United-menn hæstánægðir með lífvarðatilburði Cavanis Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. maí 2021 15:31 Edinson Cavani var ekki tilbúinn að leyfa Rómverjum að vaða yfir Mason Greenwood. getty/Matthew Peters Edinson Cavani skoraði bæði mörk Manchester United gegn Roma í seinni leik liðanna í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í gær. Stuðningsmenn United voru ekki bara ánægðir með mörkin tvö heldur einnig þegar Cavani varði hinn unga samherja sinn, Mason Greenwood. United tapaði leiknum í Róm í gær, 3-2, en það kom ekki að sök. Enska liðið vann fyrri leikinn, 6-2, og einvígið 8-5 samanlagt. Cavani fór mikinn í leikjunum tveimur. Hann skoraði tvö mörk í þeim báðum og lagði auk þess upp þrjú mörk í fyrri leiknum. Úrúgvæinn kom því með beinum hætti að sjö af átta mörkum United í einvíginu. Það gladdi stuðningsmenn United líka að sjá þegar Cavani tók til varna fyrir Greenwood þegar tveir leikmenn Roma, þeir Rick Karsdorp og Gianluca Mancini, létu strákinn heyra það. Cavani var fljótur að bregðast við þegar Rómverjarnir sóttu að Greenwood, ýtti við Karsdorp og skammaði Mancini. Cavani fékk gult spjald fyrir en stuðningsmönnum United var slétt sama um það og hrósuðu honum í hástert á samfélagsmiðlum. Atvikið og mörkin úr leiknum má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Roma 3-2 Man. Utd. Enn er ekki ljóst hvort Cavani verður áfram hjá United en hann hefur verið orðaður við Boca Juniors í Argentínu. Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri United, vill ólmur halda Úrúgvæanum sem hefur leikið sérlega vel að undanförnu. United sækir Aston Villa heim í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. United er í 2. sæti deildarinnar. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Evrópudeild UEFA Enski boltinn Tengdar fréttir Þetta var smá eins og körfuboltaleikur Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, ræddi við BT Sport að loknu 3-2 tapi Manchester United í Róm í kvöld. Liðið er samt sem áður komið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. 6. maí 2021 21:30 Manchester United komið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar Roma lagði Manchester United 3-2 í síðari leik liðanna í undanúrslitum Evrópudeildarinnar. Gestirnir unnu fyrri leik liðanna 6-2 og einvígið þar með 8-5 samanlagt. Lærisveinar Ole Gunnar Solskjær því komnir í úrslit Evrópudeildarinnar. 6. maí 2021 20:55 Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR Sjá meira
United tapaði leiknum í Róm í gær, 3-2, en það kom ekki að sök. Enska liðið vann fyrri leikinn, 6-2, og einvígið 8-5 samanlagt. Cavani fór mikinn í leikjunum tveimur. Hann skoraði tvö mörk í þeim báðum og lagði auk þess upp þrjú mörk í fyrri leiknum. Úrúgvæinn kom því með beinum hætti að sjö af átta mörkum United í einvíginu. Það gladdi stuðningsmenn United líka að sjá þegar Cavani tók til varna fyrir Greenwood þegar tveir leikmenn Roma, þeir Rick Karsdorp og Gianluca Mancini, létu strákinn heyra það. Cavani var fljótur að bregðast við þegar Rómverjarnir sóttu að Greenwood, ýtti við Karsdorp og skammaði Mancini. Cavani fékk gult spjald fyrir en stuðningsmönnum United var slétt sama um það og hrósuðu honum í hástert á samfélagsmiðlum. Atvikið og mörkin úr leiknum má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Roma 3-2 Man. Utd. Enn er ekki ljóst hvort Cavani verður áfram hjá United en hann hefur verið orðaður við Boca Juniors í Argentínu. Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri United, vill ólmur halda Úrúgvæanum sem hefur leikið sérlega vel að undanförnu. United sækir Aston Villa heim í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. United er í 2. sæti deildarinnar. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA Enski boltinn Tengdar fréttir Þetta var smá eins og körfuboltaleikur Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, ræddi við BT Sport að loknu 3-2 tapi Manchester United í Róm í kvöld. Liðið er samt sem áður komið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. 6. maí 2021 21:30 Manchester United komið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar Roma lagði Manchester United 3-2 í síðari leik liðanna í undanúrslitum Evrópudeildarinnar. Gestirnir unnu fyrri leik liðanna 6-2 og einvígið þar með 8-5 samanlagt. Lærisveinar Ole Gunnar Solskjær því komnir í úrslit Evrópudeildarinnar. 6. maí 2021 20:55 Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR Sjá meira
Þetta var smá eins og körfuboltaleikur Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, ræddi við BT Sport að loknu 3-2 tapi Manchester United í Róm í kvöld. Liðið er samt sem áður komið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. 6. maí 2021 21:30
Manchester United komið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar Roma lagði Manchester United 3-2 í síðari leik liðanna í undanúrslitum Evrópudeildarinnar. Gestirnir unnu fyrri leik liðanna 6-2 og einvígið þar með 8-5 samanlagt. Lærisveinar Ole Gunnar Solskjær því komnir í úrslit Evrópudeildarinnar. 6. maí 2021 20:55
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti