Eðlilegar skýringar á því að margir hafi fengið ótímabæra boðun í bólusetningu Eiður Þór Árnason skrifar 2. maí 2021 23:00 Metvika er fram undan í bólusetningum í Laugardalshöll. Vísir/vilhelm Borið hefur á því að fólk undir fimmtugsaldri sem kannast ekki við að tilheyra áhættuhópum hafi verið boðað óvænt í bólusetningu gegn Covid-19 á næstu dögum. Smitsjúkdómalæknir hjá landlæknisembættinu segir að ný úrvinnsluaðferð geri það að verkum að allir sem fái ávísað lyfjum sem séu í einhverjum tilvikum gefin fólki í aukinni áhættu fái nú boð með þeim áhættuhópi. Fram að þessu hefur fyrst og fremst verið tekið mið af sjúkdómsgreiningum við úrvinnslu lista yfir fólk í áhættuhópum en í síðastliðinni viku var einnig byrjað að taka mið af lyfjaávísunum. Markmiðið með nýju aðferðinni er ná til allra sem gætu mögulega verið í aukinni áhættu á alvarlegri Covid-sýkingu en marga vantaði áður á listanna. Undanfarið hefur verið til umræðu að hefja handahófskenndar bólusetningar og hafa sumir ályktað að óvænt bólusetningarboð sé til marks um að sú breyting sé komin til framkvæmda. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, staðfestir í samtali við Vísi að svo sé ekki. Kamilla Sigríður Jósefsdóttir smitsjúkdómalæknir.Lögreglan Marga vantaði á listana „Það vantaði svo marga sem eru í áhættuhópum í upphaflegu úttektina úr tölvukerfinu hjá okkur svo við bættum við annarri aðferð sem byggir á lyfjaávísunum. Inn í þeim lyfjaávísunum eru ýmis lyf sem eru líka notuð í ýmsum tilgangi sem eru ekki merki um að fólk sé með aukna áhættu á alvarlegri Covid-sýkingu,“ segir Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, smitsjúkdómalæknir á sóttvarnasviði landlæknis. Eitt dæmi um það séu blóðþrýstingslyf sem eru einnig notuð sem fyrirbyggjandi meðferð fyrir mígreni. „Þess vegna er möguleiki að það verði einhverjir einstaklingar boðaðir sem telja sig ekki vera í áhættu.“ Kamilla segir að þeir einstaklingar geti valið að sleppa því að mæta og bíða frekar eftir því að vera boðaðir með sínum aldurshópi. Allir sem hundsa fyrsta boðið verða boðaðir aftur nema þau tilkynni sérstaklega að þau ætli ekki að þiggja bólusetningu. Hún bætir við að töluverður hópur hafi bæst við forgangslistana eftir að lyfjalistunum var bætt við. „Það vantaði til dæmis alveg ótrúlega marga sykursjúka í upphaflegu úttektina sem ég hef ekki góðar skýringar á.“ Munu passa að enginn verði út undan Úttekt verður gerð á nýju aðferðinni til að sjá hvort að einhverjir hafi aftur orðið út undan. „Ef það kemur í ljós að þetta er ennþá gallað þá verðum við bara að fara út í það að fá lista frá læknunum sem er svolítið flókið því það er engin örugg skilaleið þegar til staðar,“ segir Kamilla. Slíkt gæti tafið það að bólusetning fólks í áhættuhópum klárist þar sem embættið þyrfti að finna nýjar aðferðir til að safna gögnunum. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Fleiri fréttir Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Sjá meira
Smitsjúkdómalæknir hjá landlæknisembættinu segir að ný úrvinnsluaðferð geri það að verkum að allir sem fái ávísað lyfjum sem séu í einhverjum tilvikum gefin fólki í aukinni áhættu fái nú boð með þeim áhættuhópi. Fram að þessu hefur fyrst og fremst verið tekið mið af sjúkdómsgreiningum við úrvinnslu lista yfir fólk í áhættuhópum en í síðastliðinni viku var einnig byrjað að taka mið af lyfjaávísunum. Markmiðið með nýju aðferðinni er ná til allra sem gætu mögulega verið í aukinni áhættu á alvarlegri Covid-sýkingu en marga vantaði áður á listanna. Undanfarið hefur verið til umræðu að hefja handahófskenndar bólusetningar og hafa sumir ályktað að óvænt bólusetningarboð sé til marks um að sú breyting sé komin til framkvæmda. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, staðfestir í samtali við Vísi að svo sé ekki. Kamilla Sigríður Jósefsdóttir smitsjúkdómalæknir.Lögreglan Marga vantaði á listana „Það vantaði svo marga sem eru í áhættuhópum í upphaflegu úttektina úr tölvukerfinu hjá okkur svo við bættum við annarri aðferð sem byggir á lyfjaávísunum. Inn í þeim lyfjaávísunum eru ýmis lyf sem eru líka notuð í ýmsum tilgangi sem eru ekki merki um að fólk sé með aukna áhættu á alvarlegri Covid-sýkingu,“ segir Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, smitsjúkdómalæknir á sóttvarnasviði landlæknis. Eitt dæmi um það séu blóðþrýstingslyf sem eru einnig notuð sem fyrirbyggjandi meðferð fyrir mígreni. „Þess vegna er möguleiki að það verði einhverjir einstaklingar boðaðir sem telja sig ekki vera í áhættu.“ Kamilla segir að þeir einstaklingar geti valið að sleppa því að mæta og bíða frekar eftir því að vera boðaðir með sínum aldurshópi. Allir sem hundsa fyrsta boðið verða boðaðir aftur nema þau tilkynni sérstaklega að þau ætli ekki að þiggja bólusetningu. Hún bætir við að töluverður hópur hafi bæst við forgangslistana eftir að lyfjalistunum var bætt við. „Það vantaði til dæmis alveg ótrúlega marga sykursjúka í upphaflegu úttektina sem ég hef ekki góðar skýringar á.“ Munu passa að enginn verði út undan Úttekt verður gerð á nýju aðferðinni til að sjá hvort að einhverjir hafi aftur orðið út undan. „Ef það kemur í ljós að þetta er ennþá gallað þá verðum við bara að fara út í það að fá lista frá læknunum sem er svolítið flókið því það er engin örugg skilaleið þegar til staðar,“ segir Kamilla. Slíkt gæti tafið það að bólusetning fólks í áhættuhópum klárist þar sem embættið þyrfti að finna nýjar aðferðir til að safna gögnunum.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Fleiri fréttir Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent