Innlent

Töluvert tjón eftir að eldur kom upp við Haðarstíg

Sylvía Hall skrifar
Töluvert tjón er á húsinu eftir eldinn.
Töluvert tjón er á húsinu eftir eldinn. Vísir/Vilhelm

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur verið kallað út vegna elds í heimahúsi við Haðarstíg í miðbæ Reykjavíkur. 

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu voru allar stöðvar nema ein kallaðar út vegna eldsins og er slökkvilið komið á vettvang. Unnið er að slökkvistarfi.

Uppfært klukkan 18:56: Slökkvistarfi á vettvangi er nú lokið og er unnið að frágangi. Enginn var fluttur á slysadeild vegna eldsins en töluvert tjón er á húsinu að sögn varðstjóra. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×