Innlent

Menntastefnumót: „Látum draumana rætast“

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Vísir/Vilhelm

Menntastefnumót er uppskeruhátíð þess þróunar- og nýsköpunarstarfs sem hefur sprottið upp í skóla- og frístundastarfi Reykjavíkurborgar í tengslum við innleiðingu menntastefnunnar „Látum draumana rætast“ frá ársbyrjun 2019.

„Boðið verður upp á hlaðborð af áhugaverðum kynningur úr skóla- og frístundastarfi, erlendir og innlendir gestir fjalla um sköpun, nýsköpun, leik og menntun í nútíð og framtíð og gefinn verður kostur á samtal um verkefni sem tengjast grundvallarþáttum menntastefnunnar Félagsfærni, sjálfseflingu, læsi, heilbrigði og sköpun,“ segir á Facebook-síðu viðburðarins.

Áætlað er að um sjö þúsund manns fylgist með. Streymt verður frá viðburðinum á Vísi.

Nánar um Menntastefnumótið á heimasíðu viðburðarins.


Tengdar fréttir

Þúsundir koma saman á raf­rænu Mennta­stefnu­móti

Búist er við að vel á sjötta þúsund kennara, frístundafræðinga og annað starfsfólk í skóla- og frístundastarfi Reykjavíkurborgar muni hittast á svokölluðu Menntastefnumóti á morgun. Þar munu þau kynna sér nýjustu fræðastauma og nýbreytni í námi og kennslu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.