Stefnir í mikinn slag Sjálfstæðismanna í Reykjavík um sæti á lista Jakob Bjarnar skrifar 7. maí 2021 16:49 Fyrir liggur að færri komast að en vilja, í efstu sæti á Reykjavíkurlistum Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi Alþingiskosningar. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur greint frá því að hún sækist eftir 1. sæti í komandi prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík fyrir komandi Alþingiskosningar. Prófkjörið fer fram dagana 4. til 5. júní. Næstu alþingiskosningar verða haldnar 25. september þannig að ekki er seinna vænna en að fara að huga að málum. Framboðsfrestur fyrir þetta tiltekna prófkjör rennur út 14. maí en framboði skulu fylgja meðmæli að minnsta kosti 20 flokksbundinna Sjálfstæðismanna sem búsettir eru í borginni. Enginn einn getur mælt með fleirum en sex frambjóðendum. Ekki er gert ráð fyrir fléttulistum eða að kynjakvótar verði viðhafðir heldur mun niðurstaðan úr prófkjörinu ráða því hvernig raðast á lista en prófkjörið er haldið í senn fyrir bæði kjördæmi Reykjavíkur. Allir vilja á Alþingi. Vísir hefur rætt við menn innan Sjálfstæðisflokksins og eftir því sem næst verður komist ætla allir fimm sitjandi þingmenn Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum að gefa kost á sér aftur. Þetta þýðir að baráttan verður hörð. Og dómsmálaráðherra er búinn að reima á sig skóna og byrjuð að auglýsa á samfélagsmiðlum. Fyrir síðustu kosningar skipaði Áslaug Arna annað sæti á lista í Reykjavík suður, á eftir Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra. Í þriðja sæti þar var svo Birgir Ármannsson alþingismaður. Í Reykjavík norður voru Sigríður Á. Andersen þá dómsmálaráðherra nú þingmaður í efsta sæti á lista. Næstur kom Brynjar Níelsson þingmaður. Öll þessi munu, ef að líkum lætur, slást um efsta sætið í prófkjörinu. Eftir því sem Vísir kemst næst eru líklegastar til að blanda sér í þann slag þær Hildur Sverrisdóttir varaþingmaður, en hún skipaði 3. sæti á lista Reykjavík norður fyrir síðustu alþingiskosningar og svo Diljá Mist Einarsdóttir, aðstoðarmaður utanríkisráðherra. En hún er af heimildarmönnum Vísis talin ein helsta vonarstjarna flokksins og hefur gefið það út að hún sækist eftir 3. sæti á lista. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Alþingi Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Diljá Mist vill þriðja sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Diljá Mist Einarsdóttir, hæstaréttarlögmaður og aðstoðarmaður utanríkisráðherra, sækist eftir þriðja sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi alþingiskosningar, í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem fram fer í byrjun júní. Diljá hyggst taka sér leyfi frá störfum sem aðstoðarmaður ráðherra frá 17. maí til þess að vinna að framboði sínu. 1. maí 2021 09:23 Guðlaugur Þór vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjavík Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, sækist eftir því að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi Alþingiskosningar. Guðlaugur Þór leiddi lista Sjálfstæðismanna í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir síðustu kosningar. 30. apríl 2021 10:43 Áslaug Arna sækist eftir fyrsta sæti í Reykjavík Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sækist eftir fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi Alþingiskosningar sem fram fara í september. 6. maí 2021 11:22 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Sjá meira
Prófkjörið fer fram dagana 4. til 5. júní. Næstu alþingiskosningar verða haldnar 25. september þannig að ekki er seinna vænna en að fara að huga að málum. Framboðsfrestur fyrir þetta tiltekna prófkjör rennur út 14. maí en framboði skulu fylgja meðmæli að minnsta kosti 20 flokksbundinna Sjálfstæðismanna sem búsettir eru í borginni. Enginn einn getur mælt með fleirum en sex frambjóðendum. Ekki er gert ráð fyrir fléttulistum eða að kynjakvótar verði viðhafðir heldur mun niðurstaðan úr prófkjörinu ráða því hvernig raðast á lista en prófkjörið er haldið í senn fyrir bæði kjördæmi Reykjavíkur. Allir vilja á Alþingi. Vísir hefur rætt við menn innan Sjálfstæðisflokksins og eftir því sem næst verður komist ætla allir fimm sitjandi þingmenn Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum að gefa kost á sér aftur. Þetta þýðir að baráttan verður hörð. Og dómsmálaráðherra er búinn að reima á sig skóna og byrjuð að auglýsa á samfélagsmiðlum. Fyrir síðustu kosningar skipaði Áslaug Arna annað sæti á lista í Reykjavík suður, á eftir Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra. Í þriðja sæti þar var svo Birgir Ármannsson alþingismaður. Í Reykjavík norður voru Sigríður Á. Andersen þá dómsmálaráðherra nú þingmaður í efsta sæti á lista. Næstur kom Brynjar Níelsson þingmaður. Öll þessi munu, ef að líkum lætur, slást um efsta sætið í prófkjörinu. Eftir því sem Vísir kemst næst eru líklegastar til að blanda sér í þann slag þær Hildur Sverrisdóttir varaþingmaður, en hún skipaði 3. sæti á lista Reykjavík norður fyrir síðustu alþingiskosningar og svo Diljá Mist Einarsdóttir, aðstoðarmaður utanríkisráðherra. En hún er af heimildarmönnum Vísis talin ein helsta vonarstjarna flokksins og hefur gefið það út að hún sækist eftir 3. sæti á lista.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Alþingi Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Diljá Mist vill þriðja sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Diljá Mist Einarsdóttir, hæstaréttarlögmaður og aðstoðarmaður utanríkisráðherra, sækist eftir þriðja sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi alþingiskosningar, í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem fram fer í byrjun júní. Diljá hyggst taka sér leyfi frá störfum sem aðstoðarmaður ráðherra frá 17. maí til þess að vinna að framboði sínu. 1. maí 2021 09:23 Guðlaugur Þór vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjavík Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, sækist eftir því að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi Alþingiskosningar. Guðlaugur Þór leiddi lista Sjálfstæðismanna í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir síðustu kosningar. 30. apríl 2021 10:43 Áslaug Arna sækist eftir fyrsta sæti í Reykjavík Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sækist eftir fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi Alþingiskosningar sem fram fara í september. 6. maí 2021 11:22 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Sjá meira
Diljá Mist vill þriðja sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Diljá Mist Einarsdóttir, hæstaréttarlögmaður og aðstoðarmaður utanríkisráðherra, sækist eftir þriðja sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi alþingiskosningar, í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem fram fer í byrjun júní. Diljá hyggst taka sér leyfi frá störfum sem aðstoðarmaður ráðherra frá 17. maí til þess að vinna að framboði sínu. 1. maí 2021 09:23
Guðlaugur Þór vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjavík Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, sækist eftir því að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi Alþingiskosningar. Guðlaugur Þór leiddi lista Sjálfstæðismanna í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir síðustu kosningar. 30. apríl 2021 10:43
Áslaug Arna sækist eftir fyrsta sæti í Reykjavík Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sækist eftir fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi Alþingiskosningar sem fram fara í september. 6. maí 2021 11:22