Lífið

Bent gefur út nýtt Fylkislag

Stefán Árni Pálsson skrifar
Bent og Slaemi með nýtt Fylkislag. 
Bent og Slaemi með nýtt Fylkislag. 

Tónlistarmaðurinn Ágúst Bent mætti í morgun til þeirra Harmageddon bræðra Frosta og Mána á X-977 og frumflutti þar nýtt stuðningslag Fylkis.

Lagið ber nafnið Við erum Árbær en Bent samdi lagið og Slaemi framleiðir.

Bent og Slaemi sömdu lagið að beiðni meistaraflokka Fylkis í knattspyrnu til að peppa sig upp fyrir leiki sumarsins í Pepsi Max deildunum.

Báðir eru þeir úr Árbænum og má heyra lagið hér að neðan.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.