Innlent

Listi Við­reisnar í Norð­austur­kjör­dæmi birtur

Atli Ísleifsson skrifar
Sigríður Ólafsdóttir, Ingvar Þóroddsson, Draumey Ósk Ómarsdóttir og Eiríkur Björn Björgvinsson.
Sigríður Ólafsdóttir, Ingvar Þóroddsson, Draumey Ósk Ómarsdóttir og Eiríkur Björn Björgvinsson. Viðreisn

Viðreisn hefur kynnt framboðslista sinn í Norðausturkjördæmi fyrir þingkosningarnar sem fram fara þann 25. september næstkomandi.

Líkt og áður hefur verið greint frá þá skipar Eiríkur Björn Björgvinsson, sviðsstjóri og fyrrverandi bæjarstjóri á Akureyri og á Fljótsdalshéraði, fyrsta sæti listans. Í öðru sæti er Sigríður Ólafsdóttir, mannauðsráðgjafi og PCC markþjálfi.

Í tilkynningu frá Viðreisn kemur fram að Ingvar Þóroddsson, nemi í rafmagnsverkfræði og hagnýtri stærðfræði við Háskóla Íslands, skipi þriðja sæti listans og Draumey Ósk Ómarsdóttir, íslenskunemi við Háskóla Íslands fjórða sætið.

„Notast er við svokallaða fléttulista á framboðslistum Viðreisnar þar sem hver frambjóðandi má ekki vera af sama kyni og sá sem skipar sætið á undan.

Listi Viðreisnar í Norðausturkjördæmi:

 1. Eiríkur Björn Björgvinsson, sviðsstjóri og fyrrv. bæjarstjóri á Akureyri og á Fljótsdalshéraði. Garðabær.
 2. Sigríður Ólafsdóttir, mannauðsráðgjafi og PCC markþjálfi. Akureyri.
 3. Ingvar Þóroddsson, nemi í rafmagnsverkfræði og hagnýtri stærðfræði við Háskóla Íslands. Akureyri.
 4. Draumey Ósk Ómarsdóttir, íslenskunemi við Háskóla Íslands. Reyðarfjörður.
 5. Jens Hilmarsson, lögreglumaður. Egilsstaðir. 
 6. Margrét Laxdal, framhaldsskólakennari. Dalvík.
 7. Ingi Þór Ágústsson, hjúkrunarfræðingur og forstöðumaður Austurhlíðar. Akureyri. 
 8. Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir, sölustjóri. Akureyri.
 9. Kristján Gunnar Óskarsson, barnasálfræðingur. Húsavík. 
 10. Lilja Björnsdóttir, leigubílstjóri og sjúkraliðanemi. Egilsstaðir.
 11. Erlingur Arason, félagsliði og tónlistarmaður. Akureyri. 
 12. Dušanka Kotaraš, matráður. Akureyri.
 13. Steingrímur Karlsson, kvikmyndagerðarmaður og ferðaþjónustufrumkvöðull. Egilsstaðir.
 14. Bryndís Arnardóttir, listgreinakennari og listamaður. Akureyri.
 15. Sveinn Halldór Oddsson Zoega, tölvunarfræðingur. Neskaupstaður. 
 16. Auðbjörg Björnsdóttir, forstöðumaður Kennslumiðstöðvar HA. Akureyri.
 17. Valtýr Hreiðarsson, viðskipta- og rekstrarhagfræðingur. Svalbarðseyri. 
 18. Gréta Sóley Arngrímsdóttir, tómstunda- og félagsmálafræðingur. Egilsstaðir.
 19. Hólmar E. Svansson, framkvæmdastjóri HA. Akureyri. 
 20. Guðný Björg Hauksdóttir, mannauðsstjóri. Reyðarfjörður.“

Tengdar fréttir

Fyrr­verandi bæjar­stjóri Akur­eyrar leiðir lista Við­reisnar

Eiríkur Björn Björgvinsson, sviðsstjóri og fyrrverandi bæjarstjóri á Akureyri og á Fljótsdalshéraði, leiðir lista Viðreisnar í Norðausturkjördæmi í komandi þingkosningum. Sigríður Ólafsdóttir, mannauðsráðgjafi og markþjálfi, mun skipa annað sæti á listanum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.