Lífið

Sér ekki eftir neinu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Aron Can skemmtilegur í yfirheyrslu.
Aron Can skemmtilegur í yfirheyrslu.

Tónlistarmaðurinn Aron Can mætti í Yfirheyrsluna í Brennslunni á FM957 á dögunum.

Þar svaraði hann nokkrum miserfiðum spurningum og fengu hlustendur að kynnast honum betur.

Uppáhalds matur Arons er pasta, að hans mati er fyndnasti Íslendingurinn umboðsmaður hans Ólafur Thors. Sem unglingur var Aron skotinn í sjónvarpskonunni Ragnhildi Steinunni.

Það klikkaðasta sem hann hefur gert á ævi var að mæta mjög ölvaður á tónleika. „Það var svolítið klikkað og eitthvað sem ég geri ekki aftur. Fór í smá bann í menntaskólanum og lærði svolítið á því og það gerist ekki aftur,“ segir Aron Can.

Hann segist ekki sjá eftir neinu í lífi sínu.

Aron gaf á dögunum út tónlistarmyndband við lögin Flýg upp og Varlega af væntanlegri plötu. Með aðalhlutverk í fara Aron Can sjálfur, tónlistarkonan GDRN og Birnir. Mikið var lagt í tökur á þessu kvikmyndaverki sem gerist í Reykjavík í framtíðinni.

Klippa: Aron Can - Flýg upp // Varlega

Tengdar fréttir

Stemning á forsýningu Arons Can í Egilshöll

Tónlistarmaðurinn Aron Can var með sérstaka forsýningu á tónlistarmyndbandi sínu við lögin Flýg upp og Varlega. Fjölmennt var í Egilshöll þar sem lögin voru spiluð í fyrsta skipti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×