Þórólfur segir aðgerðir á landamærum skila árangri Heimir Már Pétursson skrifar 4. maí 2021 20:31 Heilbrigðisráðherra býst við að hægt verði að slaka töluvert á sóttvarnaaðgerðum undir lok næstu viku en ákvað í dag að framlengja gildandi sóttvarnareglur um viku. Sóttvarnalæknir segir nýjustu aðgerðir á landamærunum hafa skilað árangri. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ákvað í morgun að framlengja reglugerð um sóttvarnatakmarkanir sem ella hefði fallið úr gildi á fimmtudag um viku. Sóttvarnalækni lagði til að staldrað yrði við í eina til tvær vikur með tilslakanir. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.Vísir/vilhelm Svandís segir flesta hafa greinst innan sóttkvíar að undanförnu og það sé gott. „Við höfum góða stjórn á landamærunum en sjáum að mikla fjölgun á fólki sem er að koma þar inn. Bólusetningarnar eru að ganga mjög vel. Þannig að ég tel að í næstu viku höfum við allar forsendur til að taka skref í átt til afléttingar. Enda er það í samræmi við okkar áætlanir,“ segir heilbrigðisráðherra. Þórólfur segir rétt að fara varlega í tilslakanir. „Við erum nýbúin að vera með nokkur hópsmit í gangi og erum enn að greina fólk í tengslum við þessi hópsmit. Eins og gerðist til dæmis í gær. Ég held við eigum að fara varlega og reyna að halda þessum árangri. Halda áfram að aflétta frekar en fara of hratt og þurfa þá að bakka,” segir Þórólfur. Heilbrigðisráðherra og sóttvarnalæknir eru bæði mjög sátt við gang bólusetninga og reikna með að hjarðónæmi verði náð í júlímánuði. „Og ég held að það sé mjög raunhæft að við getum ráðist í frekari afléttingar í næstu viku,” segir Þórólfur. Hann voni að verið sé að ná utanum þær hópsýkingar sem grasserað hafi að undanförnu. „Samt erum við að greina einstaklinga sem komu ekki upp í rakningunni en tengjast þessum hópsmitum. Þannig að veiran er enn þarna úti og það er það sem ég vil minna á,“ segir sóttvarnalæknir. Nýjustu aðgerðir á landamærunum hafi skilað árangri en þær feli í sér mikla áskorun og vinnu fyrir alla sem að komi þar og í sóttvarnahúsi. Færri greinist nú við landamærin. „Það kann vel að vera að þessar aðgerðir núna velji einhvern veginn betur út þá sem eru ekki smitaðir. Kannski vorum við að fá fólk meira sem var smitað. Við erum klárlega að fá minna smit inn í landið eins og staðan er,“ segir Þórólfur Guðnason. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Framlengir núgildandi takmarkanir um eina viku Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ætlar að framlengja gildistíma núgildandi sóttvarnaráðstafana um eina viku eða út 12. maí. Reglugerðin hefði að óbreyttu runnið út á miðnætti á morgun. Líklega verður fólk boðað í bólusetningu af handahófi eftir að forgangshópar verða kláraðir. 4. maí 2021 11:12 Sex greindust innanlands og einn utan sóttkvíar Sex greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Einn greindist utan sóttkvíar. Um er að ræða fyrsta smitið sem greinist utan sóttkvíar hér á landi frá 28. apríl. 4. maí 2021 10:57 Klappað fyrir Ölmu þegar hún var bólusett Alma Möller, landlæknir, fékk klukkan tíu í morgun fyrri bólusetninguna gegn Covid-19 í Laugardalshöll. Hún var bólusett með bóluefni Pfizer. 4. maí 2021 10:36 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ákvað í morgun að framlengja reglugerð um sóttvarnatakmarkanir sem ella hefði fallið úr gildi á fimmtudag um viku. Sóttvarnalækni lagði til að staldrað yrði við í eina til tvær vikur með tilslakanir. