Innlent

Með tök á eldinum í Heiðmörk: „Við höfum miklar áhyggjur af þessu“

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Frá vettvangi í Guðmundarlundi upp úr klukkan eitt í dag.
Frá vettvangi í Guðmundarlundi upp úr klukkan eitt í dag. Vísir/Vilhelm

Slökkvilið höfuborgarðsvæðisins glímir nú við eld í Guðmundarlundi. Samkvæmt heimildum Vísis hafa tvær stöðvar verið ræstar út og búið að gera ráð fyrir að fleiri bílar verði sendir á vettvang ef þurfa þykir.

Að sögn Vilhelms Gunnarssonar, ljósmyndara Vísis, virðist ganga vel hjá slökkviliðsmönnum að slökkva eldinn. Hann tók þessar myndir af svæðinu upp úr klukkan eitt.

Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi um klukkan hálf tvö að hans fólk sé komið með góð tök á svæðinu og það hafi tekist greiðlega. Vegirnir hafi hjálpað mikið að því leiti að stöðva útbreiðslu eldsins og koma búnaðnum sem næst honum til að slökkva.

Óvissustig almannavarna vegna hættu á gróðureldum er á öllu Suðurlandi, allt vestur á Snæfellsnes og austur undir Eyjafjöll. Eldur kviknaði í Laugarnesinu í gærkvöldi og svo í Heiðmörk í dag en tæp vika er síðan afar stór gróðureldur kviknaði þar.

Slökkviliðsmenn að störfum.Vísir/Vilhelm

„Við höfum miklar áhyggjur af þessu,“ segir Jón Viðar. Mikilvægt sé fyrir fólk að gera sér grein fyrir hættunni.

„Ekki vera með opinn eld. Ekki reykja nálægt gróðri. Ekki kveikja uppi í arninum við gróður eða vinna með verkfæri sem gefa neista, slípurokka annað svoleiðis,“ segir Jón Viðar. „Þetta er tímabil þar sem fólk þarf að hugsa, hvað má ég gera og hvað ekki.“

Óvissustig almannavarna er á Suðurlandi öllu, vestur á Snæfellsnes og austur undir Eyjafjöll vegna hættu á gróðureldum.Vísir/Vilhelm

Spurður hvort hann telji að fólk sé að gera sér að leik að kveikja eld segir hann:

„Maður trúir því ekki en þegar þetta er svona síendurtekið þá getur maður ekki ýtt þeirri hugsun frá sér.“

Unnið er að því að slökkva eldinn.Vísir/Vilhelm

Aðeins sex dagar eru síðan mikill eldur kom upp í sinu í Heiðmörk.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.