„Þetta var svo stór sigur fyrir mig og ég öskraði úr gleði“ Stefán Árni Pálsson skrifar 10. maí 2021 10:31 Sylvía Melsteð hefur þurft að leggja gríðarlega mikla vinnu á sig vegna lesblindu. Sylvía Erla Melsteð var komin í níunda bekk þegar hún fékk loksins greiningu. Hún var lesblind. Með góðri hjálp komst hún inn í draumaskólann og er með þrjú stór verkefni í gangi til að hjálpa krökkum með lesblindu. Sindri Sindrason ræddi við Sylvíu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég fór í lesblinduskóla sumarið fyrir tíunda bekk og það hjálpaði mér ótrúlega mikið. Þá fór ég bara að læra stafrófið upp á nýtt og læra stafina upp á nýtt. Draumurinn minn var að fara í Versló, alveg númer 1,2 og 3. Það var aðallega út af Nemó, ég er náttúrulega söngkona og byrjaði að syngja áður en ég fór að tala þegar ég var lítil. Það skemmtilegasta sem ég geri er að skemmta og dansa og syngja,“ segir Sylvía. Hún komst inn. Aðstoðin skipti öllu máli „Ég lagði svo mikið á mig til að fara þarna inn og gerði ekkert nema læra í tíunda bekk og ég komst inn. Þetta var svo stór sigur fyrir mig og ég öskraði úr gleði. Þegar ég komst inn í Versló var eins og ég hefði lent á vegg þegar námið fór að þyngjast. Þá sá ég að þetta væri erfitt fyrir mig. Sama hvað ég lagði á mig, sama hvað ég lærði mikið þá var það ekki að skila sér.“ Sylvía segir að ef um minnsta grun sé um að ræða að barn sé með lesblindu þá eigi að láta athuga það. „Þú getur allt sem þú ætlar þér. Ef þú vilt verða tannlæknir og lögfræðingur, þú getur þetta allt. Númer 1, 2 og 3 og lykillinn af þessu öllu er aðstoðin.“ Lesblinda bara verkefni eins og hvað annað Sylvía segir að móðir hennar hafi aðstoðað hana gríðarlega mikið í gegnum þetta ferli en yngri bróðir hennar er einnig greindur með lesblindu. „Það var aldrei talað um lesblindu eins og það væri eitthvað að okkur. Þetta væri bara verkefni sem við fengum, eins og við fáum öll verkefni í lífinu. Misstór verkefni en við þurfum öll að vinna þessi verkefni vel.“ Sylvía var að gefa út bókina Oreo fer í skólann sem er bók sem getur aðstoðað börn við lesblindu og kynnir börnum fyrir lesblindunni. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Bókmenntir Skóla - og menntamál Mest lesið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Enginn í joggingbuxum í París Lífið Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Lífið „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Sjá meira
Með góðri hjálp komst hún inn í draumaskólann og er með þrjú stór verkefni í gangi til að hjálpa krökkum með lesblindu. Sindri Sindrason ræddi við Sylvíu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég fór í lesblinduskóla sumarið fyrir tíunda bekk og það hjálpaði mér ótrúlega mikið. Þá fór ég bara að læra stafrófið upp á nýtt og læra stafina upp á nýtt. Draumurinn minn var að fara í Versló, alveg númer 1,2 og 3. Það var aðallega út af Nemó, ég er náttúrulega söngkona og byrjaði að syngja áður en ég fór að tala þegar ég var lítil. Það skemmtilegasta sem ég geri er að skemmta og dansa og syngja,“ segir Sylvía. Hún komst inn. Aðstoðin skipti öllu máli „Ég lagði svo mikið á mig til að fara þarna inn og gerði ekkert nema læra í tíunda bekk og ég komst inn. Þetta var svo stór sigur fyrir mig og ég öskraði úr gleði. Þegar ég komst inn í Versló var eins og ég hefði lent á vegg þegar námið fór að þyngjast. Þá sá ég að þetta væri erfitt fyrir mig. Sama hvað ég lagði á mig, sama hvað ég lærði mikið þá var það ekki að skila sér.“ Sylvía segir að ef um minnsta grun sé um að ræða að barn sé með lesblindu þá eigi að láta athuga það. „Þú getur allt sem þú ætlar þér. Ef þú vilt verða tannlæknir og lögfræðingur, þú getur þetta allt. Númer 1, 2 og 3 og lykillinn af þessu öllu er aðstoðin.“ Lesblinda bara verkefni eins og hvað annað Sylvía segir að móðir hennar hafi aðstoðað hana gríðarlega mikið í gegnum þetta ferli en yngri bróðir hennar er einnig greindur með lesblindu. „Það var aldrei talað um lesblindu eins og það væri eitthvað að okkur. Þetta væri bara verkefni sem við fengum, eins og við fáum öll verkefni í lífinu. Misstór verkefni en við þurfum öll að vinna þessi verkefni vel.“ Sylvía var að gefa út bókina Oreo fer í skólann sem er bók sem getur aðstoðað börn við lesblindu og kynnir börnum fyrir lesblindunni. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Bókmenntir Skóla - og menntamál Mest lesið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Enginn í joggingbuxum í París Lífið Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Lífið „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Sjá meira
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp