Stoltur af því að vera hvítur, miðaldra karlmaður Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. maí 2021 18:12 Sigurður Páll Jónsson, þingmaður Miðflokksins. vísir/Vilhelm Deilt er um frumvarp um samræmda móttöku flóttafólks. Þingmenn Miðflokksins mótmæla því og telja að það muni leiða til holskeflu hælisumsókna og kostnaðarauka fyrir ríkissjóð. Önnur umræða um frumvarp félags- og barnamálaráðherra um breytingar á lögum um málefni innflytjenda fer nú fram á Alþingi. Í frumvarpinu er lagt til að Fjölmenningarsetri verði falið víðtækara hlutverk vegna samræmdar móttöku flóttafólks. Þetta verði gert með því að fela stofnuninni að veita sveitarfélögum faglegar leiðbeiningar og ráðgjöf við móttöku fólksins. Með samræmdu móttökukerfi er unnið að því að tryggja flóttafólki jafna þjónustu óháð því hvernig það kemur til landsins. Þingmenn Miðflokksins hafa mótmælt frumvarpinu og Birgir Þórarinsson sagði vert að staldra við að samkvæmt frumvarpinu yrði enginn greinarmunur gerður á kvótaflóttamönnum og hælisleitendum sem fá dvalarleyfi þegar kemur að þjónustu. Hann sagði sérkennilegt að yfirfæra réttindi kvótaflóttafólks yfir á hælisleitendur og bætti við að þetta myndi sennilega leiða til gríðarlegs kostnaðarauka fyrir ríkissjóð. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, talaði á svipuðum nótum og telur að hælisumsóknum muni stórfjölga. „Það er grundvallaratriði í þessum málum að upplýsingar um hvaða þjónusta er í boði á hverjum stað og hvaða reglur gilda, þær dreifast mjög hratt og eru misnotaðar í sumum tilvikum af mjög hættulegum glæpahópum,“ sagði Sigmundur. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins. Þingmenn flokksins telja að frumvarp um samræmda móttöku flóttafólks muni leiða til holskeflu hælisumsókna og kostnaðarauka.vísir/Vilhelm Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar sagði vont ef tónninn sem þingmenn Miðflokksins væru að slá í umræðunni virtust vera rödd þingheims. Því fari fjarri. Heilu atvinnugreinarnar eigi mikið undir innflytjendum komið sem bæti og styrki samfélagið. Sigurður Páll Jónsson, þingmaður Miðflokksins, sagði Miðflokksmenn gjarnan vera uppnefnda rasista og hvíta, miðaldra, freka karlmenn vegna afstöðu sinnar í málaflokknum. „Ég er nú bara mjög stoltur af því að vera hvítur miðaldra karlmaður. En það gerir mig ekki að vanhæfum manni fyrir vikið. Ég kveinka mér í raun og veru ekkert undan því,“ sagði hann og bætti við að engin mannvonska felist í því að ræða málin. Sigurður sagði kvótaflóttamannakerfið vandað og að leggja ætti áherslu á að styrkja það. „Við viljum ekki að það kerfi sem við bjóðum upp sé misnotað og einhver keppni um að við ætlum að vera góðasta fólkið í öllum heiminum; hana er ekki hægt að vinna, alls ekki með þessari aðferð. Við þurfum að horfa okkur nær. Við þurfum að sýna ráðdeildarsemi í fjármálum. Við þurfum að vera hnitmiðuð í því sem við tökum okkur fyrir hendur og við eigum að tala um hlutina eins og þeir eru,“ sagði Sigurður. Samkvæmt frumvarpinu er ráð fyrir að kostnaðarauki ríkissjóðs vegna frumvarpsins verði 23,7 milljónir króna. Alþingi Hælisleitendur Innflytjendamál Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Fleiri fréttir Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sjá meira
Önnur umræða um frumvarp félags- og barnamálaráðherra um breytingar á lögum um málefni innflytjenda fer nú fram á Alþingi. Í frumvarpinu er lagt til að Fjölmenningarsetri verði falið víðtækara hlutverk vegna samræmdar móttöku flóttafólks. Þetta verði gert með því að fela stofnuninni að veita sveitarfélögum faglegar leiðbeiningar og ráðgjöf við móttöku fólksins. Með samræmdu móttökukerfi er unnið að því að tryggja flóttafólki jafna þjónustu óháð því hvernig það kemur til landsins. Þingmenn Miðflokksins hafa mótmælt frumvarpinu og Birgir Þórarinsson sagði vert að staldra við að samkvæmt frumvarpinu yrði enginn greinarmunur gerður á kvótaflóttamönnum og hælisleitendum sem fá dvalarleyfi þegar kemur að þjónustu. Hann sagði sérkennilegt að yfirfæra réttindi kvótaflóttafólks yfir á hælisleitendur og bætti við að þetta myndi sennilega leiða til gríðarlegs kostnaðarauka fyrir ríkissjóð. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, talaði á svipuðum nótum og telur að hælisumsóknum muni stórfjölga. „Það er grundvallaratriði í þessum málum að upplýsingar um hvaða þjónusta er í boði á hverjum stað og hvaða reglur gilda, þær dreifast mjög hratt og eru misnotaðar í sumum tilvikum af mjög hættulegum glæpahópum,“ sagði Sigmundur. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins. Þingmenn flokksins telja að frumvarp um samræmda móttöku flóttafólks muni leiða til holskeflu hælisumsókna og kostnaðarauka.vísir/Vilhelm Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar sagði vont ef tónninn sem þingmenn Miðflokksins væru að slá í umræðunni virtust vera rödd þingheims. Því fari fjarri. Heilu atvinnugreinarnar eigi mikið undir innflytjendum komið sem bæti og styrki samfélagið. Sigurður Páll Jónsson, þingmaður Miðflokksins, sagði Miðflokksmenn gjarnan vera uppnefnda rasista og hvíta, miðaldra, freka karlmenn vegna afstöðu sinnar í málaflokknum. „Ég er nú bara mjög stoltur af því að vera hvítur miðaldra karlmaður. En það gerir mig ekki að vanhæfum manni fyrir vikið. Ég kveinka mér í raun og veru ekkert undan því,“ sagði hann og bætti við að engin mannvonska felist í því að ræða málin. Sigurður sagði kvótaflóttamannakerfið vandað og að leggja ætti áherslu á að styrkja það. „Við viljum ekki að það kerfi sem við bjóðum upp sé misnotað og einhver keppni um að við ætlum að vera góðasta fólkið í öllum heiminum; hana er ekki hægt að vinna, alls ekki með þessari aðferð. Við þurfum að horfa okkur nær. Við þurfum að sýna ráðdeildarsemi í fjármálum. Við þurfum að vera hnitmiðuð í því sem við tökum okkur fyrir hendur og við eigum að tala um hlutina eins og þeir eru,“ sagði Sigurður. Samkvæmt frumvarpinu er ráð fyrir að kostnaðarauki ríkissjóðs vegna frumvarpsins verði 23,7 milljónir króna.
Alþingi Hælisleitendur Innflytjendamál Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Fleiri fréttir Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sjá meira