Föngum gert að velja á milli aftökusveitar eða rafmagnsstóls Kjartan Kjartansson skrifar 17. maí 2021 15:52 Rafmagnsstóll Suður-Karólínu í Columbus. Hann gæti bráðlega verið tekinn í notkun eftir nokkuð hlé. AP/Kinard Lisbon/Fangelsismálastjórn Suður-Karólínu Ríkisstjóri Suður-Karólínu í Bandaríkjunum staðfesti lög sem gera föngum á dauðadeild að velja á milli þess að vera teknir af lífi fyrir aftökusveit eða í rafmagnsstól. Lögunum er ætlað að koma aftökum fanga aftur af stað en þær hafa stöðvast vegna skorts á lyfjum sem eru notaðar í banvænar sprautur. Lyfjagjöf verður áfram aðalaftökuaðferðin í Suður-Karólínu en séu lyfin ekki til verða fangelsisyfirvöld að notast við nýstofnaða aftökusveit ríkisins eða rafmagnsstólinn. Fyrri lög gerðu ráð fyrir að fangar væru teknir af lífi með banvænni sprautu vildu þeir ekki fara í rafmagnsstólinn. Þrír fangar sem voru dæmdir til dauða og kusu lyfin fram yfir rafmagnsstólinn íhuga nú að skjóta nýju lögunum til dómstóla. Suður-Karólína var áður eitt refsiglaðasta ríki Bandaríkjanna þegar kom að dauðarefsingum. Í seinni tíð hafa lyfjafyrirtæki þó verið treg til að selja ríkjum lyf til að nota við aftökur. Síðustu skammtarnir sem Suður-Karólína átt af aftökulyfjunum rann út árið 2013 og enginn hefur verið tekinn af lífi þar frá árinu 2010. Repúblikanar sem fara með meirihluta á ríkisþinginu samþykktu því að stofna aftökusveit og breyta lögum um aftökur til þess að geta byrja að taka fanga af lífi á ný. Henry McMaster, ríkisstjóri og repúblikani, skrifaði undir lögin á föstudag. AP-fréttastofan segir að af tæplega fimmtíu nýsamþykktum lögum sem bárust á borð McMaster hafi hann kosið að staðfesta þessi fyrst. Fangelsisyfirvöld eru sögð tilbúin með rafmagnsstólinn til notkunar en enn er verið að kanna hvernig önnur ríki útfæra aftökur með aftökusveit. Mississippi, Oklahoma og Utah leyfa öll að aftökusveit skjóti fanga til bana. Stuðningsmenn laganna segja að dauðarefsingar séu löglegar í Suður-Karólínu og yfirvöld skuldi aðstandendum fórnarlamba að fullnusta þær refsingar. Lögmenn þriggja fanga sem eiga dauðarefsingu yfir höfði sér benda aftur á móti á að aftökur með lyfjagjöf hafi verið teknar upp þar sem þær voru taldar mannúðlegri en rafmagnsstóllinn. Með lögunum taki Suður-Karólína skref aftur til fortíðar. Af þeim 37 föngum sem eru á dauðadeild í Suður-Karólínu eru nítján svartir. Mannréttindasamtök benda á að dauðarefsingum hafi verið beitt á rasískan og gerræðislegan hátt í ríkinu í gegnum tíðina. Benda þau á mál Georges Stinney, fjórtán ára gamals drengs, sem var tekinn af lífi rafmagnsstól fyrir að hafa drepið tvær hvítar stúlkur árið 1944. Stinney var yngsti fanginn sem var tekinn af lífi í Bandaríkjunum á 20. öldinni en réttarhöldin yfir honum tóku einn dag. Dómari ógildi sakfellingu Stinney árið 2014. Bandaríkin Dauðarefsingar Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira
Lyfjagjöf verður áfram aðalaftökuaðferðin í Suður-Karólínu en séu lyfin ekki til verða fangelsisyfirvöld að notast við nýstofnaða aftökusveit ríkisins eða rafmagnsstólinn. Fyrri lög gerðu ráð fyrir að fangar væru teknir af lífi með banvænni sprautu vildu þeir ekki fara í rafmagnsstólinn. Þrír fangar sem voru dæmdir til dauða og kusu lyfin fram yfir rafmagnsstólinn íhuga nú að skjóta nýju lögunum til dómstóla. Suður-Karólína var áður eitt refsiglaðasta ríki Bandaríkjanna þegar kom að dauðarefsingum. Í seinni tíð hafa lyfjafyrirtæki þó verið treg til að selja ríkjum lyf til að nota við aftökur. Síðustu skammtarnir sem Suður-Karólína átt af aftökulyfjunum rann út árið 2013 og enginn hefur verið tekinn af lífi þar frá árinu 2010. Repúblikanar sem fara með meirihluta á ríkisþinginu samþykktu því að stofna aftökusveit og breyta lögum um aftökur til þess að geta byrja að taka fanga af lífi á ný. Henry McMaster, ríkisstjóri og repúblikani, skrifaði undir lögin á föstudag. AP-fréttastofan segir að af tæplega fimmtíu nýsamþykktum lögum sem bárust á borð McMaster hafi hann kosið að staðfesta þessi fyrst. Fangelsisyfirvöld eru sögð tilbúin með rafmagnsstólinn til notkunar en enn er verið að kanna hvernig önnur ríki útfæra aftökur með aftökusveit. Mississippi, Oklahoma og Utah leyfa öll að aftökusveit skjóti fanga til bana. Stuðningsmenn laganna segja að dauðarefsingar séu löglegar í Suður-Karólínu og yfirvöld skuldi aðstandendum fórnarlamba að fullnusta þær refsingar. Lögmenn þriggja fanga sem eiga dauðarefsingu yfir höfði sér benda aftur á móti á að aftökur með lyfjagjöf hafi verið teknar upp þar sem þær voru taldar mannúðlegri en rafmagnsstóllinn. Með lögunum taki Suður-Karólína skref aftur til fortíðar. Af þeim 37 föngum sem eru á dauðadeild í Suður-Karólínu eru nítján svartir. Mannréttindasamtök benda á að dauðarefsingum hafi verið beitt á rasískan og gerræðislegan hátt í ríkinu í gegnum tíðina. Benda þau á mál Georges Stinney, fjórtán ára gamals drengs, sem var tekinn af lífi rafmagnsstól fyrir að hafa drepið tvær hvítar stúlkur árið 1944. Stinney var yngsti fanginn sem var tekinn af lífi í Bandaríkjunum á 20. öldinni en réttarhöldin yfir honum tóku einn dag. Dómari ógildi sakfellingu Stinney árið 2014.
Bandaríkin Dauðarefsingar Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira