Innlent

Brynjar stefnir á annað sætið í Reykja­vík

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Brynjar stefnir á annað sætið í Reykjavík.
Brynjar stefnir á annað sætið í Reykjavík. Vísir/Vilhelm

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, stefnir á annað sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og vill vera í framvarðasveit flokksins í Reykjavík, eins og hann orðar það. Frá þessu greinir hann á Facebook-síðu sinni.

„Hugmyndir mínar og grundvallarafstaða til þess hvernig þjóðfélagið á að þróast fara mjög vel saman við stefnu Sjálfstæðisflokksins Bjargföst er trú mín á einstaklinginn, dugnað hans, áræðni og sköpunarkraft. Við þurfum að skapa umhverfi til að atvinnulífið getið notið kraftsins sem býr í einstaklingnum og þannig skapað velferð sem allir njóti,“ skrifar Brynjar.

Ég vil segja ykkur það fyrst, kæru fésbókarvinir, að ég býð mig fram í 2. sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í...

Posted by Brynjar Níelsson on Saturday, 8 May 2021

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sækjast bæði eftir fyrsta sæti í prófkjörinu Sjálfstæðisflokkurinn verður með eitt prófkjör fyrir sameiginlegan lista Reykjavíkurkjördæmanna tveggja, en það fer fram 4. og 5. júní.

Nái Brynjar öðru sætinu á listanum, gæfi það oddvitasæti í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×