Næststærsti gróðureldur á Íslandi í fimmtán ár Kjartan Kjartansson skrifar 5. maí 2021 16:19 Eldurinn í Heiðmörk skilur eftir sig sviðna jörð. Misjafnt er hversu vel svæði jafna sig eftir gróðurelda og ekki er víst að það grói upp eins og áður. Vísir/RAX Gróðureldurinn í Heiðmörk í gær virðist hafa verið sá næststærsti á Íslandi frá brunanum mikla á Mýrum í Borgarfirði fyrir fimmtán árum. Fyrstu fjórir mánuðir ársins voru þeir þurrustu í Reykjavík í meira en aldarfjórðung. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu áætlar að rúmlega tveir ferkílómetrar gróðurlendis hafi brunnið í Heiðmörk, um 200 hektarar. Aðeins eldurinn á Fáskrúðsbakka á Snæfellsnesi í maí árið 2015 var stærri, um 319 hektarar, undanfarin fimmtán ár. Báðir gróðureldarnir blikna þó í samanburði við eldinn mikla á Mýrum sem kviknaði 30. mars árið 2006 og brenndi 6.700 hektara áður en yfir lauk. „Við erum að gera klár okkar tæki, flygildi og slíkt, og svo förum við og myndum þetta úr lofti. Þá fáum við nákvæman hektarafjölda á hversu stórt svæði þetta er. Miðað við þessar fréttir sem hafa komið er þetta með þeim allra stærstu,“ segir Járngerður Grétarsdóttir, gróðurvistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, um umfang eldsins í Heiðmörk við Vísi. Töluvert af því landi sem brann í gær er skógræktarland þar sem birki og fura hefur verið ræktuð undanfarin ár. Járngerður segir að samkvæmt vistkerfakortum Náttúrufræðistofnunar sé einnig mikið af lúpínusinu og grasmóa þar. Gleggri mynd fáist af því hvað brann þegar mælingar úr lofti hafa farið fram en hún ætlar einnig að ganga um svæðið og kynna sér aðstæður sjálf í dag. Trjágróður var eldinum að bráð. Slökkvilið telur að um tveir ferkílómetrar lands hafi brunnið en til stendur að kanna svæðið úr lofti til að leggja nákvæmara mat á það á næstunni.Vísir/RAX Rætur birkitrjáa geta lifað af Misjafnt er hvort og hversu vel gróðurinn nær sér eftir skakkaföll af þessu tagi. Járngerður segir að gróðurskemmdir verði alltaf í eldi sem þessum og gróðurinn sem vex upp aftur verði ekki endilega sá sami og var fyrir. Þannig vaxi til dæmis oft upp mikið gras og blómplöntur eftir gróðurelda. „Lyng eins og bláberjalyng kemur oft rosalega fljótt upp aftur því það er með ræturnar svo neðarlega að eldurinn nær ekki að svíða þær,“ segir Járngerður. Á hinn bóginn eigi kræki- og sortulyng erfiðara uppdráttar. Hvað trjágróður varðar nefnir Járngerður að nokkuð af birkitrjám hafi lifað af þegar um þrettán hektarar af gömlum birkiskógi brann í Norðurárdal í Borgarfirði síðasta vor. „Það er ekki nærri því alltaf sem birkitrén drepast. Stundum lifir rótin af og þá koma svokölluð rótarskot upp. Það kemur líka stundum fyrir að greinarnar brenna en það lifnar út úr endunum á greinunum. Stofninn sviðnar en tréð drepst ekki og svo koma lifandi greinar í endana,“ segir Járngerður. Jafnvel þó að rætur birkitrjánna lifi af þurrkar eldurinn út áratugi af vexti þeirra og kemur þeim aftur á byrjunarreit. Erlendis græða tegundir eins og stafafura á gróðureldum þar sem þeir opna könglana og hún getur þá sáð sér víðar. „Hún er svolítið háð þessari hringrás að brenna þannig að það sé endurnýjun,“ segir Járngerður. Það eigi eftir að koma í ljós hvernig furur í Heiðmörk fóru út úr eldinum og hvaða áhrif hann hefur á þær. Svæðið sem brann í gær er á vatnsverndarsvæði Veitna vegna vatnsbólsins sem sér Reykvíkingum, Mosfellingum og Seltirningum fyrir drykkjarvatni. Því þurfti að fara sérstaklega gætilega með þunga slökkviliðs- og dælibíla vegna hættu á olíumengun.Vísir/Vilhelm Mikið kolefni sem losnar Ljóst er að verulegt magn kolefnis sem var bundið í trjám og gróðri í Heiðmörk hefur losnað út í andrúmsloftið í eldinum í gær. Járngerður segir að á meðan ekki liggi fyrir nákvæmar tölur um hversu stórt svæði brann og hvers konar gróður var þar sé erfitt að meta magnið. „Það fer eftir því hvers lags gróður brennur, hversu stórt skóglendi er þarna, hvort það sé mikil lúpínusina. Það er mikið af kolefni sem losnar en við getum ekki sagt til um það strax hversu mikið,“ segir hún. Járngerður Grétarsdóttir, gróðurvistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Þurrustu