Innlent

Frið­jón í framboð

Atli Ísleifsson skrifar
Friðjón Friðjónsson hefur lengi verið starfandi innan Sjálfstæðisflokksins.
Friðjón Friðjónsson hefur lengi verið starfandi innan Sjálfstæðisflokksins. KOM

Friðjón Friðjónsson, eigandi KOM, hefur tilkynnt að hann sækist eftir fjórða sætinu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem fram fer dagana 4, og 5. júní næstkomandi.

Friðjón greinir frá þessu í viðtali við Fréttablaðið í morgun. Á Facebook-síðu sinni segir hann að það sé kannski eitthvað í eðli hans sem geri það að verkum að þegar hann gangi fram á djúpa laug vilji hann stökkva út í. „Hér er ein og skal viðurkennast að fyrirvarinn var ekki langur.“

Friðjón hefur lengi verið starfandi innan Sjálfstæðisflokksins, en framboðsfrestur í prófkjörinu rennur út í dag og hafa nú níu tilkynnt um þátttöku.

Hann segist vilja beita sér sérstaklega fyrir því að bæta starfsumhverfi lítilla fyrirtækja.

„En mig langar til að verða landi og þjóð að gagni. Eins og ég segi í þessu viðtali þá þekki ég margt í umhverfi lítilla fyrirtækja sem betur mætti fara. Regluverk má einfalda, gera kröfu um skynsemi en ekki stífni af hálfu opinberra aðila og ég held að þingið hefði ágætt af því að fá inn fleiri sem hafa reynslu af því að borga laun og bera þannig ábyrgð. Meira um það og fleira síðar,“ segir Friðjón í færslu sinni.

Prófkjör fór síðast fram hjá Sjálfstæðisflokknum árið 2016, en stillt var upp á lista fyrir kosningarnar 2017.

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sækjast bæði eftir fyrsta sætinu í prófkjörinu nú.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×