Segir að börn niður í tólf ára reyki Spice Nadine Guðrún Yaghi skrifar 7. maí 2021 19:00 Guðjón Rúnar Sveinsson, varðstjóri hjá lögreglunni í Hafnarfirði hefur áhyggjur af neyslu grunnskólabarna á kannabis og fíkniefninu Spice. vísir/egill Dæmi eru um að börn niður í 12 ára aldur séu að reykja fíkniefnið Spice að sögn varðstjóra hjá lögreglunni í Hafnarfirði. Börnin veipa efnið, sem er hraðvirkandi og getur valdið mikilli fíkn. Guðjón Rúnar Sveinsson, varðstjóri hjá lögreglunni í Hafnarfirði hefur áhyggjur af neyslu grunnskólabarna á kannabis og fíkniefninu Spice. Spice svipar til kannabis en er mörgum sinnum sterkara. Merki eru um að yngri börn séu farin að neyta efnanna. „Við höfum orðið vör við krakka niður í sjöunda bekk og niðri grunnskóla aldur sem eru að selja þetta sín á milli,“ segir Guðjón Rúnar. Kannabisneysla barna sé ekki ný af nálinni en sveiflist á milli ára. Spice neyslan sé hins vegar frekar nýtilkomin. „Þau eru að reykja þetta með veipi og í einhverjum tilvikum eru þau að reykja þetta með því að setja það í sígarettur,“ segir Guðjón Rúnar. Guðjón Rúnar segist ekki geta sagt hvað hópurinn er stór en það hafi verið þó nokkuð um neyslu meðal barna í Hafnarfirði. Mikil vanlíðan sem fylgir neyslu á Spice Áhrifin af spice geti svipað til áhrifa af kannabis en séu þó talsvert meiri. „Paranoja, ógleði og alls kyns vanlíðan kemur í tenglsum við þetta í framhaldinu,“ segir Guðjón og bætir við að erfitt geti reynst að greina efnið og því frekar auðvelt fyrir börnin að fela neysluna. Efnið sé nær lyktarlaust. „Þá greinist þetta efni ekki í þvagprufu sem gerir þetta mun erfiðara fyrir okkur.“ Lögreglan í Hafnarfirði, barnaverndaryfirvöld og skólasamfélagið í bænum vinna í nánu samstarfi við að reyna fræða börnin. vísir/egill Oftast kemst upp um börnin vegna einkenna af vímunni og þá hafa foreldrar eða skólayfirvöld samband við lögreglu. Lögreglan í hafnarfirði er í nánu samstarfi við skólayfirvöld og barnavernd og reynir markvisst að ná til áhættuhópa. „En á meðan þetta Covid er í gangi er erfiðara fyrir okkur að heimsækja skólana og hitta börnin til að fræða þannig Covid er ekki að hjalpa okkur í þessu,“ segir Guðjón Rúnar. Einnig áhyggjur af kannabisneyslu barnanna Þá segist Guðjón ekki síður hafa áhyggjur af kannabisneyslu svo ungra barna. „Með aukinni umræðu er eins og það sé verið að normalísera neysluna og þar af leiðandi halda börnin að þetta sé í lagi. Sem er engan veginn því að efnin eru skaðleg og ennþá skaðlegri þegar þú ert yngri.“ Þá reynist börnunum erfitt að fjármagna neysluna. „Það hefur komið upp að krakkar séu að rúlla sér úr notuðum kannabisjónum sem liggja á stöðum þar sem mikið er reykt. Ef þörfin er orðin svona mikil að þú sért tilbúin að ganga svona langt þá getur það ekki verið gott,“ segir Guðjón. Börn og uppeldi Lögreglumál Fíkn Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira
Guðjón Rúnar Sveinsson, varðstjóri hjá lögreglunni í Hafnarfirði hefur áhyggjur af neyslu grunnskólabarna á kannabis og fíkniefninu Spice. Spice svipar til kannabis en er mörgum sinnum sterkara. Merki eru um að yngri börn séu farin að neyta efnanna. „Við höfum orðið vör við krakka niður í sjöunda bekk og niðri grunnskóla aldur sem eru að selja þetta sín á milli,“ segir Guðjón Rúnar. Kannabisneysla barna sé ekki ný af nálinni en sveiflist á milli ára. Spice neyslan sé hins vegar frekar nýtilkomin. „Þau eru að reykja þetta með veipi og í einhverjum tilvikum eru þau að reykja þetta með því að setja það í sígarettur,“ segir Guðjón Rúnar. Guðjón Rúnar segist ekki geta sagt hvað hópurinn er stór en það hafi verið þó nokkuð um neyslu meðal barna í Hafnarfirði. Mikil vanlíðan sem fylgir neyslu á Spice Áhrifin af spice geti svipað til áhrifa af kannabis en séu þó talsvert meiri. „Paranoja, ógleði og alls kyns vanlíðan kemur í tenglsum við þetta í framhaldinu,“ segir Guðjón og bætir við að erfitt geti reynst að greina efnið og því frekar auðvelt fyrir börnin að fela neysluna. Efnið sé nær lyktarlaust. „Þá greinist þetta efni ekki í þvagprufu sem gerir þetta mun erfiðara fyrir okkur.“ Lögreglan í Hafnarfirði, barnaverndaryfirvöld og skólasamfélagið í bænum vinna í nánu samstarfi við að reyna fræða börnin. vísir/egill Oftast kemst upp um börnin vegna einkenna af vímunni og þá hafa foreldrar eða skólayfirvöld samband við lögreglu. Lögreglan í hafnarfirði er í nánu samstarfi við skólayfirvöld og barnavernd og reynir markvisst að ná til áhættuhópa. „En á meðan þetta Covid er í gangi er erfiðara fyrir okkur að heimsækja skólana og hitta börnin til að fræða þannig Covid er ekki að hjalpa okkur í þessu,“ segir Guðjón Rúnar. Einnig áhyggjur af kannabisneyslu barnanna Þá segist Guðjón ekki síður hafa áhyggjur af kannabisneyslu svo ungra barna. „Með aukinni umræðu er eins og það sé verið að normalísera neysluna og þar af leiðandi halda börnin að þetta sé í lagi. Sem er engan veginn því að efnin eru skaðleg og ennþá skaðlegri þegar þú ert yngri.“ Þá reynist börnunum erfitt að fjármagna neysluna. „Það hefur komið upp að krakkar séu að rúlla sér úr notuðum kannabisjónum sem liggja á stöðum þar sem mikið er reykt. Ef þörfin er orðin svona mikil að þú sért tilbúin að ganga svona langt þá getur það ekki verið gott,“ segir Guðjón.
Börn og uppeldi Lögreglumál Fíkn Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira