Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30. Vísir

Í fréttatíma Stöðvar 2 verðum við í beinni útsendingu frá Hvaleyrarvati þar sem gróðureldar loguðu í dag. Einnig kviknuðu eldar í Grímsnesi og á Vatnsleysuströnd. Hættustigi hefur verið lýst yfir á Suður- og Vesturlandi.

Þá eru Almannavarnir í viðbragðsstöðu með að láta ryðja upp varnargörðum til að hindra að hraunrennsli fari í Nátthaga og ógni þar með Suðurstrandarvegi. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum.

Önnur bylgja #metoo var til umræðu á Alþingi í dag. Heimilisfriður, úrræði fyrir gerendur ofbeldis, sinnir nú næstum þrefalt fleiri viðtölum í hverjum mánuði en árið 2019.

Í fréttatímanum sjáum við einnig forsætisráðherra fá bólusetningu og stóðhest heimsækja íbúa Hrafnistu. Fjölbreyttur kvöldfréttatími á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar á slaginu kl. 18:30.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.