mánuðir í Reykjavík frá 1995 Eldurinn í gær kviknaði í þurru og sólríku veðri í gær en enga úrkomu hefur gert á suðvesturhorninu í rúma viku. Úrkoma í Reykjavík í apríl mældist 38,4 millímetrar sem er 65% af meðalúrkomu áranna 1991 til 2020. Fyrstu fjórir mánuðir ársins hafa verið óvenjuþurrir í Reykjavík. Heildarúrkoma þeirra var um 60% af meðalúrkomu áranna 1991 til 2020 samkvæmt samantekt Veðurstofu Íslands á tíðarfari í apríl. Ekki hefur verið jafnþurrt í Reykjavík á þessu tímabili í rúman aldarfjórðung. Í skýrslu vísindanefndar um áhrif loftslagsbreytinga á Íslandi sem kom út árið 2018 var varað við því að með aukinni framleiðslu gróðurs, aukinni útbreiðslu skóga og minni beit aukist hætta á sinu- og skógareldum. Minnkandi snjóhula auk breytinga á úrkomu að vori og sumri hafi einnig áhrif á eldhættuna. Uppfært 11.5.21 Samkvæmt mælingum Skógræktarfélags Reykjavíkur brann 61 hektari lands í Heiðmörk. Miðað við það var eldurinn sá þriðji stærsti frá 2006. Gróðureldar í Heiðmörk Gróðureldar á Íslandi Tengdar fréttir Telja ekki að eldur af þessari stærð ógni vatnsbóli borgarinnar Gripið var til aðgerða til þess að fyrirbyggja að gróðureldur sem kviknaði í Heiðmörk í gærkvöldi kæmist í mannvirki og búnað vatnsbóla höfuðborgarinnar þar og fyrirbyggja mengunarslys. Ekki er talið að gróðureldar á yfirborði af þessari stærðargráðu og á þessum stað hafi mælanleg áhrif á vatnsgæði. 5. maí 2021 11:57 Vita hvorki hvar eldurinn kviknaði né hvers vegna Upptök sinubrunans í Heiðmörk í gær liggja enn á huldu, að sögn varðstjóra hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Erfitt var fyrir slökkvilið að komast að eldinum þar sem hann barst og varð töluvert svæði eldinum að bráð. 5. maí 2021 11:21 Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Richard Attenborough allur Erlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Fleiri fréttir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Sjá meira
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu áætlar að rúmlega tveir ferkílómetrar gróðurlendis hafi brunnið í Heiðmörk, um 200 hektarar. Aðeins eldurinn á Fáskrúðsbakka á Snæfellsnesi í maí árið 2015 var stærri, um 319 hektarar, undanfarin fimmtán ár. Báðir gróðureldarnir blikna þó í samanburði við eldinn mikla á Mýrum sem kviknaði 30. mars árið 2006 og brenndi 6.700 hektara áður en yfir lauk. „Við erum að gera klár okkar tæki, flygildi og slíkt, og svo förum við og myndum þetta úr lofti. Þá fáum við nákvæman hektarafjölda á hversu stórt svæði þetta er. Miðað við þessar fréttir sem hafa komið er þetta með þeim allra stærstu,“ segir Járngerður Grétarsdóttir, gróðurvistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, um umfang eldsins í Heiðmörk við Vísi. Töluvert af því landi sem brann í gær er skógræktarland þar sem birki og fura hefur verið ræktuð undanfarin ár. Járngerður segir að samkvæmt vistkerfakortum Náttúrufræðistofnunar sé einnig mikið af lúpínusinu og grasmóa þar. Gleggri mynd fáist af því hvað brann þegar mælingar úr lofti hafa farið fram en hún ætlar einnig að ganga um svæðið og kynna sér aðstæður sjálf í dag. Trjágróður var eldinum að bráð. Slökkvilið telur að um tveir ferkílómetrar lands hafi brunnið en til stendur að kanna svæðið úr lofti til að leggja nákvæmara mat á það á næstunni.Vísir/RAX Rætur birkitrjáa geta lifað af Misjafnt er hvort og hversu vel gróðurinn nær sér eftir skakkaföll af þessu tagi. Járngerður segir að gróðurskemmdir verði alltaf í eldi sem þessum og gróðurinn sem vex upp aftur verði ekki endilega sá sami og var fyrir. Þannig vaxi til dæmis oft upp mikið gras og blómplöntur eftir gróðurelda. „Lyng eins og bláberjalyng kemur oft rosalega fljótt upp aftur því það er með ræturnar svo neðarlega að eldurinn nær ekki að svíða þær,“ segir Járngerður. Á hinn bóginn eigi kræki- og sortulyng erfiðara uppdráttar. Hvað trjágróður varðar nefnir Járngerður að nokkuð af birkitrjám hafi lifað af þegar um þrettán hektarar af gömlum birkiskógi brann í Norðurárdal í Borgarfirði síðasta vor. „Það er ekki nærri því alltaf sem birkitrén drepast. Stundum lifir rótin af og þá koma svokölluð rótarskot