Ekkert landgræðsluflug lengur á Íslandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. maí 2021 12:32 Sveinn Runólfsson, fyrrverandi landgræðslustjóri og Páll Halldórsson, flugmaður með nýju bókina sína á milli sín, sem heitir „Landgræðsluflugið - Endurheimt landgæða með eins hreyfils flugvélum.“ Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikið frumkvöðulsstarf var unnið á sviði landgræðslu með eins hreyfils flugvélum á árunum 1958 til 1992 þar sem flugvélarnar fóru um landið og dreifðu áburði og fræi. Í dag er ekkert landgræðsluflug stundað á Íslandi. Mjög mikilvægt frumkvöðulsstarf Landgræðslunnar og flugmanna hennar fór fram á 34 ára tímabili við endurheimt landgæða sem fram fór með eins hreyfils flugvélum á árunum 1958 til 1992. Flogið var vítt og breytt um landið og áburði og fræi dreift úr lofti í þeim tilgangi að græða landið. Sveinn Runólfsson, sem var landgræðslustjóri í 44 ára og Páll Halldórsson, sem var flugmaður í landgræðslufluginu voru að gefa út bók um þetta merkilega starf Landgræðslunnar í þeim tilgangi að varðveita söguna. Bókin heitir; „ Landgræðsluflugið - Endurheimt landgæða með eins hreyfils flugvélum. Sveinn segir flugið hafa verið mjög merkilegan þátt í íslenskri flugsögu og verðmæt framlag til sögu landgræðslu. „Þetta var gríðarleg bylting á sínum tíma, 1958 þegar þetta starf með eins hreyfils flugvélunum hófst. Þá voru dráttarvélar og áburðadreifarar þeirra tíma mjög lítil tæki og komust lítt út fyrir túnin og lítið um erfiðara land, hraun og þess háttar, þannig að þetta gaf tækifæri á að takast á við miklu erfiðari svæði og miklu stærri svæði með margföldum afköstum,“ segir Sveinn og bætir strax við. Sveinn og Páll hafa fengið mjög góðar viðtökur við nýju bókinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það var svo mikið atriði líka að það væri ekki flogið langt með áburðinn og fræðið, farmurinn var ekki nema 300 kíló á fyrstu flugvélunum og þess vegna var nú verið að freistast til að lenda á stöðum sem engum myndi detta í hug að lenda á í dag.“ Páll segir að landgræðsluflugið hafi verið ótrúlega skemmtilegt og gefandi. „Ég held að þetta hafi verið eitt af því skemmtilegasta sem ég hef gert á mínum flugferli. Þetta var náttúrulega bara eitt ævintýri fyrir svona ungan mann og þá sérstaklega eins og ég hef stundum sagt, að fá borgað fyrir að fljúga lágflug, sem var náttúrlega algjörlega bannað,“ segir Páll. Sveinn segir að ekkert landgræðsluflug sé stundað í dag. „Nei,það er ekki og ég sé ekki að það verði, því miður.“ Páll segist vilja sjá landgræðsluflugið fara aftur á stað hjá Landgræðslunni. „Já, eg myndi gjarnan vilja það en ég hef bara ekkert um það að segja, því miður.“ Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Sjá meira
Mjög mikilvægt frumkvöðulsstarf Landgræðslunnar og flugmanna hennar fór fram á 34 ára tímabili við endurheimt landgæða sem fram fór með eins hreyfils flugvélum á árunum 1958 til 1992. Flogið var vítt og breytt um landið og áburði og fræi dreift úr lofti í þeim tilgangi að græða landið. Sveinn Runólfsson, sem var landgræðslustjóri í 44 ára og Páll Halldórsson, sem var flugmaður í landgræðslufluginu voru að gefa út bók um þetta merkilega starf Landgræðslunnar í þeim tilgangi að varðveita söguna. Bókin heitir; „ Landgræðsluflugið - Endurheimt landgæða með eins hreyfils flugvélum. Sveinn segir flugið hafa verið mjög merkilegan þátt í íslenskri flugsögu og verðmæt framlag til sögu landgræðslu. „Þetta var gríðarleg bylting á sínum tíma, 1958 þegar þetta starf með eins hreyfils flugvélunum hófst. Þá voru dráttarvélar og áburðadreifarar þeirra tíma mjög lítil tæki og komust lítt út fyrir túnin og lítið um erfiðara land, hraun og þess háttar, þannig að þetta gaf tækifæri á að takast á við miklu erfiðari svæði og miklu stærri svæði með margföldum afköstum,“ segir Sveinn og bætir strax við. Sveinn og Páll hafa fengið mjög góðar viðtökur við nýju bókinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það var svo mikið atriði líka að það væri ekki flogið langt með áburðinn og fræðið, farmurinn var ekki nema 300 kíló á fyrstu flugvélunum og þess vegna var nú verið að freistast til að lenda á stöðum sem engum myndi detta í hug að lenda á í dag.“ Páll segir að landgræðsluflugið hafi verið ótrúlega skemmtilegt og gefandi. „Ég held að þetta hafi verið eitt af því skemmtilegasta sem ég hef gert á mínum flugferli. Þetta var náttúrulega bara eitt ævintýri fyrir svona ungan mann og þá sérstaklega eins og ég hef stundum sagt, að fá borgað fyrir að fljúga lágflug, sem var náttúrlega algjörlega bannað,“ segir Páll. Sveinn segir að ekkert landgræðsluflug sé stundað í dag. „Nei,það er ekki og ég sé ekki að það verði, því miður.“ Páll segist vilja sjá landgræðsluflugið fara aftur á stað hjá Landgræðslunni. „Já, eg myndi gjarnan vilja það en ég hef bara ekkert um það að segja, því miður.“
Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Sjá meira