Innlent

Val­garður og Jónína leiða lista Sam­fylkingarinnar í Norð­vestur­kjör­dæmi

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Valgarður og Jónína leiða lista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar.
Valgarður og Jónína leiða lista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. xs.is

Valgarður Lyngdal Jónsson, forseti bæjarstjórnar Akraness, mun leiða framboðslista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Í öðru sæti er Jónína Björg Magnúsdóttir, kennari og stuðningsfulltrúi.

Framboðslisti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi var samþykktur samhljóða á fundi kjördæmaráðs Samfylkingarinnar í gærkvöldi. Áður hafði verið kosið í þrjú efstu sæti listans á auknu kjördæmaþingi þann 27. mars síðastliðinn en uppstillinganefnd sá um að stilla á listann frá fjórða sæti.

Valgarður segir í tilkynningu að hann sé þakklátur fyrir traustið.

„Ég er fullur bjartsýni, fús til verka og hlakka til samstarfsins við meðframbjóðendur mína og Samfylkingarfólk um allt kjördæmið,“ segir Valgarður.

Hér má sjá framboðslistann í heild sinni:

 1. Valgarður Lyngdal Jónsson - Akranes
 2. Jónína Björg Magnúsdóttir - Akranes
 3. Sigurður Orri Kristjánsson - Reykjavík
 4. Edda Katrín Einarsdóttir - Ísafjörður
 5. Ída Finnbogadóttir - Borgarbyggð
 6. Gunnar Rúnar Kristjánsson – Austur Húnavatnssýsla
 7. Ingimar Ingimarsson – Reykhólar
 8. Steinunn Sigurbjörndóttir – Dalasýsla
 9. Guðríður Sigurjónsdóttir - Akranes
 10. Gylfi Þór Gíslason - Ísafjörður
 11. Guðný Friðfinnsdóttir – Sauðakrókur
 12. Oddur Sigurðarson - Hvammstangi
 13. Salvör Svava G. Gylfadóttir – Borgarbyggð
 14. Guðni Kristjánsson - Sauðarkrókur
 15. Sigurbjörg K. Ásgeirsdóttir - Patreksfjörður
 16. Björn Guðmundsson – Akranes


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.