Innlent

Sjálf­stæðis­menn halda próf­kjör í Suð­vestur­kjör­dæmi

Kjartan Kjartansson skrifar
Prófkjör sjálfstæðismanna í Suðvesturkjördæmi verður líklega haldið um miðjan júní.
Prófkjör sjálfstæðismanna í Suðvesturkjördæmi verður líklega haldið um miðjan júní. Vísir/Egill

Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Suðurvesturkjördæmi ákvað að haldið yrði prófkjör þar fyrir Alþingiskosningarnar í haust. Mikill einhugur er sagður hafa verið um tillögu kjörnefndar þess efnis.

Í tilkynningu frá fulltrúaráði sjálfstæðisfélaganna í Suðvesturkjördæmi kemur fram að ákvörðunin um prófkjör hafi verið tekin á Zoom-fundi kjördæmaráðsins í Suðvesturkjördæmi í gærkvöldi.

Nokkrir hafa þegar lýst yfir framboði í prófkjörinu. Karen Elísabet Halldórsdóttir, bæjarfulltrúi flokksins í Kópavogi tilkynnti að hún sæktist eftir þriðja sætinu á lista flokksins í gær og um helgina var greint frá því að Arnar Þór Jónsson, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, ætlaði að gefa kost á sér.

Morgunblaðið greindi frá því í morgun að Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu, stefndi á annað sætið í prófkjörinu. Þar var ennfremur haft eftir Lovísu Árnadóttur, formanni kjördæmaráðsins, að prófkjörið yrði líklega haldið um miðjan júní en að endanleg ákvörðun um tímasetningu hefði enn ekki verið tekin.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.