Lífið

Réttir fyrir tvo á undir þúsund krónur

Stefán Árni Pálsson skrifar
Áslaug og Sverrir gáfu út matreiðslubók á dögunum. 
Áslaug og Sverrir gáfu út matreiðslubók á dögunum. 

Þegar athafnakonan Áslaug Harðardóttir missti vinnuna í ferðabransanum vegna útbreiðslu kórónuveirunnar dó hún ekki ráðalaus og lét gamlan draum rætast.

Áslaug gaf út, ásamt eiginmanni sínum Sverri Björnssyni auglýsingastjóra, bók með girnilegum mataruppskriftum þar sem rétturinn fyrir tvo kostar aldrei meira en þúsund krónur.

Sumir réttir kosta til að mynda rúmlega fjögur hundruð krónur. Vala Matt fór fyrir Ísland í dag og heimsótti hjónin í ný uppgerða íbúð þeirra í Garðabænum þar sem þau eru með útsýni að eldgosinu.

Vala fékk að smakka dásamlega ódýra rétti hjá Áslaugu og einnig fékk hún að sjá hvernig hægt er að matreiða dýrindis pastarétt með risarækjum á mjög ódýran hátt, á undir þúsund krónur fyrir tvo.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×