Biðst afsökunar á ljótum skilaboðasendingum til tánings Sylvía Hall skrifar 13. maí 2021 18:15 Chrissy Teigen hefur notið mikilla vinsælda á Twitter undanfarin ár. Gamlar færslur voru þó dregnar fram í sviðsljósið nýlega eftir viðtal við Courtney Stodden. Getty Samfélagsmiðlastjarnan og fyrirsætan Chrissy Teigen hefur beðist afsökunar á skilaboðum og færslum um fyrirsætuna Courtney Stodden fyrir áratug síðan. Stodden, sem notast við kynhlutlaus persónufornöfn, var sextán ára gamalt þegar Teigen birti færslurnar. Á þeim tíma er Teigen sendi skilaboðin hafði Stodden vakið heimsathygli fyrir þær sakir að hán giftist leikaranum Doug Hutchison, sem var á þeim tíma fimmtugur og 24 árum eldri en Stodden. Þau skildu á síðasta ári eftir níu ára hjónaband. Doug Hutchison og Courteny Stodden skildu í fyrra eftir níu ára hjónaband, en samband þeirra vakti mikla athygli á sínum tíma þar sem Stodden var sextán ára gamalt þegar þau gengu í hjónaband.Getty Í skilaboðunum sem um ræðir hvatti Teigen Stodden til að taka eigið líf. Eftir að Stodden ræddi neteineltið sem hán varð fyrir í viðtali nýlega baðst Teigen afsökunar og sagðist skammast sín fyrir hegðun sína. „Ég dauðskammast mín og er miður mín yfir hegðun minni, en það er ekkert samanborið við hvernig ég lét Courtney líða,“ sagði Teigen. „Ég var óöruggt, athyglissjúkt tröll.“ Not a lot of people are lucky enough to be held accountable for all their past bullshit in front of the entire world. I’m mortified and sad at who I used to be. I was an insecure, attention seeking troll. I am ashamed and completely embarrassed at my behavior but that...— chrissy teigen (@chrissyteigen) May 12, 2021 Teigen sagðist nú ætla vinna í því til frambúðar að verða betri manneskja. Hún vilji ekki bregðast fylgjendum sínum og það sé hræðileg tilfinning að vita til þess að þeir hafi orðið fyrir vonbrigðum með hana. Þá hafi hún reynt að setja sig í samband við Stodden til þess að biðjast afsökunar og vonar að hán taki afsökunarbeiðnina í sátt. I have tried to connect with Courtney privately but since I publicly fueled all this, I want to also publicly apologize. I’m so sorry, Courtney. I hope you can heal now knowing how deeply sorry I am.— chrissy teigen (@chrissyteigen) May 12, 2021 Stodden gerði það, en sagðist efast um einlægnina. „Ég tek afsökunarbeiðninni og fyrirgef henni, en sannleikurinn er sá að ég hef aldrei heyrt frá henni eða hennar fólki í einrúmi. Hún reyndar blokkaði mig á Twitter,“ sagði Stodden. „Mig langar að trúa að þetta sé einlæg afsökunarbeiðni, en mér líður frekar eins og þetta sé opinber tilraun til þess að bjarga samstarfi hennar við Target og önnur fyrirtæki sem eru að átta sig á því að réttlætiskennd hennar er biluð plata.“ Samfélagsmiðlar Hollywood Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Laufey á lista Obama Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Menning Fleiri fréttir Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Sjá meira
Á þeim tíma er Teigen sendi skilaboðin hafði Stodden vakið heimsathygli fyrir þær sakir að hán giftist leikaranum Doug Hutchison, sem var á þeim tíma fimmtugur og 24 árum eldri en Stodden. Þau skildu á síðasta ári eftir níu ára hjónaband. Doug Hutchison og Courteny Stodden skildu í fyrra eftir níu ára hjónaband, en samband þeirra vakti mikla athygli á sínum tíma þar sem Stodden var sextán ára gamalt þegar þau gengu í hjónaband.Getty Í skilaboðunum sem um ræðir hvatti Teigen Stodden til að taka eigið líf. Eftir að Stodden ræddi neteineltið sem hán varð fyrir í viðtali nýlega baðst Teigen afsökunar og sagðist skammast sín fyrir hegðun sína. „Ég dauðskammast mín og er miður mín yfir hegðun minni, en það er ekkert samanborið við hvernig ég lét Courtney líða,“ sagði Teigen. „Ég var óöruggt, athyglissjúkt tröll.“ Not a lot of people are lucky enough to be held accountable for all their past bullshit in front of the entire world. I’m mortified and sad at who I used to be. I was an insecure, attention seeking troll. I am ashamed and completely embarrassed at my behavior but that...— chrissy teigen (@chrissyteigen) May 12, 2021 Teigen sagðist nú ætla vinna í því til frambúðar að verða betri manneskja. Hún vilji ekki bregðast fylgjendum sínum og það sé hræðileg tilfinning að vita til þess að þeir hafi orðið fyrir vonbrigðum með hana. Þá hafi hún reynt að setja sig í samband við Stodden til þess að biðjast afsökunar og vonar að hán taki afsökunarbeiðnina í sátt. I have tried to connect with Courtney privately but since I publicly fueled all this, I want to also publicly apologize. I’m so sorry, Courtney. I hope you can heal now knowing how deeply sorry I am.— chrissy teigen (@chrissyteigen) May 12, 2021 Stodden gerði það, en sagðist efast um einlægnina. „Ég tek afsökunarbeiðninni og fyrirgef henni, en sannleikurinn er sá að ég hef aldrei heyrt frá henni eða hennar fólki í einrúmi. Hún reyndar blokkaði mig á Twitter,“ sagði Stodden. „Mig langar að trúa að þetta sé einlæg afsökunarbeiðni, en mér líður frekar eins og þetta sé opinber tilraun til þess að bjarga samstarfi hennar við Target og önnur fyrirtæki sem eru að átta sig á því að réttlætiskennd hennar er biluð plata.“
Samfélagsmiðlar Hollywood Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Laufey á lista Obama Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Menning Fleiri fréttir Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Sjá meira