Segir að Íslendingurinn í Rauðagerðismálinu muni leita réttar síns Birgir Olgeirsson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 11. maí 2021 16:56 Steinbergur Finnbogason var lögmaður Íslendingsins sem sat um tíma í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á Rauðgerðismálinu. Steinbergur var síðar settur af sem verjandi Íslendingsins og fékk stöðu vitnis við rannsókn málsins. „Þetta er enn eitt augljósa dæmið um hvernig lögreglan fer stundum offari í rannsóknum sínum og yfirlýsingum,“ segir Steinbergur Finnbogason lögmaður um rannsókn lögreglu á Rauðagerðismálinu. Steinbergur var fyrst um sinn lögmaður rúmlega fertugs Íslendings sem var um tíma í gæsluvarðhaldi á meðan rannsókn málsins stóð. Embætti héraðssaksóknara hefur nú ákært fjóra, þrjá karla og eina konu, vegna Rauðagerðismálsins, en Íslendingurinn umræddi er ekki meðal þeirra. Steinbergur var settur af sem verjandi Íslendingsins og fékk stöðu vitnis við rannsókn málsins. Íslendingurinn sætti farbanni vegna málsins og var meðal fjórtán sakborninga í málinu, en fjórir þeirra hafa verið ákærðir. „Forsenda fyrir gæsluvarðhaldi, húsleit, farbanni og alls kyns fjölmiðlayfirlýsingum dögum og vikum saman verður að vera rökstuddur grunur um saknæmt athæfi. Ekkert slíkt fannst. Umbjóðandi minn var með fjölskyldu sinni úti á landi þegar atburðurinn átti sér stað og kom þar einfaldlega hvergi nærri,“ segir Steinbergur. Hann segir lögreglu hafa haldið uppi „leiktjöldum“ löngu eftir að rannsóknin hafði veikt grunsemdir til muna. „Meðal annars á blaðamannafundi þar sem enn var gefið í skyn að umbjóðandi minn tengdist morðinu með einhverjum hætti. Á sama tíma var hann líka sviptur lögmanni sínum með bellibrögðum lögreglunnar - fullkomlega að ástæðulausu eins og ljóst var allan tímann,“ segir Steinbergur. Hann segir það liggja í augum uppi að umbjóðandi hans muni leita réttar síns. „Hvorki lögreglan né réttvísin í heild sinni á að geta leyft sér vinnubrögð af þessu tagi án þess að svara fyrir þau á réttum vettvangi.“ Morð í Rauðagerði Kompás Lögreglumál Tengdar fréttir Óttast að lenda undir gegn þaulskipulögðum glæpahópum Aukin harka, þaulskipulögð tryggingasvik og tugmilljarða fíkniefnaviðskipti einkenna nú undirheima Íslands. 3. maí 2021 08:01 „Þetta var bara aftaka“ Þóranna Helga Gunnarsdóttir, ekkja Armando Beqirai, telur yfirvöld hafa brugðist. Hún er gagnrýnin á að lögregla hafi haft upplýsingar um að sá sem gengist hefur við morðinu hafi verið vopnaður skammbyssu þremur vikum áður og verið á Íslandi þrátt fyrir að vera eftirlýstur í heimalandi. 4. maí 2021 08:00 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður Fleiri fréttir Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Sjá meira
Steinbergur var fyrst um sinn lögmaður rúmlega fertugs Íslendings sem var um tíma í gæsluvarðhaldi á meðan rannsókn málsins stóð. Embætti héraðssaksóknara hefur nú ákært fjóra, þrjá karla og eina konu, vegna Rauðagerðismálsins, en Íslendingurinn umræddi er ekki meðal þeirra. Steinbergur var settur af sem verjandi Íslendingsins og fékk stöðu vitnis við rannsókn málsins. Íslendingurinn sætti farbanni vegna málsins og var meðal fjórtán sakborninga í málinu, en fjórir þeirra hafa verið ákærðir. „Forsenda fyrir gæsluvarðhaldi, húsleit, farbanni og alls kyns fjölmiðlayfirlýsingum dögum og vikum saman verður að vera rökstuddur grunur um saknæmt athæfi. Ekkert slíkt fannst. Umbjóðandi minn var með fjölskyldu sinni úti á landi þegar atburðurinn átti sér stað og kom þar einfaldlega hvergi nærri,“ segir Steinbergur. Hann segir lögreglu hafa haldið uppi „leiktjöldum“ löngu eftir að rannsóknin hafði veikt grunsemdir til muna. „Meðal annars á blaðamannafundi þar sem enn var gefið í skyn að umbjóðandi minn tengdist morðinu með einhverjum hætti. Á sama tíma var hann líka sviptur lögmanni sínum með bellibrögðum lögreglunnar - fullkomlega að ástæðulausu eins og ljóst var allan tímann,“ segir Steinbergur. Hann segir það liggja í augum uppi að umbjóðandi hans muni leita réttar síns. „Hvorki lögreglan né réttvísin í heild sinni á að geta leyft sér vinnubrögð af þessu tagi án þess að svara fyrir þau á réttum vettvangi.“
Morð í Rauðagerði Kompás Lögreglumál Tengdar fréttir Óttast að lenda undir gegn þaulskipulögðum glæpahópum Aukin harka, þaulskipulögð tryggingasvik og tugmilljarða fíkniefnaviðskipti einkenna nú undirheima Íslands. 3. maí 2021 08:01 „Þetta var bara aftaka“ Þóranna Helga Gunnarsdóttir, ekkja Armando Beqirai, telur yfirvöld hafa brugðist. Hún er gagnrýnin á að lögregla hafi haft upplýsingar um að sá sem gengist hefur við morðinu hafi verið vopnaður skammbyssu þremur vikum áður og verið á Íslandi þrátt fyrir að vera eftirlýstur í heimalandi. 4. maí 2021 08:00 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður Fleiri fréttir Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Sjá meira
Óttast að lenda undir gegn þaulskipulögðum glæpahópum Aukin harka, þaulskipulögð tryggingasvik og tugmilljarða fíkniefnaviðskipti einkenna nú undirheima Íslands. 3. maí 2021 08:01
„Þetta var bara aftaka“ Þóranna Helga Gunnarsdóttir, ekkja Armando Beqirai, telur yfirvöld hafa brugðist. Hún er gagnrýnin á að lögregla hafi haft upplýsingar um að sá sem gengist hefur við morðinu hafi verið vopnaður skammbyssu þremur vikum áður og verið á Íslandi þrátt fyrir að vera eftirlýstur í heimalandi. 4. maí 2021 08:00