tóku einn dag. Dómari ógildi sakfellingu Stinney árið 2014. Bandaríkin Dauðarefsingar Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Fleiri fréttir Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Sjá meira
Lyfjagjöf verður áfram aðalaftökuaðferðin í Suður-Karólínu en séu lyfin ekki til verða fangelsisyfirvöld að notast við nýstofnaða aftökusveit ríkisins eða rafmagnsstólinn. Fyrri lög gerðu ráð fyrir að fangar væru teknir af lífi með banvænni sprautu vildu þeir ekki fara í rafmagnsstólinn. Þrír fangar sem voru dæmdir til dauða og kusu lyfin fram yfir rafmagnsstólinn íhuga nú að skjóta nýju lögunum til dómstóla. Suður-Karólína var áður eitt refsiglaðasta ríki Bandaríkjanna þegar kom að dauðarefsingum. Í seinni tíð hafa lyfjafyrirtæki þó verið treg til að selja ríkjum lyf til að nota við aftökur. Síðustu skammtarnir sem Suður-Karólína átt af aftökulyfjunum rann út árið 2013 og enginn hefur verið tekinn af lífi þar frá árinu 2010. Repúblikanar sem fara með meirihluta á ríkisþinginu samþykktu því að stofna aftökusveit og breyta lögum um aftökur til þess að geta byrja að taka fanga af lífi á ný. Henry McMaster, ríkisstjóri og repúblikani, skrifaði undir lögin á föstudag. AP-fréttastofan segir að af tæplega fimmtíu nýsamþykktum lögum sem bárust á borð McMaster hafi hann kosið að staðfesta þessi fyrst. Fangelsisyfirvöld eru sögð tilbúin með rafmagnsstólinn til notkunar en enn er verið að kanna hvernig önnur ríki útfæra aftökur með aftökusveit. Mississippi, Oklahoma og Utah leyfa öll að aftökusveit skjóti fanga til bana. Stuðningsmenn laganna segja að dauðarefsingar séu löglegar í Suður-Karólínu og yfirvöld skuldi aðstandendum fórnarlamba að fullnusta þær refsingar. Lögmenn þriggja fanga sem eiga dauðarefsingu yfir höfði sér benda aftur á móti á að aftökur með lyfjagjöf hafi verið teknar upp þar sem þær voru taldar mannúðlegri en rafmagnsstóllinn. Með lögunum taki Suður-Karólína skref aftur til fortíðar. Af þeim 37 föngum sem eru á dauðadeild í Suður-Karólínu eru nítján svartir. Mannréttindasamtök benda á að dauðarefsingum hafi verið beitt á rasískan og gerræðislegan hátt í ríkinu í gegnum tíðina. Benda þau á mál Georges Stinney, fjórtán ára gamals drengs, sem var tekinn af lífi rafmagnsstól fyrir að hafa drepið tvær hvítar stúlkur árið 1944. Stinney var yngsti fanginn sem var tekinn af lífi í Bandaríkjunum á 20. öldinni en réttarhöldin yfir honum tóku einn dag. Dómari ógildi sakfellingu Stinney árið 2014.
Bandaríkin Dauðarefsingar Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Fleiri fréttir Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Sjá meira