upp. Það kemur líka stundum fyrir að greinarnar brenna en það lifnar út úr endunum á greinunum. Stofninn sviðnar en tréð drepst ekki og svo koma lifandi greinar í endana,“ segir Járngerður. Jafnvel þó að rætur birkitrjánna lifi af þurrkar eldurinn út áratugi af vexti þeirra og kemur þeim aftur á byrjunarreit. Erlendis græða tegundir eins og stafafura á gróðureldum þar sem þeir opna könglana og hún getur þá sáð sér víðar. „Hún er svolítið háð þessari hringrás að brenna þannig að það sé endurnýjun,“ segir Járngerður. Það eigi eftir að koma í ljós hvernig furur í Heiðmörk fóru út úr eldinum og hvaða áhrif hann hefur á þær. Svæðið sem brann í gær er á vatnsverndarsvæði Veitna vegna vatnsbólsins sem sér Reykvíkingum, Mosfellingum og Seltirningum fyrir drykkjarvatni. Því þurfti að fara sérstaklega gætilega með þunga slökkviliðs- og dælibíla vegna hættu á olíumengun.Vísir/Vilhelm Mikið kolefni sem losnar Ljóst er að verulegt magn kolefnis sem var bundið í trjám og gróðri í Heiðmörk hefur losnað út í andrúmsloftið í eldinum í gær. Járngerður segir að á meðan ekki liggi fyrir nákvæmar tölur um hversu stórt svæði brann og hvers konar gróður var þar sé erfitt að meta magnið. „Það fer eftir því hvers lags gróður brennur, hversu stórt skóglendi er þarna, hvort það sé mikil lúpínusina. Það er mikið af kolefni sem losnar en við getum ekki sagt til um það strax hversu mikið,“ segir hún. Járngerður Grétarsdóttir, gróðurvistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Þurrustu mánuðir í Reykjavík frá 1995 Eldurinn í gær kviknaði í þurru og sólríku veðri í gær en enga úrkomu hefur gert á suðvesturhorninu í rúma viku. Úrkoma í Reykjavík í apríl mældist 38,4 millímetrar sem er 65% af meðalúrkomu áranna 1991 til 2020. Fyrstu fjórir mánuðir ársins hafa verið óvenjuþurrir í Reykjavík. Heildarúrkoma þeirra var um 60% af meðalúrkomu áranna 1991 til 2020 samkvæmt samantekt Veðurstofu Íslands á tíðarfari í apríl. Ekki hefur verið jafnþurrt í Reykjavík á þessu tímabili í rúman aldarfjórðung. Í skýrslu vísindanefndar um áhrif loftslagsbreytinga á Íslandi sem kom út árið 2018 var varað við því að með aukinni framleiðslu gróðurs, aukinni útbreiðslu skóga og minni beit aukist hætta á sinu- og skógareldum. Minnkandi snjóhula auk breytinga á úrkomu að vori og sumri hafi einnig áhrif á eldhættuna. Uppfært 11.5.21 Samkvæmt mælingum Skógræktarfélags Reykjavíkur brann 61 hektari lands í Heiðmörk. Miðað við það var eldurinn sá þriðji stærsti frá 2006.
Gróðureldar í Heiðmörk Gróðureldar á Íslandi Tengdar fréttir Telja ekki að eldur af þessari stærð ógni vatnsbóli borgarinnar Gripið var til aðgerða til þess að fyrirbyggja að gróðureldur sem kviknaði í Heiðmörk í gærkvöldi kæmist í mannvirki og búnað vatnsbóla höfuðborgarinnar þar og fyrirbyggja mengunarslys. Ekki er talið að gróðureldar á yfirborði af þessari stærðargráðu og á þessum stað hafi mælanleg áhrif á vatnsgæði. 5. maí 2021 11:57 Vita hvorki hvar eldurinn kviknaði né hvers vegna Upptök sinubrunans í Heiðmörk í gær liggja enn á huldu, að sögn varðstjóra hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Erfitt var fyrir slökkvilið að komast að eldinum þar sem hann barst og varð töluvert svæði eldinum að bráð. 5. maí 2021 11:21 Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Richard Attenborough allur Erlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Fleiri fréttir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Sjá meira
Telja ekki að eldur af þessari stærð ógni vatnsbóli borgarinnar Gripið var til aðgerða til þess að fyrirbyggja að gróðureldur sem kviknaði í Heiðmörk í gærkvöldi kæmist í mannvirki og búnað vatnsbóla höfuðborgarinnar þar og fyrirbyggja mengunarslys. Ekki er talið að gróðureldar á yfirborði af þessari stærðargráðu og á þessum stað hafi mælanleg áhrif á vatnsgæði. 5. maí 2021 11:57
Vita hvorki hvar eldurinn kviknaði né hvers vegna Upptök sinubrunans í Heiðmörk í gær liggja enn á huldu, að sögn varðstjóra hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Erfitt var fyrir slökkvilið að komast að eldinum þar sem hann barst og varð töluvert svæði eldinum að bráð. 5. maí 2021 11:21