Fótbolti

Lil­le í bíl­stjóra­sætinu fyrir loka­um­ferðina

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
PSG vann 4-0 sigur í kvöld en þurfa enn að treysta á tap eða jafntefli hjá Lille í lokaumferðinni.
PSG vann 4-0 sigur í kvöld en þurfa enn að treysta á tap eða jafntefli hjá Lille í lokaumferðinni. EPA-EFE/CHRISTOPHE PETIT TESSON

Næstsíðasta umferð frönsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu fór fram í kvöld. Þrátt fyrir 4-0 sigur París Saint-Germain þá er það Lille sem er í bílstjórasætinu fyrir lokaumferð deildarinnar.

PSG vann Reims auðveldlega í kvöld. Yunis Abdelhamid fékk rautt spjald í liði Reims á 10. mínútu og þremur mínútum síðar kom Neymar heimamönnum yfir með marki úr vítaspyrnu. Kylian Mbappé bætti við öðru marki PSG um miðbik fyrri hálfleiks.

Staðan 2-0 í hálfleik. Marquinhos bætti við þriðja markinu á 68. mínútu og Moise Kean skoraði fjórða markið undir lok leiks. Lokatölur 4-0.

Lille náði aðeins markalausu jafntefli gegn Saint-Etienne en heldur þó toppsæti deildarinnar fyrir lokaumferðina. Lille með 80 stig en PSG með 79 stig.

Lokaumferðin fer fram 23. maí. Lille heimsækir Angers á meðan PSG heimsækir Brest.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×