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.Vísir/vilhelm Svandís segir flesta hafa greinst innan sóttkvíar að undanförnu og það sé gott. „Við höfum góða stjórn á landamærunum en sjáum að mikla fjölgun á fólki sem er að koma þar inn. Bólusetningarnar eru að ganga mjög vel. Þannig að ég tel að í næstu viku höfum við allar forsendur til að taka skref í átt til afléttingar. Enda er það í samræmi við okkar áætlanir,“ segir heilbrigðisráðherra. Þórólfur segir rétt að fara varlega í tilslakanir. „Við erum nýbúin að vera með nokkur hópsmit í gangi og erum enn að greina fólk í tengslum við þessi hópsmit. Eins og gerðist til dæmis í gær. Ég held við eigum að fara varlega og reyna að halda þessum árangri. Halda áfram að aflétta frekar en fara of hratt og þurfa þá að bakka,” segir Þórólfur. Heilbrigðisráðherra og sóttvarnalæknir eru bæði mjög sátt við gang bólusetninga og reikna með að hjarðónæmi verði náð í júlímánuði. „Og ég held að það sé mjög raunhæft að við getum ráðist í frekari afléttingar í næstu viku,” segir Þórólfur. Hann voni að verið sé að ná utanum þær hópsýkingar sem grasserað hafi að undanförnu. „Samt erum við að greina einstaklinga sem komu ekki upp í rakningunni en tengjast þessum hópsmitum. Þannig að veiran er enn þarna úti og það er það sem ég vil minna á,“ segir sóttvarnalæknir. Nýjustu aðgerðir á landamærunum hafi skilað árangri en þær feli í sér mikla áskorun og vinnu fyrir alla sem að komi þar og í sóttvarnahúsi. Færri greinist nú við landamærin. „Það kann vel að vera að þessar aðgerðir núna velji einhvern veginn betur út þá sem eru ekki smitaðir. Kannski vorum við að fá fólk meira sem var smitað. Við erum klárlega að fá minna smit inn í landið eins og staðan er,“ segir Þórólfur Guðnason.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Framlengir núgildandi takmarkanir um eina viku Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ætlar að framlengja gildistíma núgildandi sóttvarnaráðstafana um eina viku eða út 12. maí. Reglugerðin hefði að óbreyttu runnið út á miðnætti á morgun. Líklega verður fólk boðað í bólusetningu af handahófi eftir að forgangshópar verða kláraðir. 4. maí 2021 11:12 Sex greindust innanlands og einn utan sóttkvíar Sex greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Einn greindist utan sóttkvíar. Um er að ræða fyrsta smitið sem greinist utan sóttkvíar hér á landi frá 28. apríl. 4. maí 2021 10:57 Klappað fyrir Ölmu þegar hún var bólusett Alma Möller, landlæknir, fékk klukkan tíu í morgun fyrri bólusetninguna gegn Covid-19 í Laugardalshöll. Hún var bólusett með bóluefni Pfizer. 4. maí 2021 10:36 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
Framlengir núgildandi takmarkanir um eina viku Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ætlar að framlengja gildistíma núgildandi sóttvarnaráðstafana um eina viku eða út 12. maí. Reglugerðin hefði að óbreyttu runnið út á miðnætti á morgun. Líklega verður fólk boðað í bólusetningu af handahófi eftir að forgangshópar verða kláraðir. 4. maí 2021 11:12
Sex greindust innanlands og einn utan sóttkvíar Sex greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Einn greindist utan sóttkvíar. Um er að ræða fyrsta smitið sem greinist utan sóttkvíar hér á landi frá 28. apríl. 4. maí 2021 10:57
Klappað fyrir Ölmu þegar hún var bólusett Alma Möller, landlæknir, fékk klukkan tíu í morgun fyrri bólusetninguna gegn Covid-19 í Laugardalshöll. Hún var bólusett með bóluefni Pfizer. 4. maí 2021 10:36