Innlent

Vonast til að fara langt með að klára undir­liggjandi sjúk­dóma og for­gangs­hópa í næstu viku

Birgir Olgeirsson skrifar
Röð í Covid 19 bólusetningu í Laugardalshöll. 
Röð í Covid 19 bólusetningu í Laugardalshöll.  Vísir/Vilhelm

Búist er við að bólusetningum fólks með undirliggjandi sjúkdóma verði lokið hér á landi í næstu viku.

Í dag hafa 49 prósent fullorðinna fengið að minnsta kosti eina sprautu af bóluefni við kórónuveirunni. Af þeim teljast 21,1 prósent fullbólusettir en 27,9 hálfbólusettir.

Boð í bólusetningu fyrir næstu viku fara út á morgun en vonir standa til að fara langt með að klára þá sem eru með undirliggjandi sjúkdóma og forgangshópa.

Á mánudag munu 7.000 manns á höfuðborgarsvæðinu fá Moderna. 7.000 munu fá Pfizer á þriðjudag og tvö þúsund manns Jansen á fimmtudag. 

Jansen bóluefninu er beint að kennarastéttinni. Enn á eftir að bólusetja 4.000 í þeirri stétt og því mun helmingurinn af þeim hópi fá sprautu í næstu viku. Gert er ráð fyrir að bólusetningar almennings hefjist því um mánaðamót maí og júní.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×