Fótbolti

Birkir í hópi sextán bestu eftir gullmark

Sindri Sverrisson skrifar
Birkir Eyþórsson spilaði sjö leiki með Fylki í Pepsi Max-deildinni í fyrra.
Birkir Eyþórsson spilaði sjö leiki með Fylki í Pepsi Max-deildinni í fyrra. vísir/daníel

Gullmark gerði það að verkum að Birkir Eyþórsson er kominn með liði Virginia Tech í 16-liða úrslit efstu deildar bandaríska háskólafótboltans.

Birkir og félagar unnu 2-1 sigur gegn Orego State í gær, í framlengdum leik. Oregon náði að jafna metin á 87. mínútu og því var framlengt.

Í keppninni gildir gamla gullmarksreglan, sem til að mynda var notuð á HM 1998 og 2002. Lið Birkis græddi á henni þegar Jacob Labovitz skoraði sitt seinna mark í leiknum og sá til þess að flautað var af eftir tíu mínútur af framlengingunni.

Birkir, sem er bróðir Ásgeirs Eyþórssonar miðavarðar Fylkis, lék sjö deildarleiki með Fylki síðasta sumar áður en hann hélt út í nám.

Virginia Tech mætir Seton Hall í 16-liða úrslitum á fimmtudaginn.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.