Innlent

Reglur brotnar á fjórum veitingahúsum

Samúel Karl Ólason skrifar
Lögregluþjónar fóru í göngueftirlit í miðbænum í gærkvöldi.
Lögregluþjónar fóru í göngueftirlit í miðbænum í gærkvöldi. Vísir/Vilhelm

Lögregluþjónar könnuðu sóttvarnir og leyfi á 39 veitingastöðum í miðbænum í gærkvöldi. Þar kom í ljós að á fjórum stöðum var tveggja metra reglan ekki virt, ekki bókhald yfir viðskiptavini eða enginn listi yfir starfsmenn.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.

Þar kemur einnig fram að tvö rafhlaupahjólaslys hafi verið tilkynnt í gærkvöldi og í nótt. Í fyrra skiptið við Fossvog, skömmu fyrir klukkan ellefu. Þar hafði maður fallið af rafhlaupahjóli og fengið skurð á nef sem fylgdi mikil blæðing.

Sá var fluttur með sjúkrabíl til aðhlynningar.

Seinna atvikið átti sér stað á fjórða tímanum nótt. Í dagbók lögreglu segir að maður sem hafi verið sjáanlega ölvaður hafi dottið og fengið skurð á höku og áverka á úlnlið, sem hann taldi vera brotinn. Hann var einnig fluttur með sjúkrabíl til aðhlynningar.

Lögreglunni barst einnig tilkynning um líkamsárás í miðbænum í gærkvöldi. Árásarmaðurinn var gómaður á vettvangi og viðurkenndi hann brotið.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.