„Heilbrigðisráðherra fellur enn einu sinni á prófinu“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 10. maí 2021 17:46 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar. vísir/Vilhelm Þingmenn hafa áhyggjur af því að frestur heilbrigðisráðherra á skilum á skýrslu um skimanir fyrir krabbameini í leghálsi leiði til þess að ekki verði hægt að ræða hana efnislega fyrir þinglok. Líkt og greint var frá í dag hefur heilbrigðisráðherra óskað eftir fresti til skila á skýrslu til Alþingis um breytingar á skipulagi og framkvæmd skimunar fyrir krabbameini í leghálsi hér á landi. Haraldur Briem, fyrrverandi sóttvarnarlæknir, mun vinna skýrsluna og samkvæmt tilkynningu ráðuneytisins er gert ráð fyrir að hún verði tilbúin til afhendingar í lok fyrstu viku júnímánaðar. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, sem óskaði eftir skýrslunni segir að fresturinn muni að líkum leiða til þess að þingið fái ekki tækifæri til að ræða niðurstöðurnar. „Skýrslan verður nefnilega ekki lögð fram fyrr en í blálok þingsins eða jafnvel eftir að þingið verður farið í sumarleyfi,“ segir Þorbjörg í stöðuuppfærslu á Facebook. „Markmiðið með skýrslubeiðninni var að stuðla að því að hægt yrði að leggja forsendur á borðið, að eiga í kjölfarið samtal sem gæti leitt til niðurstöðu sem yrði til þess að ná fram sátt og traust meðal kvenna og heilbrigðiskerfisins sjálfs. Svörin um þessa heilbrigðisþjónustu kvenna mun samkvæmt þessu liggja fyrir svo seint að hið pólitíska samtal um málið getur varla átt sér stað á Alþingi fyrir þinglok.“ Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, gerir athugasemd við að Haraldur Briem hafi verið fenginn til verksins og vísar til þess að samkvæmt skýrslubeiðni hafi átt að velja óháðan aðila í samráði við þingflokka. „Það sem vekur athygli mína er að Haraldur Briem var sóttvarnarlæknir þegar Birgir Jakobsson, aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra var landlæknir sem og þegar Kristján Oddsson, sem leiðir þessar yfirfærslur allar, var aðstoðarlandlæknir. Þá var Haraldur Briem fenginn til að vera skimunarráði til ráðgjafar þegar fyrirkomulag skimana var ákveðið. Hvernig þessi sami einstaklingur, jafn ágætur og hann er, getur verið óháður aðili sem á að meta breytingar á skipulagi og framkvæmd skimunar fyrir krabbameini í leghálsi, áhrif breytinganna á öryggi skimunar og margt fleira, er mér alveg óskiljanlegt,“ segir Helga Vala. „Enn einu sinni fellur heilbrigðisráðherra á prófinu þegar kemur að þessu máli. Það er ekki eitt, það er beinlínis allt við þetta alveg ofboðslega mikið klúður.“ Alþingi Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Sjá meira
Líkt og greint var frá í dag hefur heilbrigðisráðherra óskað eftir fresti til skila á skýrslu til Alþingis um breytingar á skipulagi og framkvæmd skimunar fyrir krabbameini í leghálsi hér á landi. Haraldur Briem, fyrrverandi sóttvarnarlæknir, mun vinna skýrsluna og samkvæmt tilkynningu ráðuneytisins er gert ráð fyrir að hún verði tilbúin til afhendingar í lok fyrstu viku júnímánaðar. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, sem óskaði eftir skýrslunni segir að fresturinn muni að líkum leiða til þess að þingið fái ekki tækifæri til að ræða niðurstöðurnar. „Skýrslan verður nefnilega ekki lögð fram fyrr en í blálok þingsins eða jafnvel eftir að þingið verður farið í sumarleyfi,“ segir Þorbjörg í stöðuuppfærslu á Facebook. „Markmiðið með skýrslubeiðninni var að stuðla að því að hægt yrði að leggja forsendur á borðið, að eiga í kjölfarið samtal sem gæti leitt til niðurstöðu sem yrði til þess að ná fram sátt og traust meðal kvenna og heilbrigðiskerfisins sjálfs. Svörin um þessa heilbrigðisþjónustu kvenna mun samkvæmt þessu liggja fyrir svo seint að hið pólitíska samtal um málið getur varla átt sér stað á Alþingi fyrir þinglok.“ Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, gerir athugasemd við að Haraldur Briem hafi verið fenginn til verksins og vísar til þess að samkvæmt skýrslubeiðni hafi átt að velja óháðan aðila í samráði við þingflokka. „Það sem vekur athygli mína er að Haraldur Briem var sóttvarnarlæknir þegar Birgir Jakobsson, aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra var landlæknir sem og þegar Kristján Oddsson, sem leiðir þessar yfirfærslur allar, var aðstoðarlandlæknir. Þá var Haraldur Briem fenginn til að vera skimunarráði til ráðgjafar þegar fyrirkomulag skimana var ákveðið. Hvernig þessi sami einstaklingur, jafn ágætur og hann er, getur verið óháður aðili sem á að meta breytingar á skipulagi og framkvæmd skimunar fyrir krabbameini í leghálsi, áhrif breytinganna á öryggi skimunar og margt fleira, er mér alveg óskiljanlegt,“ segir Helga Vala. „Enn einu sinni fellur heilbrigðisráðherra á prófinu þegar kemur að þessu máli. Það er ekki eitt, það er beinlínis allt við þetta alveg ofboðslega mikið klúður.“
Alþingi Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Sjá meira