Mikil aðsókn hjá Stígamótum og ný #MeToo bylting hafin Nadine Guðrún Yaghi skrifar 7. maí 2021 17:35 Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir talskona Stígamóta segir að margir hafi leitað til Stígamóta síðustu vikuna. Stöð 2/Einar Talskona Stígamóta segir að ný #MeToo bylting sé hafin. Margir þolendur kynferðisofbeldis hafa leitað til samtakanna í vikunni. Síðustu daga hafa fjölmargir þolendur stigið fram á samfélagsmiðlum og opnað sig um kynferðisofbeldi og viðbrögð samfélagsins í þeim efnum. Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir talskona Stígamóta segir að um sé að ræða aðra #MeToo byltingu. „Það eru hundruð manns búnir að deila sögunum sínum af ofbeldi á Twitter í gær þannig að ég upplifi það þannig,“ segir Steinunn. Mál fjölmiðlamannsins Sölva Tryggvasonar hefur verið mikið í umræðunni síðustu daga. Lögmaður tveggja kvenna sendi yfirlýsingu til fjölmiðla á dögunum þar sem fram kom að hann yrði kærður fyrir líkamsárás og kynferðisbrot. Fyrir það hafði málið vakið mikla athygli þar sem Sölvi bar af sér sakir í eigin hlaðvarpsþætti. Gerendameðvirkni komið á óvart „Ég held að það hafi komið aftan að fólki í vikunni þegar það allt í einu verður vitni af rosalegri gerendameðvirkni, vilja fólks til að stökkva á vagninn og trúa þeim sem er sakaður um ofbeldi án þess að hafa nokkuð fyrir sér endilega og þekkja nokkuð málavexti,“ segir Steinunn Margir hafi talið að samfélagið væri komið lengra og þolendur nytu vafans. Aðsókn á Stígamótum hafi aukist gríðarlega síðustu vikuna. „Og eðlilega þegar það koma upp svona umræður um að brotaþolum sé ekki trúað. Það ýtir við mjög mörgum að leita sér aðstoðar eða fólk upplifir erfiðar tilfinningar í kjölfarið af því, þannig það er mjög mikil aðsókn hingað í augnablikinu,“ segir Steinunn. #MeToo byltinging fyrir tveimur árum hafi aðallega snúist um hversu margar konur hefðu orðið fyrir kynferðislegri áreitni og ofbeldi. Nú sé meira ákall um að karlar taki þátt í umræðunni. „Bæði sem stuðningsmenn en líka til þess að taka ábyrgð á því sem þeir hafa mögulega gert,“ segir Steinunn. Ekki ábyrgð þolanda að margir liggi undir grun Síðustu daga hafa sumir stigið fram og lýst meintum geranda á nákvæman hátt, það er stöðu, menntun og svo framvegis. Í einhverjum tilvikum hefur lýsingin átt við um hóp saklausra sem hefur þá þurft að sverja ofbeldið af sér. Steinunn segir ekki margar leiðir færar fyrir þolendur í þessum efnum. Meirihluti kærða mála séu felld niður og endi því ekki fyrir dómi. „Langflestar hafa engan sektardóm og eru þar með að útsetja sig fyrir meiðyrðakæru ef þær nefna gerandann á nafn þannig þá eru þær orðnar einhvers konar gerendur. Þannig þær nota þær leiðir sem þær geta og þá auðvitað liggja margir undir grun,“ segir Steinunn og bætir við að það sé ekki ábyrgð þolenda að margir liggi undir grun. Það sé ábyrgð kerfisins, samfélagsins og gerandans. MeToo Kynferðisofbeldi Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Sjá meira
Síðustu daga hafa fjölmargir þolendur stigið fram á samfélagsmiðlum og opnað sig um kynferðisofbeldi og viðbrögð samfélagsins í þeim efnum. Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir talskona Stígamóta segir að um sé að ræða aðra #MeToo byltingu. „Það eru hundruð manns búnir að deila sögunum sínum af ofbeldi á Twitter í gær þannig að ég upplifi það þannig,“ segir Steinunn. Mál fjölmiðlamannsins Sölva Tryggvasonar hefur verið mikið í umræðunni síðustu daga. Lögmaður tveggja kvenna sendi yfirlýsingu til fjölmiðla á dögunum þar sem fram kom að hann yrði kærður fyrir líkamsárás og kynferðisbrot. Fyrir það hafði málið vakið mikla athygli þar sem Sölvi bar af sér sakir í eigin hlaðvarpsþætti. Gerendameðvirkni komið á óvart „Ég held að það hafi komið aftan að fólki í vikunni þegar það allt í einu verður vitni af rosalegri gerendameðvirkni, vilja fólks til að stökkva á vagninn og trúa þeim sem er sakaður um ofbeldi án þess að hafa nokkuð fyrir sér endilega og þekkja nokkuð málavexti,“ segir Steinunn Margir hafi talið að samfélagið væri komið lengra og þolendur nytu vafans. Aðsókn á Stígamótum hafi aukist gríðarlega síðustu vikuna. „Og eðlilega þegar það koma upp svona umræður um að brotaþolum sé ekki trúað. Það ýtir við mjög mörgum að leita sér aðstoðar eða fólk upplifir erfiðar tilfinningar í kjölfarið af því, þannig það er mjög mikil aðsókn hingað í augnablikinu,“ segir Steinunn. #MeToo byltinging fyrir tveimur árum hafi aðallega snúist um hversu margar konur hefðu orðið fyrir kynferðislegri áreitni og ofbeldi. Nú sé meira ákall um að karlar taki þátt í umræðunni. „Bæði sem stuðningsmenn en líka til þess að taka ábyrgð á því sem þeir hafa mögulega gert,“ segir Steinunn. Ekki ábyrgð þolanda að margir liggi undir grun Síðustu daga hafa sumir stigið fram og lýst meintum geranda á nákvæman hátt, það er stöðu, menntun og svo framvegis. Í einhverjum tilvikum hefur lýsingin átt við um hóp saklausra sem hefur þá þurft að sverja ofbeldið af sér. Steinunn segir ekki margar leiðir færar fyrir þolendur í þessum efnum. Meirihluti kærða mála séu felld niður og endi því ekki fyrir dómi. „Langflestar hafa engan sektardóm og eru þar með að útsetja sig fyrir meiðyrðakæru ef þær nefna gerandann á nafn þannig þá eru þær orðnar einhvers konar gerendur. Þannig þær nota þær leiðir sem þær geta og þá auðvitað liggja margir undir grun,“ segir Steinunn og bætir við að það sé ekki ábyrgð þolenda að margir liggi undir grun. Það sé ábyrgð kerfisins, samfélagsins og gerandans.
MeToo Kynferðisofbeldi Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Sjá meira